Davíð reyndi að staðsetja Guðna í pólitík: „Fólkið sér hvar þú ert í flokki“ Birgir Olgeirsson skrifar 26. maí 2016 21:14 Í forsetakappræðunum á Stöð 2 í kvöld voru frambjóðendur spurðir hvort þeir hefðu verið í stjórnmálaflokki. Halla Tómasdóttir svaraði því til að hún hefði 16 ára gömul verið í ungliðahreyfingu sjálfstæðisfélagsins í Kópavogi en að öðru leyti ekki tengst slíku starfi. Andri Snær Magnason sagðist ekki hafa verið í stjórnmálaflokki en hann hefði þó tengst umhverfisverndarsamtökum og félögum sem fást við nýsköpun. Guðni Th. Jóhannesson sagðist ekki hafa verið í stjórnmálaflokki en Davíð Oddsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, greip þá inn í umræðuna og sagði flokksskírteini ekki segja alla söguna. „Fólkið sér hvar þú ert í flokki,“ sagði Davíð Oddsson sem beindi síðan orðum sínum að Guðna Th. „Við sáum í greiningu síðustu könnunar að nánast allir Samfylkingarmenn styðja Guðna og það er ákveðin skýring á því ekki satt?“ spurði Davíð. Þorbjörn Þórðarson, annar af þáttastjórnendum, benti Davíð á að samfylkingin mælist með átta prósenta fylgi í skoðanakönnunum en 65 prósent segjast ætla að kjósa Guðna. Þá var Davíð bent á að mjög margir sjálfstæðismenn styðji Guðna, sem og framsóknarmenn og Píratar. „Ég ætla nú ekki að fara að þrasa við þig. Ég get þrasað við aðra hérna,“ sagði Davíð við Þorbjörn. Í nýjustu könnun MMR til forsetaframbjóðenda voru þeir sem tóku afstöðu spurðir út í stuðning við flokka. 81,8 prósent þeirra sem sögðust styðja Samfylkinguna ætla að kjósa Guðna Th., 40,2 prósent þeirra sem sögðust styðja Sjálfstæðisflokkinn, 45,1 prósent Framsóknarflokkinn, 76,2 prósent Vinstri græn, 67,6 prósent Bjarta framtíð og 64,8 prósent Pírata. Hægt er að sjá niðurstöðurnar í heild hér fyrir neðan:MMRÞær má einnig sjá á vef MMR hér. Forsetakosningar 2016 Forsetakosningar 2016 video kassi Tengdar fréttir Veldu þann frambjóðanda sem þér þótti standa sig best í forsetakappræðum Stöðvar 2 Fjórir tókust á í sjónvarpssal. 26. maí 2016 20:27 Könnun fréttastofu 365: Guðni með 65 prósenta fylgi Davíð Oddsson næstur á eftir með tæp 20 prósent, Andri Snær tæp 8 prósent og Halla Tómasdóttir með 2,5 prósent. 26. maí 2016 18:30 Eiríkur Bergmann: „Davíð ólíkur þeim sigursæla stjórnmálaforingja sem við áttum að venjast“ Kappræðurnar á Stöð 2 í kvöld voru heldur hófstilltar og frambjóðendur varfærnir. 26. maí 2016 21:05 Minnið brást Davíð Oddssyni: Lög um Kárahnjúkavirkjun komu ekki inn á borð Vigdísar Davíð Oddsson forsetaframbjóðandi sagði í kappræðum Stöðvar 2 að Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti hefði getað synjað lögum um Kárahnjúkavirkjun staðfestingar. 26. maí 2016 19:57 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Val Kilmer er látinn Lífið Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Fleiri fréttir Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Sjá meira
