Kickstarter- hrunið Pawel Bartoszek skrifar 30. apríl 2016 07:00 Ég er með hugmynd að vöru. Varan heitir Katta-Flóki. Þetta er dróni sem finnur ketti þegar þeir týnast. En ég þarf einhvern veginn að borga fyrir framleiðslu á Katta-Flóka. Ég þarf lán. Ég gæti talað við banka. Ég gæti reynt að sækja pening annars staðar til dæmis með því að stofna fyrirtæki og gefa út hlutafé eða skuldabréf. Ég get það, en um það gilda ýmsar reglur og ef ég ætla að ná í pening til almennings þá eru reglurnar þeim mun strangari. En svo gæti ég reynt hópfjármögnun. Ströngu kauphallarreglurnar gilda ekki um hópfjármögnun vegna þess að oftar en ekki er ekki verið að lofa vöxtum og gróða heldur er fólk gjarnan að fyrirframgreiða vöru (og stundum bara að fá nafn sitt á einhvern lista). Svo er þetta svo nýtt. Sniðugi frændinn dýrkar þetta. Ekkert af þessu er slæmt. Nýsköpun er fín. Líka nýsköpun í flæði fjármagns, sem þetta er. Hópfjármögnun er í raun ákveðið svar við því að hefðbundin fjárfesting í hlutafé er orðin of óaðgengileg fyrir venjulegt fólk. Já, þetta er sniðugt. En líkt og annað sniðugt þá getur þetta klikkað. Segjum að ég verði búinn að selja þúsund Katta-Flóka en næ ekki að framleiða þá. Ég verð gjaldþrota. Fólk mun fólk tapa peningum. Tiltrú manna á hópfjármögnun almennt mun minnka. Það hægist á öðrum söfnunum. Milligönguaðilarnir fara á hausinn. Peningur sem einhver var búinn að setja í leiksýningu tengdadóttur sinnar læsist í einhverju þrotabúi. Listum verður dreift. Aðgerða verður krafist. Reglur verða settar. Og sniðugi frændinn segist hafa séð þetta allt saman fyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Pawel Bartoszek Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Ég er með hugmynd að vöru. Varan heitir Katta-Flóki. Þetta er dróni sem finnur ketti þegar þeir týnast. En ég þarf einhvern veginn að borga fyrir framleiðslu á Katta-Flóka. Ég þarf lán. Ég gæti talað við banka. Ég gæti reynt að sækja pening annars staðar til dæmis með því að stofna fyrirtæki og gefa út hlutafé eða skuldabréf. Ég get það, en um það gilda ýmsar reglur og ef ég ætla að ná í pening til almennings þá eru reglurnar þeim mun strangari. En svo gæti ég reynt hópfjármögnun. Ströngu kauphallarreglurnar gilda ekki um hópfjármögnun vegna þess að oftar en ekki er ekki verið að lofa vöxtum og gróða heldur er fólk gjarnan að fyrirframgreiða vöru (og stundum bara að fá nafn sitt á einhvern lista). Svo er þetta svo nýtt. Sniðugi frændinn dýrkar þetta. Ekkert af þessu er slæmt. Nýsköpun er fín. Líka nýsköpun í flæði fjármagns, sem þetta er. Hópfjármögnun er í raun ákveðið svar við því að hefðbundin fjárfesting í hlutafé er orðin of óaðgengileg fyrir venjulegt fólk. Já, þetta er sniðugt. En líkt og annað sniðugt þá getur þetta klikkað. Segjum að ég verði búinn að selja þúsund Katta-Flóka en næ ekki að framleiða þá. Ég verð gjaldþrota. Fólk mun fólk tapa peningum. Tiltrú manna á hópfjármögnun almennt mun minnka. Það hægist á öðrum söfnunum. Milligönguaðilarnir fara á hausinn. Peningur sem einhver var búinn að setja í leiksýningu tengdadóttur sinnar læsist í einhverju þrotabúi. Listum verður dreift. Aðgerða verður krafist. Reglur verða settar. Og sniðugi frændinn segist hafa séð þetta allt saman fyrir.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun