Andri Snær um könnun MMR: „Fór strategísk bylgja af stað með Guðna“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. maí 2016 12:51 Andri Snær Magnason, rithöfundur og forsetaframbjóðandi. visir/valli Andri Snær Magnason, forsetaframbjóðandi, segir að niðurstöður skoðanakönnunar MMR komi sér ekki á óvart. Guðni Th. Jóhannesson mælist þar með um 60 prósent fylgi en Andri Snær með 8,5 prósent. „Það fór strategísk bylgja af stað með Guðna um að hann væri sá sem gæti fellt Ólaf Ragnar. Hann var að stíga þarna inn en ég hafði til að mynda mælst með mikið fylgi í vikunni á undan. Ég trúi því að þetta eigi því eftir að jafnast út og að Halla Tómasdóttir eigi eftir að rísa líka. Svo núna þegar Ólafur Ragnar er hættur við held ég líka að allt gjörbreytist,“ segir Andri Snær í samtali við Vísi og vísar í fregnir þess efnis að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti, sem ætlaði að fara fram aftur er nú hættur við að fara í framboð. Könnunin var gerð dagana 6.-9. maí en Guðni lýsti yfir framboði þann 5. maí. Í gær steig svo Davíð Oddsson fram á völlinn og fengu því 27 prósent aðspurðra nafn Davíðs sem valmöguleika í könnuninni. Mælist hann með 3,1 prósent fylgi en Andri Snær segir ómögulegt að segja hversu mikið fylgi Davíð sé í raun með. Aðspurður hvort tíðindi gærdagsins um framboð Davíðs og svo fréttir dagsins í dag um að Ólafur sé hættur við komi honum á óvart segir Andri Snær: „Þessar seinustu vikur hafa verið með svo miklum ólíkindum að allt sem hefur gerst hefur komið mér á óvart. Ég geri ráð fyrir því að næstu tveir mánuðir eigi líka eftir að koma á óvart.“ Andri Snær segist alltaf hafa gert ráð fyrir því að byrja með lítið fylgi í skoðanakönnunum. Nú sé hins vegar kosningabaráttan að fara á fullt og þá geti allt gerst. Hann hefur ekki velt því fyrir sér að hætta við framboðið. „Ég held að áherslumunurinn milli mín og annarra frambjóðenda eigi eftir að skýrast betur þegar allir frambjóðendur verða endanlega komnir fram og kosningabaráttan hefst,“ segir Andri. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Ólafur Ragnar hættur við framboð Þetta kemur fram í tilkynningu frá embættinu. 9. maí 2016 11:35 Ný könnun MMR: Guðni með 60 prósent Fylgishrun hjá Ólafi Ragnari Grímssyni. 9. maí 2016 11:26 Guðni Th um könnun MMR: „Ertu ekki að grínast?“ Guðni Th Jóhannesson forsetaframbjóðandi nýtur stuðnings 59,2 prósent þjóðarinnar samkvæmt nýjustu könnun MMR. 9. maí 2016 12:08 Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Fleiri fréttir Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Sjá meira
Andri Snær Magnason, forsetaframbjóðandi, segir að niðurstöður skoðanakönnunar MMR komi sér ekki á óvart. Guðni Th. Jóhannesson mælist þar með um 60 prósent fylgi en Andri Snær með 8,5 prósent. „Það fór strategísk bylgja af stað með Guðna um að hann væri sá sem gæti fellt Ólaf Ragnar. Hann var að stíga þarna inn en ég hafði til að mynda mælst með mikið fylgi í vikunni á undan. Ég trúi því að þetta eigi því eftir að jafnast út og að Halla Tómasdóttir eigi eftir að rísa líka. Svo núna þegar Ólafur Ragnar er hættur við held ég líka að allt gjörbreytist,“ segir Andri Snær í samtali við Vísi og vísar í fregnir þess efnis að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti, sem ætlaði að fara fram aftur er nú hættur við að fara í framboð. Könnunin var gerð dagana 6.-9. maí en Guðni lýsti yfir framboði þann 5. maí. Í gær steig svo Davíð Oddsson fram á völlinn og fengu því 27 prósent aðspurðra nafn Davíðs sem valmöguleika í könnuninni. Mælist hann með 3,1 prósent fylgi en Andri Snær segir ómögulegt að segja hversu mikið fylgi Davíð sé í raun með. Aðspurður hvort tíðindi gærdagsins um framboð Davíðs og svo fréttir dagsins í dag um að Ólafur sé hættur við komi honum á óvart segir Andri Snær: „Þessar seinustu vikur hafa verið með svo miklum ólíkindum að allt sem hefur gerst hefur komið mér á óvart. Ég geri ráð fyrir því að næstu tveir mánuðir eigi líka eftir að koma á óvart.“ Andri Snær segist alltaf hafa gert ráð fyrir því að byrja með lítið fylgi í skoðanakönnunum. Nú sé hins vegar kosningabaráttan að fara á fullt og þá geti allt gerst. Hann hefur ekki velt því fyrir sér að hætta við framboðið. „Ég held að áherslumunurinn milli mín og annarra frambjóðenda eigi eftir að skýrast betur þegar allir frambjóðendur verða endanlega komnir fram og kosningabaráttan hefst,“ segir Andri.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Ólafur Ragnar hættur við framboð Þetta kemur fram í tilkynningu frá embættinu. 9. maí 2016 11:35 Ný könnun MMR: Guðni með 60 prósent Fylgishrun hjá Ólafi Ragnari Grímssyni. 9. maí 2016 11:26 Guðni Th um könnun MMR: „Ertu ekki að grínast?“ Guðni Th Jóhannesson forsetaframbjóðandi nýtur stuðnings 59,2 prósent þjóðarinnar samkvæmt nýjustu könnun MMR. 9. maí 2016 12:08 Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Fleiri fréttir Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Sjá meira
Guðni Th um könnun MMR: „Ertu ekki að grínast?“ Guðni Th Jóhannesson forsetaframbjóðandi nýtur stuðnings 59,2 prósent þjóðarinnar samkvæmt nýjustu könnun MMR. 9. maí 2016 12:08