Risainnköllun bíla með Takata öryggispúða Finnur Thorlacius skrifar 6. maí 2016 10:06 Sprunginn Takata öryggispúði. Umferðaröryggisstofnun Bandaríkjanna (NHTSA) tilkynnti í vikunni um stærstu innköllun frá upphafi vegna Takata öryggispúða. Áður hefur margsinnis verið tilkynnt um innköllun á bílum með þessum púðum þar sem þeir springa með of miklum krafti. Bætt var við 35-40 milljón bílum í innkölluninni nú, sem nú er sú stærsta í Bandaríkjunum. Það er ammóníum nítrat í öryggispúðunum frá Takata sem minnkar með tímanum og Mark Rosekind yfirmaður hjá NHTSA segir að það gerist sérstaklega í hita og raka að öryggispúðarnir verði hættulegir. Þegar púðinn springur hafa málmagnir fylgt með og búið er að tengja meira en 100 meiðsl og 10 dauðsföll í Bandaríkjunum við gallann í púðunum. Búið er að bæta þremur bíltegundum við áhættulistann nú, það er Jaguar-Land Rover, Tesla og Fisker, en fyrir á listanum voru Honda, Toyota, Ford, Mercedes-Benz, Nissan, Fiat-Chrysler og BMW. Það er billinn.is sem greinir frá þessu. Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent
Umferðaröryggisstofnun Bandaríkjanna (NHTSA) tilkynnti í vikunni um stærstu innköllun frá upphafi vegna Takata öryggispúða. Áður hefur margsinnis verið tilkynnt um innköllun á bílum með þessum púðum þar sem þeir springa með of miklum krafti. Bætt var við 35-40 milljón bílum í innkölluninni nú, sem nú er sú stærsta í Bandaríkjunum. Það er ammóníum nítrat í öryggispúðunum frá Takata sem minnkar með tímanum og Mark Rosekind yfirmaður hjá NHTSA segir að það gerist sérstaklega í hita og raka að öryggispúðarnir verði hættulegir. Þegar púðinn springur hafa málmagnir fylgt með og búið er að tengja meira en 100 meiðsl og 10 dauðsföll í Bandaríkjunum við gallann í púðunum. Búið er að bæta þremur bíltegundum við áhættulistann nú, það er Jaguar-Land Rover, Tesla og Fisker, en fyrir á listanum voru Honda, Toyota, Ford, Mercedes-Benz, Nissan, Fiat-Chrysler og BMW. Það er billinn.is sem greinir frá þessu.
Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent