Lamborghini upp jökul af því hann getur það Finnur Thorlacius skrifar 17. maí 2016 09:45 Svíinn Jon Olsson er þekktur fyrir mörg undarleg uppátæki sín á öflugum bílum og þar sem hann er nú fyrrum keppnismaður á skíðum er tilvalið að sameina tvö áhugamál hans, öfluga bíla og ferðir í skíðabrekkurnar. Hann tók uppá því að taka Lamborghini Murcielago LP 640 bíl uppá Fonna jökulinn í Noregi. Þar lætur hann öll hestöfl V12 vélarinnar í þessum ofurbíl hafa fyrir því upp og niður jökulinn og fer meðal annars svigbraut á jöklinum í dásamlegu sólarveðri. Bíllinn er afturhjóladrifinn og eru afturhjólin á negldum dekkjum með stórum nöglum og kæmist hann líklega annars ekki mikið áfram í snjónum. Ekki þarf að kvarta yfir afli bílsins enda kemst hann á lygilega ferð á þéttum snjónum á jöklinum í talsvert mikilli hæð eins og sést í myndskeiðinu hér að ofan. Sjón er sögu ríkari. Þetta er svosem ekki í fyrsta skipti sem öflugum sportbíl er ekið upp jökul eða snæviþakin fjöll því skemmst er að minnast þess að Benedikt Eyjólfsson ók fyrir nokkrum árum upp Skjaldbreið á Porsche 911 og komst alla leið á toppinn í hörðu færi. Bílar video Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent
Svíinn Jon Olsson er þekktur fyrir mörg undarleg uppátæki sín á öflugum bílum og þar sem hann er nú fyrrum keppnismaður á skíðum er tilvalið að sameina tvö áhugamál hans, öfluga bíla og ferðir í skíðabrekkurnar. Hann tók uppá því að taka Lamborghini Murcielago LP 640 bíl uppá Fonna jökulinn í Noregi. Þar lætur hann öll hestöfl V12 vélarinnar í þessum ofurbíl hafa fyrir því upp og niður jökulinn og fer meðal annars svigbraut á jöklinum í dásamlegu sólarveðri. Bíllinn er afturhjóladrifinn og eru afturhjólin á negldum dekkjum með stórum nöglum og kæmist hann líklega annars ekki mikið áfram í snjónum. Ekki þarf að kvarta yfir afli bílsins enda kemst hann á lygilega ferð á þéttum snjónum á jöklinum í talsvert mikilli hæð eins og sést í myndskeiðinu hér að ofan. Sjón er sögu ríkari. Þetta er svosem ekki í fyrsta skipti sem öflugum sportbíl er ekið upp jökul eða snæviþakin fjöll því skemmst er að minnast þess að Benedikt Eyjólfsson ók fyrir nokkrum árum upp Skjaldbreið á Porsche 911 og komst alla leið á toppinn í hörðu færi.
Bílar video Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent