„Bara á Íslandi!“: Söguskoðun Hannesar Hólmsteins fær falleinkunn á Facebook Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. apríl 2016 15:14 Umfjöllun Hannesar um Davíð spannar fjórar síður og er prýdd 7 myndum. vísir „Hvar í heiminum annars staðar fær maður svona blað, þar sem 4 síður með 7 ljósmyndum birtast um æskuafrek ritstjórans?“ spurði fréttamaðurinn Óðinn Jónsson sig eftir að hafa flett Morgunblaðinu í morgun. Í blaðinu, sem dreift var í öll hús á höfuðborgarsvæðinu í dag, er fjögurra blaðsíðna grein eftir stjórnmálafræðiprófessorinn Hannes Hólmsteinn Gissurarson þar sem hann rekur stjórnartíð Davíðs Oddssonar, fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi ritstjóra Morgunblaðsins. Yfirskriftin: „Tímamótin 1991“ en það ár tók Viðeyjarstjórnin svokallaða við stjórnartaumunum. Margir hafa furðað sig á þessum skrifum í dag enda sjaldan sem slíkar „lofgjarðir“ um ritstjórnarmeðlimi rata með þessum hætti á síður blaðanna. „Þegar ég settist niður í morgun, drakk kaffið og borðaði brauðbollu með osti, breiddi ég úr Morgunblaðinu, sem Árvakur hafði sent mér „ókeypis". En svo kom gjaldið: 4 blaðsíður um afrek frá stjórnmálaferli ritstjórans, Davíðs Oddssonar, með 7 ljósmyndum af honum með öðrum valdsmönnum,“ segir Óðinn Jónsson sem furðar sig á sumum þeirra afreka sem Hannes eignar Davíð í greininni.„Meira að segja er látið að því liggja að Davíð hafi breytt hinu og þessu, sem þó búið var að breyta, eins og mjólk í almennum verslunum í Reykjavík 1977, sjónvarp í júlí 1983, sjónvarp á fimmtudögum 1987, bjórinn 1989,“ segir Óðinn. Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason klóraði sér að sama skapi í hausnum yfir umfjöllun Hannesar sem hann segir vera til marks um það hvernig Morgunblaðið er að verða „stöðugt skrítnari fjölmiðill.“Þessi klausa úr grein Hannesar kætti Egil Helgason sérstaklega.„Hún er á fjórum blaðsíðum og skrifuð af helsta skósveini ristjórans. Það er hvergi sparað til, með fylgja stórar og glæsilegar litmyndir. Hugsanlegt er að slík sjálfsupphafning ritstjóra sé einsdæmi í vestrænum fjölmiðlum,“ spökulerar Egill á bloggsíðu sinni. „Það voru uppi bollaleggingar um að Davíð Oddsson hefði í hyggju að bjóða sig fram til forseta. Þessi greinaskrif hefðu líklega talist gott innlegg í þá baráttu,“ segir hann ennfremur. Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landsspítalans, rak að sama skapi í rogastans þegar hún fékk Morgunblaðið inn um lúguna í morgun. Hún hafði þó ekki verið lengi að komast til botns í málinu. „Ástæðan reynist að helsti aðdàandi ritstjórans þurfti að koma doltlu frà sér. À tveimur opnum. Bara á Íslandi!“ skrifar Anna á Facebook. Heiða B. Heiðars hjá Stundinni er ekki jafnt skemmt. Hún segir útspil Moggans vera „sýnikennsla“ um hvernig hægt sé að „misnota fjölmiðil“ og Illugi Jökulsson er álíka myrkur í máli. „Ég segi fyrir mig að ef ég ynni á Morgunblaðinu, þá myndi mér blöskra svo mjög þetta uppátæki Davíðs ritstjóra að láta skrifa um sig fjögurra síðna helgramannasögu og birta í blaðinu, að ég gæti ekki unnið þar lengur.“ Illugi bætir um betur og segir að grunnskólakrakki sem hefði skrifað þennan texta hefði einfaldlega fengið núll í einkunn. „En höfundurinn er prófessor í stjórnmálafræði við sjálfan Háskóla Íslands.“ Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Fækkun ráðuneyta óheppileg Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sjá meira
