BL ehf innkallar 95 BMW bíla Finnur Thorlacius skrifar 10. maí 2016 13:33 Gallann er meðal annars að finna í BMW 5-línu bílum. Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um innköllun á 95 BMW bifreiðum. Þær eru frá framleiðslutímanum september 2007 til mars 2011, af smíðategundunum E8x, E9x, E60, E61 og N43. Ástæða innköllunarinnar er galli í bremsubúnaði. Komið hefur í ljós hjá gæðaeftirliti BMW að þrýstingur á bremsukút í bílunum hefur minnkað á lífstíma bílsins og þar af leiðandi ekki náð hámarks bremsukrafti. vegna þessa þarf að stíga fastar á bremsupedalann til að full hemlun náist. Af öryggisástæðum hefur BMW ákveðið að innkalla þá bíla sem þetta á við. BL ehf mun hafa samband við bifreiðareigendur á Íslandi vegna þessarar innköllunar. Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um innköllun á 95 BMW bifreiðum. Þær eru frá framleiðslutímanum september 2007 til mars 2011, af smíðategundunum E8x, E9x, E60, E61 og N43. Ástæða innköllunarinnar er galli í bremsubúnaði. Komið hefur í ljós hjá gæðaeftirliti BMW að þrýstingur á bremsukút í bílunum hefur minnkað á lífstíma bílsins og þar af leiðandi ekki náð hámarks bremsukrafti. vegna þessa þarf að stíga fastar á bremsupedalann til að full hemlun náist. Af öryggisástæðum hefur BMW ákveðið að innkalla þá bíla sem þetta á við. BL ehf mun hafa samband við bifreiðareigendur á Íslandi vegna þessarar innköllunar.
Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent