Guðni Th. um meintar árásir gegn öðrum frambjóðendum: „Ég er þá í öðru sæti á eftir meistaranum“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. maí 2016 18:31 „Ég er þá í öðru sæti á eftir meistaranum,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson forsetaframbjóðandi um ummæli Ólafs Ragnars Grímssonar þar sem hann sagði Guðna Th. vera fyrsta forsetaframbjóðandinn sem hafið hafi kosningabaráttu sína á því að ráðast á aðra frambjóðendur. Guðni var gestur í sjónvarpsþættinum Eyjunni á Stöð 2 og var spurður um þessi ummæli forseta. Vitnaði Guðni þá til frétta af útvarpsviðtali við Ólaf Ragnar frá árinu 2012 þar sem hann hóf kosningabaráttu sína fyrir forsetakosningarnar það ár.Sjá einnig: Ólafur Ragnar tvístígandi um framboð: Fór fögrum orðum um Davíð Oddsson„„Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, gagnrýndi forsetaframboð Þóru Arnórsdóttur harkalega í útvarpsviðtali sem markaði upphaf kosningabaráttu hans,“ fréttir fyrir fjórum árum. Ég er að minnsta kosti ekki fyrsti frambjóðandinn sem gerir þetta sem Ólafur Ragnar ýjaði að í gær. Ég er þá í öðru sæti á eftir meistaranum,“ sagði Guðni. Ólafur Ragnar hafði gagnrýnt Guðna fyrir að hefja kosningabaráttu sína á því að ýja að því að aðrir forsetaframbjóðendur ættu að bjóða sig fram til Alþingis, þess efnis væri áhersluatriði þeirra fyrir forsetakosningarnar. Segir Guðni að það sé af og frá að hann hafi ráðist á einhvern. „Ég hef bara ekki ráðist á Andra Snæ og ekki heldur neinn annan sem er í framboði. Ég vakti máls á því til þess að hnykkja á minni sýn á embættið. Að mínu mati mætti líta svo á að þeir sem hefðu ákveðinn og skýran málstað að berjast fyrir ættu allt eins að huga að framboði til Alþingis. Það þýðir alls ekki að það megi ekki, í þessum forsetakosningunum, hampa sínum hugsjónum.“Guðni og Davíð tókust í hendur er þeir hittust fyrir útvarpsþáttinn á Sprengisandi í dag.Jóhann K. JóhannssonReif sig upp gamalt keppnisskapGuðni var spurður að því hvað hefði breyst frá því að hann var gestur Íslands í dag í síðasta mánuði þar sem hann sagði að mikið þyrfti að gerast til þess að hann myndi bjóða sig fram gegn sitjandi forseta. Sagði Guðni hafa metið stöðuna svo að það lögmál að sitjandi forseti ynni alltaf forsetakosningar ætti ef til vill ekki lengur við.Sjá einnig: Guðni Th: Tími Ólafs Ragnars og Davíðs er liðinn„Ég vissi að það yrði enginn hægðarleikur að bjóða sig fram gegn sitjandi forseta og hafa sigur en mér fannst líka að það lögmál að það sitjandi forseti vinni alltaf ætti ekki við. Sitjandi forsetar hafa allir þekkt vitjunartíma sinn,“ sagði Guðni og vitnaði í forsetana Ásgeir Ásgeirsson og Kristján Eldjárn. „„Freistaðu ekki þjóðarinnar með þrásetu,“ sagði Ásgeir Ásgeirsson, „Enginn er ómissandi,“ sagði Kristján Eldjárn. Þeir hættu, þeir létu af embætti. Það hefði enginn boðið sig fram gegn þeim, þannig var helgi embættisins á þeim tíma,“ en Guðni sagði einnig að gamalt keppnisskap hefði gert vart við sig og haft áhrif á ákvörðun sína um að bjóða sig fram gegn sitjandi forseta. „Það reif sig upp gamalt keppnisskap. Ég var búinn að taka ákvörðun um að fara fram, hvers vegna ætti ég að láta einhvern annan ákveða fyrir mig hvað ég gerði,“ sagði Guðni.„Nei, nei, nei, nei, nei, nei“ Aflandsfélög tengd Dorritt Moussaieff forsetafrúr og fjölskyldu hennar hafa verið mikið í umræðunni að undanförnu og var Guðni spurður að því hvort hann ætti einhverjar eignir í aflandsfélögum eða skattaskjólum. „Nei,“ var afdráttarlaust svar Guðna sem einnig svaraði því hvort að tengdafjölskylda sín í Kanada tengdust aflandsfélögum eða skattaskjólum. Vitnaði hann þá til ummæla sitjandi forseta í viðtali við CNN þar sem Ólafur Ragnar var spurður um tengsl fjölskyldu sinnar við aflandsfélög. „Þau eru með hobbý-farm fyrir utan Ottawa þar sem meðal annars eru íslenskar kindur. Ég leyfi mér að svara þeirra spurningu sem þú ert að varpa fram hér, eiga þau peninga í skattaskjóli? Nei,nei,nei,nei,nei,nei,“ sagði Guðni.Sjá má viðtalið við Guðna í heild sinni hér fyrir ofan. Alþingi Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Ólafur Ragnar tvístígandi um framboð: Fór fögrum orðum um Davíð Oddsson "Að sjálfsögðu hlýt ég að hugsa það hvernig ég bregst við þessum nýju forsendum.“ 8. maí 2016 18:23 Viðtal á CNN: Ólafur Ragnar segir þau Dorrit ekki tengjast aflandsfélögum á nokkurn hátt "Nei, nei, nei, nei, nei,“ sagði Ólafur Ragnar í vitali við Christiane Amanpour. 22. apríl 2016 12:00 Guðni Th: Forseti þarf að standa við orð sín og hafa ekkert að fela Sagnfræðingurinn og rithöfundurinn kynnti framboð sitt í dag. 5. maí 2016 14:19 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Sjá meira
„Ég er þá í öðru sæti á eftir meistaranum,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson forsetaframbjóðandi um ummæli Ólafs Ragnars Grímssonar þar sem hann sagði Guðna Th. vera fyrsta forsetaframbjóðandinn sem hafið hafi kosningabaráttu sína á því að ráðast á aðra frambjóðendur. Guðni var gestur í sjónvarpsþættinum Eyjunni á Stöð 2 og var spurður um þessi ummæli forseta. Vitnaði Guðni þá til frétta af útvarpsviðtali við Ólaf Ragnar frá árinu 2012 þar sem hann hóf kosningabaráttu sína fyrir forsetakosningarnar það ár.Sjá einnig: Ólafur Ragnar tvístígandi um framboð: Fór fögrum orðum um Davíð Oddsson„„Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, gagnrýndi forsetaframboð Þóru Arnórsdóttur harkalega í útvarpsviðtali sem markaði upphaf kosningabaráttu hans,“ fréttir fyrir fjórum árum. Ég er að minnsta kosti ekki fyrsti frambjóðandinn sem gerir þetta sem Ólafur Ragnar ýjaði að í gær. Ég er þá í öðru sæti á eftir meistaranum,“ sagði Guðni. Ólafur Ragnar hafði gagnrýnt Guðna fyrir að hefja kosningabaráttu sína á því að ýja að því að aðrir forsetaframbjóðendur ættu að bjóða sig fram til Alþingis, þess efnis væri áhersluatriði þeirra fyrir forsetakosningarnar. Segir Guðni að það sé af og frá að hann hafi ráðist á einhvern. „Ég hef bara ekki ráðist á Andra Snæ og ekki heldur neinn annan sem er í framboði. Ég vakti máls á því til þess að hnykkja á minni sýn á embættið. Að mínu mati mætti líta svo á að þeir sem hefðu ákveðinn og skýran málstað að berjast fyrir ættu allt eins að huga að framboði til Alþingis. Það þýðir alls ekki að það megi ekki, í þessum forsetakosningunum, hampa sínum hugsjónum.