Sjö frambjóðendur hafa skilað inn framboðum til kjörs forseta Íslands, en kosningin fer fram þann 25. júní næstkomandi. Þau sem hafa nú skilað inn eru Andri Snær Magnason, Ástþór Magnússon, Davíð Oddsson, Guðni Th. Jóhannesson, Halla Tómasdóttir, Hildur Þórðardóttir og Sturla Jónsson.
Þau Magnús Jónsson og Guðrún Pálsdóttir sögðu í samtali við fréttastofu að þau stefndu að því að skila inn sínum framboðum í kvöld.
Uppfært 23:00
Elísabet Jökulsdóttir hefur skilað inn undirskriftum.