Fjórar forþjöppur í nýrri dísilvél BMW Finnur Thorlacius skrifar 2. maí 2016 15:05 BMW 3,0 lítra dísilvélin fær 4 forþjöppur og skilar þá 400 hestöflum. Tilhneiging bílaframleiðenda undanfarin misserin hafa verið að minnka vélar í bílum sínum, en gæða þær auka afli með forþjöppum, stundum ekki einni heldur mörgum. Þó hafa ekki margar vélar sést ennþá sem eru með 4 forþjöppum, en BMW er að smíða slíka dísilvél og það á þekkta vél í þeirra vopnabúri, þ.e. 3,0 lítra dísilvélina sem meðal annars hefur verið í BMW X5 jeppanum. Með þessum 4 forþjöppum verður hún 400 hestöfl. Ef til vill er það svar BMW við nýrri V8 dísilvél Audi sem er í SQ7 jeppanum nýja, en hún er 435 hestöfl og styðst við tvær forþjöppur. Meiningin hjá BMW er að setja þessa fjögurra forþjöppu vél fyrst í nýjan BMW 7-línu fólksbíl sinn sem ber þá nafnið BMW 750d xDrive. Með henni er þessi stóri bíll aðeins 4,5 sekúndur í 100 km hraða. Líklega mun þessi vél einnig bjóðast í framhaldinu í 5-línunni og X5 jeppanum. Nýja fjögurra forþjöppu vélin mun eyða 5% minna en mun aflminni gerð hennar. Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent
Tilhneiging bílaframleiðenda undanfarin misserin hafa verið að minnka vélar í bílum sínum, en gæða þær auka afli með forþjöppum, stundum ekki einni heldur mörgum. Þó hafa ekki margar vélar sést ennþá sem eru með 4 forþjöppum, en BMW er að smíða slíka dísilvél og það á þekkta vél í þeirra vopnabúri, þ.e. 3,0 lítra dísilvélina sem meðal annars hefur verið í BMW X5 jeppanum. Með þessum 4 forþjöppum verður hún 400 hestöfl. Ef til vill er það svar BMW við nýrri V8 dísilvél Audi sem er í SQ7 jeppanum nýja, en hún er 435 hestöfl og styðst við tvær forþjöppur. Meiningin hjá BMW er að setja þessa fjögurra forþjöppu vél fyrst í nýjan BMW 7-línu fólksbíl sinn sem ber þá nafnið BMW 750d xDrive. Með henni er þessi stóri bíll aðeins 4,5 sekúndur í 100 km hraða. Líklega mun þessi vél einnig bjóðast í framhaldinu í 5-línunni og X5 jeppanum. Nýja fjögurra forþjöppu vélin mun eyða 5% minna en mun aflminni gerð hennar.
Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent