Fordæma boðuð mótmæli við heimili Bjarna Benediktssonar Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 23. apríl 2016 12:41 Efsta myndin fylgir viðburðinum á Facebook þar sem boðað er til grills fyrir utan heimili Bjarna. Fjölmargir hafa fordæmt boðuð mótmæli við heimili Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra á Facebook í dag. Mótmælin eiga að vera sunnudagskvöldið 1. maí og eru í boði hóps sem kallar sig „Beinar aðgerðir“ og segja þau yfirskrift mótmælanna vera „Grillum á kvöldin – sækjum þau heim.“ „Hópurinn hvetur alla landsmenn til að mæta í grillið með einnota grill, mat, tjaldstóla, trommur og góða skapið. Einnig er gott að æfa raddböndin aðeins og slagorð til þess að syngja. Í kjölfarið verða heimili ráðherra ríkisstjórnarinnar þrædd, eitt heimili á kvöldi. Látum þá ekki sitja eina að grilli og gróða á kostnað okkar hinna! Ef gleðskapurinn hentar ekki Bjarna Benediktssyni og hans félögum í ríkisstjórn þá er lítið mál að kippa því í liðinn. Það eina sem hann þarf að gera er að samþykkja kröfur hópsins fyrir 1. maí: Ríkisstjórn Íslands segi af sér og mynduð verði utanþingsstjórn. Sett verði dagsetning á kosningar, ekki seinna en 10. september. Ef ríkisstjórn Sigurðar Inga hefur ekki aðhafst fyrir 1. maí þá hittumst við, kæru landsmenn, stundvíslega við heimili Bjarna klukkan 19:00 þann 1. maí,“ segir í viðburðinum og er heimilisfang fjármálaráðherra tilgreint skilmerkilega.Guðmundur Andri telur augljóslega að mótmælin þjóni ekki tilgangi sínumFjölmargir hafa lýst vanþóknun sinni á framtakinu á Facebook. Á viðburðinn sjálfan setur rithöfundurinn Guðmundur Andri Thorsson eftirfarandi ummæli: „Er þessi hópur á vegum Framsóknarflokksins? Og markmiðið að gera andstöðu við ríkisstjórnina að viðhorfi eins fárra og mögulegt er?“ Þá kemur leikkonan og ritstjórinn Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir því skilmerkilega á framfæri að hún styðji ekki svona framtak: „Ég styð ekki mótmæli af þessu tagi. Vanhugsað.“ Fyrrverandi gjaldkeri Samfylkingarinnar mætir ekki á morgun.Vilhjálmur Þorsteinsson, fyrrum gjaldkeri Samfylkingarinnar, sem sagði af sér eftir að í ljós kom að hann á talsvert fé í félagi í Lúxemborg hyggst ekki mæta. „Ég mun ekki mæta þarna. Þetta er of langt gengið og ekki málstaðnum til framdráttar,“ skrifar Vilhjálmur á viðburðinn. Blaðamaðurinn Atli Þór Fanndal telur ekki eðlilegt að mótmæla fyrir utan heimili fólks en hann færir þó fram rök fyrir því að vandlæting fólks sé til þess fallin að gera mótmæli að einhverju sóðalegu, sem þau séu ekki. „Almennt tel ég ekki eðlilegt að mótmæla fyrir utan heimili fólks. Ég tel hins vegar ömurlegt að gera mótmæli alltaf að einhverju svo sóðalegu að það verði þráhyggja að enginn móðgist. Bjarni er gerandinn hér ekki fórnalamb. Hrokinn, frekjan, svindlið, lygarnar, valdagræðgðin, vanvirðingin og fyrirlitning hans á almenningi er ástæða þess að fólk finnur sig knúið til að mótmæla fyrir utan hans heimili.“ Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, er á öðru máli og telur mótmælin afskaplega ógeðfelld. „Fólk getur mótmælt við opinberar byggingar, en heimili fólks eiga að njóta friðhelgi.“Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins, hvetur fólk til þess að „reporta“ eða leggja inn kvörtun vegna viðburða sem þessara. „Þetta er ekki í lagi,“ skrifar hún í ummæli við eftirfarandi færslu frá Ísaki Rúnarssyni, fyrrum formanni Stúdentaráðs. Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Sjá meira
