Ármann Smári: Þetta á að takast á heimamönnum en það tekur tíma Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. apríl 2016 09:30 „Ég fæ ekkert auka slag neitt, alls ekki. Við vorum í byrjun tímabils þarna í fyrra niðri en svo rifum við okkur upp. En spá er bara spá.“ Þetta segir Ármann Smári Björnsson, miðvörður ÍA, þegar honum er tjáð að íþróttadeild 365 spáir Skagamönnum þremur sætum neðar en liðið hafnaði í Pepsi-deildinni á síðasta tímabili. ÍA er spáð 10. sæti.Sjá einnig:Pepsi-spáin 2016: ÍA hafnar í 10. sæti Skagamenn vilja auðvitað gera betur en í fyrra eins og flest lið en mjög mikilvægt er þó að halda sæti sínu annað árið í röð. „Stöðugleiki er eitt af því sem skiptir miklu máli fyrir félag eins og ÍA sem hefur farið upp og niður síðustu ár,“ segir Ármann Smári. „Strákar sem voru að spila sína fyrstu leiki í fyrra eru árinu eldri núna og nú þurfum við allir að stíga upp.“ Ármann Smári er handviss um að Skagaliðið getur gert enn betur þrátt fyrir að hafa aðeins bætt við sig tveimur leikmönnum enn sem komið er. „Ég held það, já. Eftir mótið í fyrra settumst við niður og ræddum um mótið og kláruðum það. Þá kom upp hjá mörgum að þeim fannst þeir geta gert enn betur. Ég held að flest allir hafi viljað gera betur,“ segir hann. „Um leið og þú ferð í gulu treyjuna þá færðu vonandi það sem var í gamla daga. Menn voru að leggja sig virkilega mikið fram. Þannig var þetta í fyrra.“ „Við lendum oft undir en komum oftast til baka. Við töpum bara tveimur leikjum í seinni umferðinni. Það þýðir ekkert annað að gera en að byggja ofan á það,“ segir Ármann Smári.Allir með á Skaganum Miðvörðurinn öflugi verður 35 ára á árinu en hann hefur varla misst af leik undanfarin ár. „Skrokkurinn er mjög góður. Fólk er oft að spyrja hvort það sé ekki kominn tími á að gera eitthvað annað en á meðan skrokkurinn er í lagi þá er það bara áfram veginn í þessu,“ segir Ármann Smári, en hvernig er að spila fyrir ÍA? „Það er frábært að spila fyrir ÍA. Það er eiginlega ótrúlegt og erfitt að lýsa því. Þetta er stórt félag og bærinn snýst allur um þetta. Fólk gerir sér ekki alveg grein fyrir því hvað það eru margir þarna sem hafa vit á fótbolta og sumir ekki vit á fótbolta. Það eru allir með.“ Skaginn stillir upp mikið af heimamönnum í sínu liði en mikil uppbygging hefur verið í gangi þar undanfarin ár. „Við verðum að reyna að byggja upp liðið. Við getum stillt upp níu heimamönnum sem er mjög gott í efstu deild. Ég held að menn séu bara á þeirri línu að byggja þetta upp svona með heimamönnum og svo þremur utanaðkomandi. Það eru allir á því að þetta á að takast á heimamönnum og mun þá taka tíma. Það er bara svoleiðis,“ segir Ármann Smári Björnsson. Viðtal: Tómas Þór Þórðarson Upptaka og eftirvinnsla: Ólafur Þór Chelbat, Garðar Örn Arnarson Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-spáin 2016: ÍA hafnar í 10. sæti Íþróttadeild 365 spáir Skagamönnum fallbaráttu í Pepsi-deildinni í sumar eftir flott tímabil í fyrra. 20. apríl 2016 09:00 Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Sjá meira
„Ég fæ ekkert auka slag neitt, alls ekki. Við vorum í byrjun tímabils þarna í fyrra niðri en svo rifum við okkur upp. En spá er bara spá.“ Þetta segir Ármann Smári Björnsson, miðvörður ÍA, þegar honum er tjáð að íþróttadeild 365 spáir Skagamönnum þremur sætum neðar en liðið hafnaði í Pepsi-deildinni á síðasta tímabili. ÍA er spáð 10. sæti.Sjá einnig:Pepsi-spáin 2016: ÍA hafnar í 10. sæti Skagamenn vilja auðvitað gera betur en í fyrra eins og flest lið en mjög mikilvægt er þó að halda sæti sínu annað árið í röð. „Stöðugleiki er eitt af því sem skiptir miklu máli fyrir félag eins og ÍA sem hefur farið upp og niður síðustu ár,“ segir Ármann Smári. „Strákar sem voru að spila sína fyrstu leiki í fyrra eru árinu eldri núna og nú þurfum við allir að stíga upp.“ Ármann Smári er handviss um að Skagaliðið getur gert enn betur þrátt fyrir að hafa aðeins bætt við sig tveimur leikmönnum enn sem komið er. „Ég held það, já. Eftir mótið í fyrra settumst við niður og ræddum um mótið og kláruðum það. Þá kom upp hjá mörgum að þeim fannst þeir geta gert enn betur. Ég held að flest allir hafi viljað gera betur,“ segir hann. „Um leið og þú ferð í gulu treyjuna þá færðu vonandi það sem var í gamla daga. Menn voru að leggja sig virkilega mikið fram. Þannig var þetta í fyrra.“ „Við lendum oft undir en komum oftast til baka. Við töpum bara tveimur leikjum í seinni umferðinni. Það þýðir ekkert annað að gera en að byggja ofan á það,“ segir Ármann Smári.Allir með á Skaganum Miðvörðurinn öflugi verður 35 ára á árinu en hann hefur varla misst af leik undanfarin ár. „Skrokkurinn er mjög góður. Fólk er oft að spyrja hvort það sé ekki kominn tími á að gera eitthvað annað en á meðan skrokkurinn er í lagi þá er það bara áfram veginn í þessu,“ segir Ármann Smári, en hvernig er að spila fyrir ÍA? „Það er frábært að spila fyrir ÍA. Það er eiginlega ótrúlegt og erfitt að lýsa því. Þetta er stórt félag og bærinn snýst allur um þetta. Fólk gerir sér ekki alveg grein fyrir því hvað það eru margir þarna sem hafa vit á fótbolta og sumir ekki vit á fótbolta. Það eru allir með.“ Skaginn stillir upp mikið af heimamönnum í sínu liði en mikil uppbygging hefur verið í gangi þar undanfarin ár. „Við verðum að reyna að byggja upp liðið. Við getum stillt upp níu heimamönnum sem er mjög gott í efstu deild. Ég held að menn séu bara á þeirri línu að byggja þetta upp svona með heimamönnum og svo þremur utanaðkomandi. Það eru allir á því að þetta á að takast á heimamönnum og mun þá taka tíma. Það er bara svoleiðis,“ segir Ármann Smári Björnsson. Viðtal: Tómas Þór Þórðarson Upptaka og eftirvinnsla: Ólafur Þór Chelbat, Garðar Örn Arnarson
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-spáin 2016: ÍA hafnar í 10. sæti Íþróttadeild 365 spáir Skagamönnum fallbaráttu í Pepsi-deildinni í sumar eftir flott tímabil í fyrra. 20. apríl 2016 09:00 Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Sjá meira
Pepsi-spáin 2016: ÍA hafnar í 10. sæti Íþróttadeild 365 spáir Skagamönnum fallbaráttu í Pepsi-deildinni í sumar eftir flott tímabil í fyrra. 20. apríl 2016 09:00