Samþykktu rannsókn á þætti þýska bankans sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 26. maí 2016 11:28 Þingsályktunartillaga verður lögð fyrir þingið, vísir/gva Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd samþykkti einróma á fundi sínum í morgun að hefja rannsókn á þætti þýska bankans Hauck & Aufhäuser í kaupum á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum árið 2003. Þingsályktunartillaga þess efnis verður lögð fyrir þingið þar sem farið er fram á að rannsóknarnefnd verði skipuð hið fyrsta. Ögmundur Jónasson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að lagt verði til að rannsókn hefjist og ljúki svo fljótt sem auðið sé. „[..] Jafnframt að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fari yfir þingsályktun Alþingis frá haustinu 2012 um rannsókn á öðrum fjármálastofnunum. Við metum þá samþykkt í ljósi þeirra rannsókna sem fram hafa farið og líklegt að muni leiða til þess að nýjar upplýsingar komi fram,“ segir Ögmundur í samtali við fréttastofu. „Hvað varðar Búnaðarbankann og sölu á eignarhlut ríkisins í honum að þá er það samkvæmt ábendingu umboðsmanns Alþingis að hann telur afdráttarlaust að þarna komi nýjar niðurstöður fram. Þannig að þetta er fyrsta skrefið að leggja fyrir þingið að hið bráðasta verði skipuð rannsóknarnefnd sem fari í saumana á þessum hluta samþykktarinnar frá 2012 og síðan munum við meta aðra þætti í framhaldinu,“ bætir hann við. Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, greindi frá því í vikunni að nýjar upplýsingar hefðu borist embættinu sem gætu varpað frekara ljósi á aðkomu hins þýska banka að kaupunum. Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra sagðist á Alþingi í morgun telja skynsamlegt að þáttur bankans verði rannsakaður. Alþingi Salan á Búnaðarbankanum Tengdar fréttir Forsætisráðherra telur skynsamlegt að rannsaka þátt þýska bankans Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra telur skynsamlegt að þáttur þýska bankans Hauck & Aufhäuser á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum árið 2003 verði rannsakaður. 26. maí 2016 11:02 „Hauck & Aufhäuser var leppur það er alveg augljóst“ Í undirbúningi er þingsályktunartillaga um sérstaka rannsókn á aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser að einkavæðingu Búnaðarbankans. Tilefnið er bréf umboðsmanns Alþingis. Bankinn virðist hafa verið fjármagnaður af Kaupþingi banka til að auðvelda sameiningu Búnaðarbankans og Kaupþings í maí 2003. 25. maí 2016 20:00 Finnur Ingólfsson kannast ekki við að þýski bankinn hafi verið leppur Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis vinnur að skipun rannsóknarnefndar vegna aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser að kaupum á Búnaðarbankanum. Aðilar innan S-hópsins kannast ekki við að bankinn hafi verið leppur. 26. maí 2016 07:00 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Sjá meira
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd samþykkti einróma á fundi sínum í morgun að hefja rannsókn á þætti þýska bankans Hauck & Aufhäuser í kaupum á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum árið 2003. Þingsályktunartillaga þess efnis verður lögð fyrir þingið þar sem farið er fram á að rannsóknarnefnd verði skipuð hið fyrsta. Ögmundur Jónasson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að lagt verði til að rannsókn hefjist og ljúki svo fljótt sem auðið sé. „[..] Jafnframt að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fari yfir þingsályktun Alþingis frá haustinu 2012 um rannsókn á öðrum fjármálastofnunum. Við metum þá samþykkt í ljósi þeirra rannsókna sem fram hafa farið og líklegt að muni leiða til þess að nýjar upplýsingar komi fram,“ segir Ögmundur í samtali við fréttastofu. „Hvað varðar Búnaðarbankann og sölu á eignarhlut ríkisins í honum að þá er það samkvæmt ábendingu umboðsmanns Alþingis að hann telur afdráttarlaust að þarna komi nýjar niðurstöður fram. Þannig að þetta er fyrsta skrefið að leggja fyrir þingið að hið bráðasta verði skipuð rannsóknarnefnd sem fari í saumana á þessum hluta samþykktarinnar frá 2012 og síðan munum við meta aðra þætti í framhaldinu,“ bætir hann við. Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, greindi frá því í vikunni að nýjar upplýsingar hefðu borist embættinu sem gætu varpað frekara ljósi á aðkomu hins þýska banka að kaupunum. Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra sagðist á Alþingi í morgun telja skynsamlegt að þáttur bankans verði rannsakaður.
Alþingi Salan á Búnaðarbankanum Tengdar fréttir Forsætisráðherra telur skynsamlegt að rannsaka þátt þýska bankans Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra telur skynsamlegt að þáttur þýska bankans Hauck & Aufhäuser á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum árið 2003 verði rannsakaður. 26. maí 2016 11:02 „Hauck & Aufhäuser var leppur það er alveg augljóst“ Í undirbúningi er þingsályktunartillaga um sérstaka rannsókn á aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser að einkavæðingu Búnaðarbankans. Tilefnið er bréf umboðsmanns Alþingis. Bankinn virðist hafa verið fjármagnaður af Kaupþingi banka til að auðvelda sameiningu Búnaðarbankans og Kaupþings í maí 2003. 25. maí 2016 20:00 Finnur Ingólfsson kannast ekki við að þýski bankinn hafi verið leppur Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis vinnur að skipun rannsóknarnefndar vegna aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser að kaupum á Búnaðarbankanum. Aðilar innan S-hópsins kannast ekki við að bankinn hafi verið leppur. 26. maí 2016 07:00 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Sjá meira
Forsætisráðherra telur skynsamlegt að rannsaka þátt þýska bankans Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra telur skynsamlegt að þáttur þýska bankans Hauck & Aufhäuser á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum árið 2003 verði rannsakaður. 26. maí 2016 11:02
„Hauck & Aufhäuser var leppur það er alveg augljóst“ Í undirbúningi er þingsályktunartillaga um sérstaka rannsókn á aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser að einkavæðingu Búnaðarbankans. Tilefnið er bréf umboðsmanns Alþingis. Bankinn virðist hafa verið fjármagnaður af Kaupþingi banka til að auðvelda sameiningu Búnaðarbankans og Kaupþings í maí 2003. 25. maí 2016 20:00
Finnur Ingólfsson kannast ekki við að þýski bankinn hafi verið leppur Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis vinnur að skipun rannsóknarnefndar vegna aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser að kaupum á Búnaðarbankanum. Aðilar innan S-hópsins kannast ekki við að bankinn hafi verið leppur. 26. maí 2016 07:00