Fjölmargir hafa fordæmt boðuð mótmæli við heimili Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra á Facebook í dag. Mótmælin eiga að vera sunnudagskvöldið 1. maí og eru í boði hóps sem kallar sig „Beinar aðgerðir“ og segja þau yfirskrift mótmælanna vera „Grillum á kvöldin – sækjum þau heim.“ „Hópurinn hvetur alla landsmenn til að mæta í grillið með einnota grill, mat, tjaldstóla, trommur og góða skapið. Einnig er gott að æfa raddböndin aðeins og slagorð til þess að syngja. Í kjölfarið verða heimili ráðherra ríkisstjórnarinnar þrædd, eitt heimili á kvöldi. Látum þá ekki sitja eina að grilli og gróða á kostnað okkar hinna! Ef gleðskapurinn hentar ekki Bjarna Benediktssyni og hans félögum í ríkisstjórn þá er lítið mál að kippa því í liðinn. Það eina sem hann þarf að gera er að samþykkja kröfur hópsins fyrir 1. maí: Ríkisstjórn Íslands segi af sér og mynduð verði utanþingsstjórn. Sett verði dagsetning á kosningar, ekki seinna en 10. september. Ef ríkisstjórn Sigurðar Inga hefur ekki aðhafst fyrir 1. maí þá hittumst við, kæru landsmenn, stundvíslega við heimili Bjarna klukkan 19:00 þann 1. maí,“ segir í viðburðinum og er heimilisfang fjármálaráðherra tilgreint skilmerkilega.Guðmundur Andri telur augljóslega að mótmælin þjóni ekki tilgangi sínumFjölmargir hafa lýst vanþóknun sinni á framtakinu á Facebook. Á viðburðinn sjálfan setur rithöfundurinn Guðmundur Andri Thorsson eftirfarandi ummæli: „Er þessi hópur á vegum Framsóknarflokksins? Og markmiðið að gera andstöðu við ríkisstjórnina að viðhorfi eins fárra og mögulegt er?“ Þá kemur leikkonan og ritstjórinn Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir því skilmerkilega á framfæri að hún styðji ekki svona framtak: „Ég styð ekki mótmæli af þessu tagi. Vanhugsað.“ Fyrrverandi gjaldkeri Samfylkingarinnar mætir ekki á morgun.Vilhjálmur Þorsteinsson, fyrrum gjaldkeri Samfylkingarinnar, sem sagði af sér eftir að í ljós kom að hann á talsvert fé í félagi í Lúxemborg hyggst ekki mæta. „Ég mun ekki mæta þarna. Þetta er of langt gengið og ekki málstaðnum til framdráttar,“ skrifar Vilhjálmur á viðburðinn. Blaðamaðurinn Atli Þór Fanndal telur ekki eðlilegt að mótmæla fyrir utan heimili fólks en hann færir þó fram rök fyrir því að vandlæting fólks sé til þess fallin að gera mótmæli að einhverju sóðalegu, sem þau séu ekki. „Almennt tel ég ekki eðlilegt að mótmæla fyrir utan heimili fólks. Ég tel hins vegar ömurlegt að gera mótmæli alltaf að einhverju svo sóðalegu að það verði þráhyggja að enginn móðgist. Bjarni er gerandinn hér ekki fórnalamb. Hrokinn, frekjan, svindlið, lygarnar, valdagræðgðin, vanvirðingin og fyrirlitning hans á almenningi er ástæða þess að fólk finnur sig knúið til að mótmæla fyrir utan hans heimili.“ Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, er á öðru máli og telur mótmælin afskaplega ógeðfelld. „Fólk getur mótmælt við opinberar byggingar, en heimili fólks eiga að njóta friðhelgi.“Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins, hvetur fólk til þess að „reporta“ eða leggja inn kvörtun vegna viðburða sem þessara. „Þetta er ekki í lagi,“ skrifar hún í ummæli við eftirfarandi færslu frá Ísaki Rúnarssyni, fyrrum formanni Stúdentaráðs.
Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Sjá meira