Í forsetakappræðunum á Stöð 2 í kvöld voru frambjóðendur spurðir hvort þeir hefðu verið í stjórnmálaflokki. Halla Tómasdóttir svaraði því til að hún hefði 16 ára gömul verið í ungliðahreyfingu sjálfstæðisfélagsins í Kópavogi en að öðru leyti ekki tengst slíku starfi. Andri Snær Magnason sagðist ekki hafa verið í stjórnmálaflokki en hann hefði þó tengst umhverfisverndarsamtökum og félögum sem fást við nýsköpun. Guðni Th. Jóhannesson sagðist ekki hafa verið í stjórnmálaflokki en Davíð Oddsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, greip þá inn í umræðuna og sagði flokksskírteini ekki segja alla söguna. „Fólkið sér hvar þú ert í flokki,“ sagði Davíð Oddsson sem beindi síðan orðum sínum að Guðna Th. „Við sáum í greiningu síðustu könnunar að nánast allir Samfylkingarmenn styðja Guðna og það er ákveðin skýring á því ekki satt?“ spurði Davíð. Þorbjörn Þórðarson, annar af þáttastjórnendum, benti Davíð á að samfylkingin mælist með átta prósenta fylgi í skoðanakönnunum en 65 prósent segjast ætla að kjósa Guðna. Þá var Davíð bent á að mjög margir sjálfstæðismenn styðji Guðna, sem og framsóknarmenn og Píratar. „Ég ætla nú ekki að fara að þrasa við þig. Ég get þrasað við aðra hérna,“ sagði Davíð við Þorbjörn. Í nýjustu könnun MMR til forsetaframbjóðenda voru þeir sem tóku afstöðu spurðir út í stuðning við flokka. 81,8 prósent þeirra sem sögðust styðja Samfylkinguna ætla að kjósa Guðna Th., 40,2 prósent þeirra sem sögðust styðja Sjálfstæðisflokkinn, 45,1 prósent Framsóknarflokkinn, 76,2 prósent Vinstri græn, 67,6 prósent Bjarta framtíð og 64,8 prósent Pírata. Hægt er að sjá niðurstöðurnar í heild hér fyrir neðan:MMRÞær má einnig sjá á vef MMR hér.
Forsetakosningar 2016 Forsetakosningar 2016 video kassi Tengdar fréttir Veldu þann frambjóðanda sem þér þótti standa sig best í forsetakappræðum Stöðvar 2 Fjórir tókust á í sjónvarpssal. 26. maí 2016 20:27 Könnun fréttastofu 365: Guðni með 65 prósenta fylgi Davíð Oddsson næstur á eftir með tæp 20 prósent, Andri Snær tæp 8 prósent og Halla Tómasdóttir með 2,5 prósent. 26. maí 2016 18:30 Eiríkur Bergmann: „Davíð ólíkur þeim sigursæla stjórnmálaforingja sem við áttum að venjast“ Kappræðurnar á Stöð 2 í kvöld voru heldur hófstilltar og frambjóðendur varfærnir. 26. maí 2016 21:05 Minnið brást Davíð Oddssyni: Lög um Kárahnjúkavirkjun komu ekki inn á borð Vigdísar Davíð Oddsson forsetaframbjóðandi sagði í kappræðum Stöðvar 2 að Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti hefði getað synjað lögum um Kárahnjúkavirkjun staðfestingar. 26. maí 2016 19:57 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Val Kilmer er látinn Lífið Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Fleiri fréttir Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Sjá meira
Veldu þann frambjóðanda sem þér þótti standa sig best í forsetakappræðum Stöðvar 2 Fjórir tókust á í sjónvarpssal. 26. maí 2016 20:27
Könnun fréttastofu 365: Guðni með 65 prósenta fylgi Davíð Oddsson næstur á eftir með tæp 20 prósent, Andri Snær tæp 8 prósent og Halla Tómasdóttir með 2,5 prósent. 26. maí 2016 18:30
Eiríkur Bergmann: „Davíð ólíkur þeim sigursæla stjórnmálaforingja sem við áttum að venjast“ Kappræðurnar á Stöð 2 í kvöld voru heldur hófstilltar og frambjóðendur varfærnir. 26. maí 2016 21:05
Minnið brást Davíð Oddssyni: Lög um Kárahnjúkavirkjun komu ekki inn á borð Vigdísar Davíð Oddsson forsetaframbjóðandi sagði í kappræðum Stöðvar 2 að Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti hefði getað synjað lögum um Kárahnjúkavirkjun staðfestingar. 26. maí 2016 19:57