“Guðni og Davíð tókust í hendur er þeir hittust fyrir útvarpsþáttinn á Sprengisandi í dag.Jóhann K. JóhannssonReif sig upp gamalt keppnisskapGuðni var spurður að því hvað hefði breyst frá því að hann var gestur Íslands í dag í síðasta mánuði þar sem hann sagði að mikið þyrfti að gerast til þess að hann myndi bjóða sig fram gegn sitjandi forseta. Sagði Guðni hafa metið stöðuna svo að það lögmál að sitjandi forseti ynni alltaf forsetakosningar ætti ef til vill ekki lengur við.Sjá einnig: Guðni Th: Tími Ólafs Ragnars og Davíðs er liðinn„Ég vissi að það yrði enginn hægðarleikur að bjóða sig fram gegn sitjandi forseta og hafa sigur en mér fannst líka að það lögmál að það sitjandi forseti vinni alltaf ætti ekki við. Sitjandi forsetar hafa allir þekkt vitjunartíma sinn,“ sagði Guðni og vitnaði í forsetana Ásgeir Ásgeirsson og Kristján Eldjárn. „„Freistaðu ekki þjóðarinnar með þrásetu,“ sagði Ásgeir Ásgeirsson, „Enginn er ómissandi,“ sagði Kristján Eldjárn. Þeir hættu, þeir létu af embætti. Það hefði enginn boðið sig fram gegn þeim, þannig var helgi embættisins á þeim tíma,“ en Guðni sagði einnig að gamalt keppnisskap hefði gert vart við sig og haft áhrif á ákvörðun sína um að bjóða sig fram gegn sitjandi forseta. „Það reif sig upp gamalt keppnisskap. Ég var búinn að taka ákvörðun um að fara fram, hvers vegna ætti ég að láta einhvern annan ákveða fyrir mig hvað ég gerði,“ sagði Guðni.„Nei, nei, nei, nei, nei, nei“ Aflandsfélög tengd Dorritt Moussaieff forsetafrúr og fjölskyldu hennar hafa verið mikið í umræðunni að undanförnu og var Guðni spurður að því hvort hann ætti einhverjar eignir í aflandsfélögum eða skattaskjólum. „Nei,“ var afdráttarlaust svar Guðna sem einnig svaraði því hvort að tengdafjölskylda sín í Kanada tengdust aflandsfélögum eða skattaskjólum. Vitnaði hann þá til ummæla sitjandi forseta í viðtali við CNN þar sem Ólafur Ragnar var spurður um tengsl fjölskyldu sinnar við aflandsfélög. „Þau eru með hobbý-farm fyrir utan Ottawa þar sem meðal annars eru íslenskar kindur. Ég leyfi mér að svara þeirra spurningu sem þú ert að varpa fram hér, eiga þau peninga í skattaskjóli? Nei,nei,nei,nei,nei,nei,“ sagði Guðni.Sjá má viðtalið við Guðna í heild sinni hér fyrir ofan.
Alþingi Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Ólafur Ragnar tvístígandi um framboð: Fór fögrum orðum um Davíð Oddsson "Að sjálfsögðu hlýt ég að hugsa það hvernig ég bregst við þessum nýju forsendum.“ 8. maí 2016 18:23 Viðtal á CNN: Ólafur Ragnar segir þau Dorrit ekki tengjast aflandsfélögum á nokkurn hátt "Nei, nei, nei, nei, nei,“ sagði Ólafur Ragnar í vitali við Christiane Amanpour. 22. apríl 2016 12:00 Guðni Th: Forseti þarf að standa við orð sín og hafa ekkert að fela Sagnfræðingurinn og rithöfundurinn kynnti framboð sitt í dag. 5. maí 2016 14:19 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Sjá meira
Ólafur Ragnar tvístígandi um framboð: Fór fögrum orðum um Davíð Oddsson "Að sjálfsögðu hlýt ég að hugsa það hvernig ég bregst við þessum nýju forsendum.“ 8. maí 2016 18:23
Viðtal á CNN: Ólafur Ragnar segir þau Dorrit ekki tengjast aflandsfélögum á nokkurn hátt "Nei, nei, nei, nei, nei,“ sagði Ólafur Ragnar í vitali við Christiane Amanpour. 22. apríl 2016 12:00
Guðni Th: Forseti þarf að standa við orð sín og hafa ekkert að fela Sagnfræðingurinn og rithöfundurinn kynnti framboð sitt í dag. 5. maí 2016 14:19