„Hvar í heiminum annars staðar fær maður svona blað, þar sem 4 síður með 7 ljósmyndum birtast um æskuafrek ritstjórans?“ spurði fréttamaðurinn Óðinn Jónsson sig eftir að hafa flett Morgunblaðinu í morgun. Í blaðinu, sem dreift var í öll hús á höfuðborgarsvæðinu í dag, er fjögurra blaðsíðna grein eftir stjórnmálafræðiprófessorinn Hannes Hólmsteinn Gissurarson þar sem hann rekur stjórnartíð Davíðs Oddssonar, fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi ritstjóra Morgunblaðsins. Yfirskriftin: „Tímamótin 1991“ en það ár tók Viðeyjarstjórnin svokallaða við stjórnartaumunum. Margir hafa furðað sig á þessum skrifum í dag enda sjaldan sem slíkar „lofgjarðir“ um ritstjórnarmeðlimi rata með þessum hætti á síður blaðanna. „Þegar ég settist niður í morgun, drakk kaffið og borðaði brauðbollu með osti, breiddi ég úr Morgunblaðinu, sem Árvakur hafði sent mér „ókeypis". En svo kom gjaldið: 4 blaðsíður um afrek frá stjórnmálaferli ritstjórans, Davíðs Oddssonar, með 7 ljósmyndum af honum með öðrum valdsmönnum,“ segir Óðinn Jónsson sem furðar sig á sumum þeirra afreka sem Hannes eignar Davíð í greininni.„Meira að segja er látið að því liggja að Davíð hafi breytt hinu og þessu, sem þó búið var að breyta, eins og mjólk í almennum verslunum í Reykjavík 1977, sjónvarp í júlí 1983, sjónvarp á fimmtudögum 1987, bjórinn 1989,“ segir Óðinn. Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason klóraði sér að sama skapi í hausnum yfir umfjöllun Hannesar sem hann segir vera til marks um það hvernig Morgunblaðið er að verða „stöðugt skrítnari fjölmiðill.“Þessi klausa úr grein Hannesar kætti Egil Helgason sérstaklega.„Hún er á fjórum blaðsíðum og skrifuð af helsta skósveini ristjórans. Það er hvergi sparað til, með fylgja stórar og glæsilegar litmyndir. Hugsanlegt er að slík sjálfsupphafning ritstjóra sé einsdæmi í vestrænum fjölmiðlum,“ spökulerar Egill á bloggsíðu sinni. „Það voru uppi bollaleggingar um að Davíð Oddsson hefði í hyggju að bjóða sig fram til forseta. Þessi greinaskrif hefðu líklega talist gott innlegg í þá baráttu,“ segir hann ennfremur. Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landsspítalans, rak að sama skapi í rogastans þegar hún fékk Morgunblaðið inn um lúguna í morgun. Hún hafði þó ekki verið lengi að komast til botns í málinu. „Ástæðan reynist að helsti aðdàandi ritstjórans þurfti að koma doltlu frà sér. À tveimur opnum. Bara á Íslandi!“ skrifar Anna á Facebook. Heiða B. Heiðars hjá Stundinni er ekki jafnt skemmt. Hún segir útspil Moggans vera „sýnikennsla“ um hvernig hægt sé að „misnota fjölmiðil“ og Illugi Jökulsson er álíka myrkur í máli. „Ég segi fyrir mig að ef ég ynni á Morgunblaðinu, þá myndi mér blöskra svo mjög þetta uppátæki Davíðs ritstjóra að láta skrifa um sig fjögurra síðna helgramannasögu og birta í blaðinu, að ég gæti ekki unnið þar lengur.“ Illugi bætir um betur og segir að grunnskólakrakki sem hefði skrifað þennan texta hefði einfaldlega fengið núll í einkunn. „En höfundurinn er prófessor í stjórnmálafræði við sjálfan Háskóla Íslands.“
Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Fækkun ráðuneyta óheppileg Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sjá meira