Varast ber að vanmeta Davíð Snærós Sindradóttir og Svavar Hávarðsson skrifa 10. maí 2016 06:00 Guðni Th. Jóhannesson óskaði Davíð Oddssyni góðs gengis í kosningabaráttunni á sunnudagsmorgun. Vísir/Jóhann K. „Ólafur hefur notað þá taktík að leyfa óánægjuröddunum að blása og koma svo í lok umræðunnar og svara mjög kröftuglega til baka. Sú taktík hefur gagnast honum vel. En núna virtist það einfaldlega ekki ganga,“ segir Baldur Þórhallsson, stjórnmálfræðiprófessor við Háskóla Íslands. Í gær birti MMR könnun sem sýndi að fylgi Ólafs hefði hrunið um 27 prósentustig frá síðustu könnun. Sautján mínútum síðar barst fjölmiðlum tilkynning frá embætti forseta Íslands um að Ólafur hefði dregið framboð sitt til baka. „Í fyrsta lagi kom fram frambjóðandi, Guðni Th., sem hefur mjög breiða skírskotun, gjörþekkir forsetaembættið og höfðar til fólks til hægri, á miðjunni og til vinstri,“ segir Baldur um ástæðu þess að fylgi Ólafs Ragnars Grímssonar hrundi í nýjustu könnun MMR. „Í öðru lagi hafa fjármál forsetafrúarinnar mjög líklega haft áhrif á það fylgishrun sem verður hjá Ólafi. Það er síðan tengt við það hvernig hann neitar að fjölskylda hans eigi aflandsreikninga. Í þriðja lagi er bara svo mikill stjórnmálaóróleiki á Vesturlöndum. Fólk er ekki jafn fylgispakt og það var áður.“ Baldur nefnir að í fjórða lagi hafi Ólafur beðið of lengi með að svara gagnrýnisröddum um fjármál forsetahjónanna. Þá hafi Ólafur ekki brugðist nógu hratt við þeirri gagnrýni að hann hygðist sitja í eitt kjörtímabil í viðbót.Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði.Vísir/ValliKönnun MMR gerði ekki ráð fyrir Davíð Oddssyni, nema að litlum hluta. Davíð bauð sig fram á sunnudag. „Ef maður ber saman málflutning fráfarandi forseta og nýjasta frambjóðandans, Davíðs Oddssonar, þá er hann áþekkur. Það má gera ráð fyrir að þeir höfði að einhverju leyti til sama kjósendahóps. En Guðni er vissulega í mjög sterkri stöðu samkvæmt þessari könnun,“ segir Baldur. Fylgi Guðna mælist 59,2 prósent samkvæmt könnuninni. „Það verður fróðlegt að sjá hvað Davíð Oddsson gerir. Ég held að keppinautum hans beri að varast að vanmeta hann. Það var ekki sá beitti penni sem setið hefur í Hádegismóum sem talaði á Bylgjunni á sunnudag. Það var í raun hinn alltumlykjandi faðmandi faðir sem var að sameina frekar en að sundra. Davíð hefur sýnt það í kosningabaráttu að hann getur höfðað til breiðs kjósendahóps þegar hann leggur áherslu á að sameina en ekki sundra. En eins og hann sagði sjálfur þá þekkir fólk hans kosti og galla og það er ekki til sá maður í íslensku samfélagi sem ekki hefur sterkar skoðanir á Davíð Oddssyni.“ „Núna er allt opið. En það er athyglisvert að konur virðast ekki fá hljómgrunn í þessari baráttu. Það voru margar konur alvarlega að íhuga framboð. Kannski er það ekki orðið of seint en sá frambjóðandi yrði að vera afgerandi persónuleiki og þekktur í samfélaginu.“Vísir/ErnirÓtrúleg atburðarás Það liðu sautján mínútur frá því að tilkynning barst fjölmiðlum í gær um að Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur mældist með tæplega 60% fylgi í nýrri könnun MMR þangað til bréf forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar, var sent í sömu pósthólf þar sem hann tilkynnti að framboð hans heyrði sögunni til. Hafi verið stutt stórra högga á milli á sunnudaginn í nýjustu vendingum í baráttunni um Bessastaði þá átti það sama við í gær. Á sunnudag tilkynnti Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, í þættinum Sprengisandi um framboð sitt til embættis forseta Íslands. Aðeins liðu nokkrir klukkutímar þangað til Ólafur Ragnar setti stórt spurningamerki við eigið framboð í þættinum Eyjunni á Stöð 2. Ólafur Ragnar sendi fjölmiðlun bréf þar sem hann gerði grein fyrir ákvörðun sinni um að hann myndi stíga til hliðar – sem er auðvitað einsdæmi í sögu embættisins. Þar segist hann draga framboð sitt til endurkjörs til baka í þeirri fullvissu að þjóðin geti nú „farsællega valið sér nýjan forseta og ég er, eftir langa setu hér á Bessastöðum, bæði í huga og hjarta reiðubúinn að ganga glaður til nýrra verka“. Ólafur sagði í viðtali við Vísi.is seinni partinn í gær að hann hafi fyrst farið að hugsa um það að hætta við að bjóða sig fram til forseta þegar Fréttablaðið birti skoðanakönnun þann 5. maí en síðar sama dag tilkynnti Guðni Th. um framboð sitt. „Könnunin sýndi að það var hugsanlega að myndast sú staða að einn frambjóðandi, Guðni Th., væri með stuðning rúmlega 30 prósent kjósenda þá fór ég fyrst að hugleiða það að kannski væri að koma upp sú staða að þjóðin væri að finna sinn frambjóðanda,“ sagði Ólafur Ragnar í samtali við Vísi og bætti við að umfjöllun fjölmiðla seinustu vikur um tengsl eiginkonu sinnar, Dorritar Moussaieff, við aflandsfélög hafi ekki haft neitt með ákvörðun hans að gera. Þá vildi hann ekki meina að hann hefði hlaupið á sig þegar hann ákvað að fara aftur í framboð en Guðni Th. hafði gefið það út að hann myndi tilkynna um framboð síðar í sömu viku og Ólafur tilkynnti framboð sitt. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sjá meira
„Ólafur hefur notað þá taktík að leyfa óánægjuröddunum að blása og koma svo í lok umræðunnar og svara mjög kröftuglega til baka. Sú taktík hefur gagnast honum vel. En núna virtist það einfaldlega ekki ganga,“ segir Baldur Þórhallsson, stjórnmálfræðiprófessor við Háskóla Íslands. Í gær birti MMR könnun sem sýndi að fylgi Ólafs hefði hrunið um 27 prósentustig frá síðustu könnun. Sautján mínútum síðar barst fjölmiðlum tilkynning frá embætti forseta Íslands um að Ólafur hefði dregið framboð sitt til baka. „Í fyrsta lagi kom fram frambjóðandi, Guðni Th., sem hefur mjög breiða skírskotun, gjörþekkir forsetaembættið og höfðar til fólks til hægri, á miðjunni og til vinstri,“ segir Baldur um ástæðu þess að fylgi Ólafs Ragnars Grímssonar hrundi í nýjustu könnun MMR. „Í öðru lagi hafa fjármál forsetafrúarinnar mjög líklega haft áhrif á það fylgishrun sem verður hjá Ólafi. Það er síðan tengt við það hvernig hann neitar að fjölskylda hans eigi aflandsreikninga. Í þriðja lagi er bara svo mikill stjórnmálaóróleiki á Vesturlöndum. Fólk er ekki jafn fylgispakt og það var áður.“ Baldur nefnir að í fjórða lagi hafi Ólafur beðið of lengi með að svara gagnrýnisröddum um fjármál forsetahjónanna. Þá hafi Ólafur ekki brugðist nógu hratt við þeirri gagnrýni að hann hygðist sitja í eitt kjörtímabil í viðbót.Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði.Vísir/ValliKönnun MMR gerði ekki ráð fyrir Davíð Oddssyni, nema að litlum hluta. Davíð bauð sig fram á sunnudag. „Ef maður ber saman málflutning fráfarandi forseta og nýjasta frambjóðandans, Davíðs Oddssonar, þá er hann áþekkur. Það má gera ráð fyrir að þeir höfði að einhverju leyti til sama kjósendahóps. En Guðni er vissulega í mjög sterkri stöðu samkvæmt þessari könnun,“ segir Baldur. Fylgi Guðna mælist 59,2 prósent samkvæmt könnuninni. „Það verður fróðlegt að sjá hvað Davíð Oddsson gerir. Ég held að keppinautum hans beri að varast að vanmeta hann. Það var ekki sá beitti penni sem setið hefur í Hádegismóum sem talaði á Bylgjunni á sunnudag. Það var í raun hinn alltumlykjandi faðmandi faðir sem var að sameina frekar en að sundra. Davíð hefur sýnt það í kosningabaráttu að hann getur höfðað til breiðs kjósendahóps þegar hann leggur áherslu á að sameina en ekki sundra. En eins og hann sagði sjálfur þá þekkir fólk hans kosti og galla og það er ekki til sá maður í íslensku samfélagi sem ekki hefur sterkar skoðanir á Davíð Oddssyni.“ „Núna er allt opið. En það er athyglisvert að konur virðast ekki fá hljómgrunn í þessari baráttu. Það voru margar konur alvarlega að íhuga framboð. Kannski er það ekki orðið of seint en sá frambjóðandi yrði að vera afgerandi persónuleiki og þekktur í samfélaginu.“Vísir/ErnirÓtrúleg atburðarás Það liðu sautján mínútur frá því að tilkynning barst fjölmiðlum í gær um að Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur mældist með tæplega 60% fylgi í nýrri könnun MMR þangað til bréf forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar, var sent í sömu pósthólf þar sem hann tilkynnti að framboð hans heyrði sögunni til. Hafi verið stutt stórra högga á milli á sunnudaginn í nýjustu vendingum í baráttunni um Bessastaði þá átti það sama við í gær. Á sunnudag tilkynnti Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, í þættinum Sprengisandi um framboð sitt til embættis forseta Íslands. Aðeins liðu nokkrir klukkutímar þangað til Ólafur Ragnar setti stórt spurningamerki við eigið framboð í þættinum Eyjunni á Stöð 2. Ólafur Ragnar sendi fjölmiðlun bréf þar sem hann gerði grein fyrir ákvörðun sinni um að hann myndi stíga til hliðar – sem er auðvitað einsdæmi í sögu embættisins. Þar segist hann draga framboð sitt til endurkjörs til baka í þeirri fullvissu að þjóðin geti nú „farsællega valið sér nýjan forseta og ég er, eftir langa setu hér á Bessastöðum, bæði í huga og hjarta reiðubúinn að ganga glaður til nýrra verka“. Ólafur sagði í viðtali við Vísi.is seinni partinn í gær að hann hafi fyrst farið að hugsa um það að hætta við að bjóða sig fram til forseta þegar Fréttablaðið birti skoðanakönnun þann 5. maí en síðar sama dag tilkynnti Guðni Th. um framboð sitt. „Könnunin sýndi að það var hugsanlega að myndast sú staða að einn frambjóðandi, Guðni Th., væri með stuðning rúmlega 30 prósent kjósenda þá fór ég fyrst að hugleiða það að kannski væri að koma upp sú staða að þjóðin væri að finna sinn frambjóðanda,“ sagði Ólafur Ragnar í samtali við Vísi og bætti við að umfjöllun fjölmiðla seinustu vikur um tengsl eiginkonu sinnar, Dorritar Moussaieff, við aflandsfélög hafi ekki haft neitt með ákvörðun hans að gera. Þá vildi hann ekki meina að hann hefði hlaupið á sig þegar hann ákvað að fara aftur í framboð en Guðni Th. hafði gefið það út að hann myndi tilkynna um framboð síðar í sömu viku og Ólafur tilkynnti framboð sitt.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sjá meira