Flugumferðarstjórar segja mikið álag og starfsfólk skorta Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 22. maí 2016 19:30 Tafir urðu á innanlandsflugi í dag vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra. Formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra segir mikið álag á flugumferðarstjóra, starfsfólk skorti og hávær krafa sé um að starfsfólk vinni yfirvinnu svo allt gangi upp. Venjulega eru þrír flugumferðarstjóra á vakt í flugturninum á Reykjavíkurflugvelli en í dag var aðeins einn á vakt vegna veikinda. Innanlandsflug um Reykjavíkurflugvöll lá því niðri í morgun til klukkan hálf ellefu. Ekki var hægt að kalla út starfsfólk á vakt þar sem flugumferðarstjóra hafa sett á yfirvinnubann og bann við þjálfun nýrra flugumferðarstjóra til að þrýsta á um lausn í kjaradeilu þeirra og Isavia. Síðan í byrjun febrúar hafa flugumferðarstjórar verið kjarasamningslausir en samningurinn sem þá rann út gilti í fimm ár. „Við fundum í fyrradag og það var lítill árangur sem að náðist af þeim fundi þannig að deilan er svo gott sem í hnút núna,“ segir Sigurjón Jónasson formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra. Sigurjón segir að flugumferðarstjórar hafi dregist aftur úr í launaþróun miðað við aðrar stéttir. Þá hafi álagið aukist mikið með aukinni flugumferð síðustu ár. Nýliðun í faginu hafi verið of lítil og því þurfa flestir að vinna yfirvinnu svo hægt sé að manna allar vaktir. „Það er viðvarandi mannekla og við erum að keyra á lágmarksmannskap og ef það eru einhver forföll þá þarf að takmarka umferð því miður. Þetta er lítil stétt, fámenn stétt, rúmlega 100 manns og ég myndi halda að það vantaði svona sirka 20 flugumferðarstjóra bara helst á morgun,“ segir Sigurjón. „Kröfur flugumferðarstjóra eru mjög langt umfram það sem þessar hækkanir sem hafa almennt verið á almennum vinnumarkaði,“ segir Guðni Sigurðsson upplýsingafulltrúi Isavia. „Það er auðvitað aukið álag en það er nú svo sem ekkert mikið meira heldur almennt er á Íslandi. Flugumferðarstjórar eru kannski að vinna um 45 stundir á viku en við erum að bæta við mannskap. Við erum að þjálfa flugumferðarstjóra til að bæta inn í mannskapinn,“ segir Guðni. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Flugumferðarstjórar boða hertari aðgerðir „Þetta getur einfaldlega ekki gengið svona áfram," segir formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra. 26. apríl 2016 15:33 Röskun á 24 flugferðum um Keflavíkurflugvöll Vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra verður þjónusta á Keflavíkurflugvelli takmörkuð við sjúkra- og neyðarflug frá klukkan 21 í kvöld til klukkan 7 í fyrramálið. 28. apríl 2016 16:08 Innanlandsflug um Reykjavíkurflugvöll lá niðri í morgun Yfirvinnubann flugumferðarstjóra hefur alvarleg áhrif. 22. maí 2016 12:17 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Sjá meira
Tafir urðu á innanlandsflugi í dag vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra. Formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra segir mikið álag á flugumferðarstjóra, starfsfólk skorti og hávær krafa sé um að starfsfólk vinni yfirvinnu svo allt gangi upp. Venjulega eru þrír flugumferðarstjóra á vakt í flugturninum á Reykjavíkurflugvelli en í dag var aðeins einn á vakt vegna veikinda. Innanlandsflug um Reykjavíkurflugvöll lá því niðri í morgun til klukkan hálf ellefu. Ekki var hægt að kalla út starfsfólk á vakt þar sem flugumferðarstjóra hafa sett á yfirvinnubann og bann við þjálfun nýrra flugumferðarstjóra til að þrýsta á um lausn í kjaradeilu þeirra og Isavia. Síðan í byrjun febrúar hafa flugumferðarstjórar verið kjarasamningslausir en samningurinn sem þá rann út gilti í fimm ár. „Við fundum í fyrradag og það var lítill árangur sem að náðist af þeim fundi þannig að deilan er svo gott sem í hnút núna,“ segir Sigurjón Jónasson formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra. Sigurjón segir að flugumferðarstjórar hafi dregist aftur úr í launaþróun miðað við aðrar stéttir. Þá hafi álagið aukist mikið með aukinni flugumferð síðustu ár. Nýliðun í faginu hafi verið of lítil og því þurfa flestir að vinna yfirvinnu svo hægt sé að manna allar vaktir. „Það er viðvarandi mannekla og við erum að keyra á lágmarksmannskap og ef það eru einhver forföll þá þarf að takmarka umferð því miður. Þetta er lítil stétt, fámenn stétt, rúmlega 100 manns og ég myndi halda að það vantaði svona sirka 20 flugumferðarstjóra bara helst á morgun,“ segir Sigurjón. „Kröfur flugumferðarstjóra eru mjög langt umfram það sem þessar hækkanir sem hafa almennt verið á almennum vinnumarkaði,“ segir Guðni Sigurðsson upplýsingafulltrúi Isavia. „Það er auðvitað aukið álag en það er nú svo sem ekkert mikið meira heldur almennt er á Íslandi. Flugumferðarstjórar eru kannski að vinna um 45 stundir á viku en við erum að bæta við mannskap. Við erum að þjálfa flugumferðarstjóra til að bæta inn í mannskapinn,“ segir Guðni.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Flugumferðarstjórar boða hertari aðgerðir „Þetta getur einfaldlega ekki gengið svona áfram," segir formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra. 26. apríl 2016 15:33 Röskun á 24 flugferðum um Keflavíkurflugvöll Vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra verður þjónusta á Keflavíkurflugvelli takmörkuð við sjúkra- og neyðarflug frá klukkan 21 í kvöld til klukkan 7 í fyrramálið. 28. apríl 2016 16:08 Innanlandsflug um Reykjavíkurflugvöll lá niðri í morgun Yfirvinnubann flugumferðarstjóra hefur alvarleg áhrif. 22. maí 2016 12:17 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Sjá meira
Flugumferðarstjórar boða hertari aðgerðir „Þetta getur einfaldlega ekki gengið svona áfram," segir formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra. 26. apríl 2016 15:33
Röskun á 24 flugferðum um Keflavíkurflugvöll Vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra verður þjónusta á Keflavíkurflugvelli takmörkuð við sjúkra- og neyðarflug frá klukkan 21 í kvöld til klukkan 7 í fyrramálið. 28. apríl 2016 16:08
Innanlandsflug um Reykjavíkurflugvöll lá niðri í morgun Yfirvinnubann flugumferðarstjóra hefur alvarleg áhrif. 22. maí 2016 12:17