Ford Mustang langsöluhæsti sportbíll heims Finnur Thorlacius skrifar 25. apríl 2016 11:24 Ford Mustang. Í fyrra tókst Ford að selja 141.868 Mustang sportbíla og með því var hann langsöluhæsti sportbíll heims, en enginn annar sportbíll seldist í meira en 100.000 eintökum í fyrra. Ford Mustang er seldur um allan heim eða alls á 140 mörkuðum og selst t.d. vel í Evrópu en fáir bandarískir bílar seljast í miklu magni í Evrópu. Í fyrra seldust alls yfir 16.600 Mustang bílar í Evrópu. Í fyrra gerðist það fyrsta sinni að Ford Mustang seldist í meira magni en Chevrolet Camaro og Dodge Challenger til samans. Ford Mustang er nú í boði með eyðslugrannri 2,3 lítra EcoBoost vél og selst Mustang vel í þeirri útfærslu á báðum ströndum Bandaríkjanna en bæði í miðríkjum Bandaríkjanna og á mörkuðum erlendis kjósa kaupendur fremur bílinn með V8 vél. Ford Mustang selst mjög vel í Ástralíu, svo vel reyndar að hann er uppseldur út næsta ár og þeir sem vilja tryggja sér eintak þar fá ekki nýjan Mustang afhentan fyrr en árið 2018. Mustang má fá í blæjuútgáfu og í Þýskalandi er hæst hlutfall Mustang pantaður þannig, eða einn þriðji seldra Mustang bíla. Á síðust árum hafa erlendir sportbílar verið vinsælir í Bandaríkjunum, en nú er aftur runninn upp sá tími að Bandaríkjamenn velja sér heimasmíðaðan sportbíl umfram aðra. Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent
Í fyrra tókst Ford að selja 141.868 Mustang sportbíla og með því var hann langsöluhæsti sportbíll heims, en enginn annar sportbíll seldist í meira en 100.000 eintökum í fyrra. Ford Mustang er seldur um allan heim eða alls á 140 mörkuðum og selst t.d. vel í Evrópu en fáir bandarískir bílar seljast í miklu magni í Evrópu. Í fyrra seldust alls yfir 16.600 Mustang bílar í Evrópu. Í fyrra gerðist það fyrsta sinni að Ford Mustang seldist í meira magni en Chevrolet Camaro og Dodge Challenger til samans. Ford Mustang er nú í boði með eyðslugrannri 2,3 lítra EcoBoost vél og selst Mustang vel í þeirri útfærslu á báðum ströndum Bandaríkjanna en bæði í miðríkjum Bandaríkjanna og á mörkuðum erlendis kjósa kaupendur fremur bílinn með V8 vél. Ford Mustang selst mjög vel í Ástralíu, svo vel reyndar að hann er uppseldur út næsta ár og þeir sem vilja tryggja sér eintak þar fá ekki nýjan Mustang afhentan fyrr en árið 2018. Mustang má fá í blæjuútgáfu og í Þýskalandi er hæst hlutfall Mustang pantaður þannig, eða einn þriðji seldra Mustang bíla. Á síðust árum hafa erlendir sportbílar verið vinsælir í Bandaríkjunum, en nú er aftur runninn upp sá tími að Bandaríkjamenn velja sér heimasmíðaðan sportbíl umfram aðra.
Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent