Ástþór brást illa við spurningu um dræmt fylgi: „Hvers vegna ertu að boða mig hingað“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. maí 2016 20:50 Ástþór Magnússon vísir/Vilhelm Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi brást ókvæða við spurningu Arnars Páls Haukssonar Í speglinum á Rás 1 í dag þegar Ástþór var spurður um dræmt fylgi sitt í skoðanakönnunum vegna forsetakosninga síðustu ára. „Hvers vegna ertu að boða mig hingað? Ég hélt að þetta væri þáttur til þess að kynna mín stefnumál og mitt framboð á hlutlausan hátt,“ spurði Ástþór Arnar Pál eftir að sá síðarnefndi bar saman skoðanakannanir fyrir forsetakosningarnar árið 2004 og þær sem halda á nú í sumar og spurði af hverju Ástþór hefði ekki bætt við sig fylgi síðustu tólf árin. Ástþór sagðist einnig hafa hlustað á viðtal Arnars Páls við Andra Snæ Magnason forsetaframbjóðanda og ofboðið og spurði Ástþór Arnar Pál hvort heppilegra væri fyrir hann að starfa á kassa í verslunum Bónus frekar en að stýra umræðuþætti hjá RÚV. „Ég velti því fyrir mér hvort þú væri kannski betur kominn á kassa í Bónus heldur en að starfa hér eða að þú seljir sál þína auglýsingafyrirtæki til að troða bandarískum vörum inn á þjóðina fram yfir þær íslensku,“ sagði Ástþór sem bætti við að fjölmörg ríki Evrópusambandsins bönnuðu skoðanakannanir í aðdraganda kosninga vegna skoðanamyndandi áhrifa þeirra.Segir RÚV tefla fram sínum eigin frambjóðanda Þá sakaði hann RÚV um að hafa rænt kosningunum með því að tefla fram sínum eigin frambjóðenda. Spurður að því hver væri frambjóðandi RÚV svaraði Ástþór því ekki en ýjaði sterklega að því að sá maður væri Guðni Th. Jóhannesson sem RÚV leitaði til sem álitsgjafa í byrjun apríl í kringum þá atburði sem áttu sér stað þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, sagði af sér. Við skulum bara horfa á þann mann sem var mættur þegar þið tókuð niður forsætisráðherra þjóðarinnar í Kastljósviðtali. Og hver var svo mættur við hliðina á fréttakonunni? Var það ekki viss maður allt í einu uppáklæddur sem forseti,“ sagði Ástþór sem las svo upp grein sem birtist í Kjarnanum frá Hildi Þórðardóttur forsetaframbjóðenda þar sem hún spyr hvort að Guðni Th sé forsetaframbjóðandi valdsins. Eftir þessa orðaskipti ræddu Ástþór og Arnar Páll um stefnumál Ástþórs en Ástþór sagði meðal annars að hann vildi að landið á milli Hafnarfjarðar og Keflavíkurflugvallar yrði boðið undir starfsemi Sameinuðu þjóðanna þar sem hýsa mætti Öryggisráð og Allsherjarþing SÞ. Hlusta má á viðtal Arnars Páls við Ástþór hér. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir „Þegar Ólafur sagði "no, no, no, no“ heyrði ég "yes, yes, yes““ Forsetaframbjóðandinn Ástþór Magnússon segir að Dorrit Moussaieff hafi logið að þjóðinni. 26. apríl 2016 22:50 Ástþór kominn með 3000 undirskriftir: "Hef fundið fyrir mjög auknum stuðningi“ Ástþór Magnússon gagnrýnir það að kjörstjórn veiti listanum ekki viðtöku. 13. apríl 2016 15:30 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi brást ókvæða við spurningu Arnars Páls Haukssonar Í speglinum á Rás 1 í dag þegar Ástþór var spurður um dræmt fylgi sitt í skoðanakönnunum vegna forsetakosninga síðustu ára. „Hvers vegna ertu að boða mig hingað? Ég hélt að þetta væri þáttur til þess að kynna mín stefnumál og mitt framboð á hlutlausan hátt,“ spurði Ástþór Arnar Pál eftir að sá síðarnefndi bar saman skoðanakannanir fyrir forsetakosningarnar árið 2004 og þær sem halda á nú í sumar og spurði af hverju Ástþór hefði ekki bætt við sig fylgi síðustu tólf árin. Ástþór sagðist einnig hafa hlustað á viðtal Arnars Páls við Andra Snæ Magnason forsetaframbjóðanda og ofboðið og spurði Ástþór Arnar Pál hvort heppilegra væri fyrir hann að starfa á kassa í verslunum Bónus frekar en að stýra umræðuþætti hjá RÚV. „Ég velti því fyrir mér hvort þú væri kannski betur kominn á kassa í Bónus heldur en að starfa hér eða að þú seljir sál þína auglýsingafyrirtæki til að troða bandarískum vörum inn á þjóðina fram yfir þær íslensku,“ sagði Ástþór sem bætti við að fjölmörg ríki Evrópusambandsins bönnuðu skoðanakannanir í aðdraganda kosninga vegna skoðanamyndandi áhrifa þeirra.Segir RÚV tefla fram sínum eigin frambjóðanda Þá sakaði hann RÚV um að hafa rænt kosningunum með því að tefla fram sínum eigin frambjóðenda. Spurður að því hver væri frambjóðandi RÚV svaraði Ástþór því ekki en ýjaði sterklega að því að sá maður væri Guðni Th. Jóhannesson sem RÚV leitaði til sem álitsgjafa í byrjun apríl í kringum þá atburði sem áttu sér stað þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, sagði af sér. Við skulum bara horfa á þann mann sem var mættur þegar þið tókuð niður forsætisráðherra þjóðarinnar í Kastljósviðtali. Og hver var svo mættur við hliðina á fréttakonunni? Var það ekki viss maður allt í einu uppáklæddur sem forseti,“ sagði Ástþór sem las svo upp grein sem birtist í Kjarnanum frá Hildi Þórðardóttur forsetaframbjóðenda þar sem hún spyr hvort að Guðni Th sé forsetaframbjóðandi valdsins. Eftir þessa orðaskipti ræddu Ástþór og Arnar Páll um stefnumál Ástþórs en Ástþór sagði meðal annars að hann vildi að landið á milli Hafnarfjarðar og Keflavíkurflugvallar yrði boðið undir starfsemi Sameinuðu þjóðanna þar sem hýsa mætti Öryggisráð og Allsherjarþing SÞ. Hlusta má á viðtal Arnars Páls við Ástþór hér.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir „Þegar Ólafur sagði "no, no, no, no“ heyrði ég "yes, yes, yes““ Forsetaframbjóðandinn Ástþór Magnússon segir að Dorrit Moussaieff hafi logið að þjóðinni. 26. apríl 2016 22:50 Ástþór kominn með 3000 undirskriftir: "Hef fundið fyrir mjög auknum stuðningi“ Ástþór Magnússon gagnrýnir það að kjörstjórn veiti listanum ekki viðtöku. 13. apríl 2016 15:30 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
„Þegar Ólafur sagði "no, no, no, no“ heyrði ég "yes, yes, yes““ Forsetaframbjóðandinn Ástþór Magnússon segir að Dorrit Moussaieff hafi logið að þjóðinni. 26. apríl 2016 22:50
Ástþór kominn með 3000 undirskriftir: "Hef fundið fyrir mjög auknum stuðningi“ Ástþór Magnússon gagnrýnir það að kjörstjórn veiti listanum ekki viðtöku. 13. apríl 2016 15:30