Björk ekki fjárhagslegur bakhjarl Andra Snæs Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. apríl 2016 15:28 Andri Snær og Björk á fundi í Gamla bíói í nóvember. Vísir/Friðrik Þór Halldórsson Andri Snær Magnason snæddi með Björk og Vigdísi Finnbogadóttur á veitingahúsinu Bergson á dögunum. Hittingur þeirra var þó ekki um helgina, eins og ætla mátti af mynd sem birtist af þeim þremur í Facebook-hópnum Frægir á ferð um helgina. Andri segir í samtali við Vísi að það hafi sannarlega verið heiður að snæða með þeim Björk og Vigdísi. Það hafi verið í tilefni af því þegar viljayfirlýsing um stofnun hálendisþjóðgarðs lá fyrir. Björk og Vigdís eru miklir unnendur íslenskrar náttúru líkt og Andri Snær. Hann segir ekki vita hvort þær séu yfirlýstir stuðningsmenn hans eður ei. „Björk og Vigdís eru vinir og samherjar úr náttúruverndarbaráttunni, ég vona auðvitað að þær séu stuðningsmenn en þú verður að spyrja þær,“ segir Andri Snær. Þau Björk hafa unnið saman að verndun hálendisins og orðróm verið komið af stað um að Andri njóti fjárhagslegs stuðnings Bjarkar. Hann neitar því. „Nei, en öllum er frjálst að styrkja framboð mitt. Ég er með opinn kosningasjóð og hámarksgreiðsla er 400.000 krónur. Öllu bókhaldi verður skilað til Ríkisendurskoðunar.“Myndin úr Facebook-hópnum Frægir á ferð sem vakti athygli um helgina.Ólafur Ragnar gæti hætt við að hætta við að hætta Ólafur Ragnar Grímsson, sitjandi forseti, breytti landslaginu í baráttunni um forsetaembættið umtalsvert á dögunum þegar hann ákvað að bjóða sig fram í sjötta skipti. Sitt sýnist hverjum um ákvörðun Ólafs. „Hann sagði eitt um áramótin og annað um daginn. Kannski skiptir hann aftur um skoðun, hver veit? Þar liggur óvissan,“ segir Andir Snær sem verið hefur á faraldsfæti um landið undanfarið. „Ég var með fínan fund á Hótel Ísafirði og meira en 200 manns komu á fund á KEA á Akureyri. Ég hitti góðan hóp á Seyðisfirði og hitti fólk óformlega á Hólmavík, Stöðvarfirði, Djúpavogi og Höfn. Ég verð á Rifi og Selfossi í vikunni og við eigum eftir að fara stærri og hring síðar í sumar. Ég þarf að komast á Bíldudal, Kópasker og Neskaupsstað.“ Aðspurður hvort hann líti helst til Vigdísar, Ólafs Ragnars eða annars sem fyrirmynd í embætti forseta Íslands segir Andri Snær: „Ég er alinn upp á tímum Vigdísar og hún hefur haft mikil áhrif á mig, í uppvexti og síðar í persónulegum kynnum. Ég hef notið góðs af fólki sem hefur verið á landinu á vegum Ólafs Ragnars í verkefnum tengdum loftslagsmálum og sé embættið sem farveg fyrir nýjar hugmyndir. Við þurfum að skerpa á hlutverki og setutíma forseta og í stjórnarskrármálinu sýnist mér að bestu lendinguna sé að finna í hugmyndum Sveins Björnssonar frá 1944.“ Forsetakosningar 2016 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Sjá meira
Andri Snær Magnason snæddi með Björk og Vigdísi Finnbogadóttur á veitingahúsinu Bergson á dögunum. Hittingur þeirra var þó ekki um helgina, eins og ætla mátti af mynd sem birtist af þeim þremur í Facebook-hópnum Frægir á ferð um helgina. Andri segir í samtali við Vísi að það hafi sannarlega verið heiður að snæða með þeim Björk og Vigdísi. Það hafi verið í tilefni af því þegar viljayfirlýsing um stofnun hálendisþjóðgarðs lá fyrir. Björk og Vigdís eru miklir unnendur íslenskrar náttúru líkt og Andri Snær. Hann segir ekki vita hvort þær séu yfirlýstir stuðningsmenn hans eður ei. „Björk og Vigdís eru vinir og samherjar úr náttúruverndarbaráttunni, ég vona auðvitað að þær séu stuðningsmenn en þú verður að spyrja þær,“ segir Andri Snær. Þau Björk hafa unnið saman að verndun hálendisins og orðróm verið komið af stað um að Andri njóti fjárhagslegs stuðnings Bjarkar. Hann neitar því. „Nei, en öllum er frjálst að styrkja framboð mitt. Ég er með opinn kosningasjóð og hámarksgreiðsla er 400.000 krónur. Öllu bókhaldi verður skilað til Ríkisendurskoðunar.“Myndin úr Facebook-hópnum Frægir á ferð sem vakti athygli um helgina.Ólafur Ragnar gæti hætt við að hætta við að hætta Ólafur Ragnar Grímsson, sitjandi forseti, breytti landslaginu í baráttunni um forsetaembættið umtalsvert á dögunum þegar hann ákvað að bjóða sig fram í sjötta skipti. Sitt sýnist hverjum um ákvörðun Ólafs. „Hann sagði eitt um áramótin og annað um daginn. Kannski skiptir hann aftur um skoðun, hver veit? Þar liggur óvissan,“ segir Andir Snær sem verið hefur á faraldsfæti um landið undanfarið. „Ég var með fínan fund á Hótel Ísafirði og meira en 200 manns komu á fund á KEA á Akureyri. Ég hitti góðan hóp á Seyðisfirði og hitti fólk óformlega á Hólmavík, Stöðvarfirði, Djúpavogi og Höfn. Ég verð á Rifi og Selfossi í vikunni og við eigum eftir að fara stærri og hring síðar í sumar. Ég þarf að komast á Bíldudal, Kópasker og Neskaupsstað.“ Aðspurður hvort hann líti helst til Vigdísar, Ólafs Ragnars eða annars sem fyrirmynd í embætti forseta Íslands segir Andri Snær: „Ég er alinn upp á tímum Vigdísar og hún hefur haft mikil áhrif á mig, í uppvexti og síðar í persónulegum kynnum. Ég hef notið góðs af fólki sem hefur verið á landinu á vegum Ólafs Ragnars í verkefnum tengdum loftslagsmálum og sé embættið sem farveg fyrir nýjar hugmyndir. Við þurfum að skerpa á hlutverki og setutíma forseta og í stjórnarskrármálinu sýnist mér að bestu lendinguna sé að finna í hugmyndum Sveins Björnssonar frá 1944.“
Forsetakosningar 2016 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Sjá meira