Sjálfstæðisflokkur og Píratar mælast stærstu flokkar landsins í nýrri könnun félagsvísindastofnunar sem Morgunblaðið birtir í dag. Mjótt er á munum hjá þessum tveimur flokkum, Sjálfstæðisflokkur mælist með 28,2 prósent en Píratar 25,8 og er munurinn ekki marktækur.
Vinstri græn bæta við sig í þessari könnun eins og í öðrum undanfarið og mælist flokkurinn með rétt tæplega 19 prósenta stuðning. 8,9 prósent segjast ætla að kjósa Samfylkinguna en Framsóknarflokkurinn fengi 8,2 prósent ef gengið yrði til kosninga nú.
