Baltasar kaupir byggingar á Gufunesi undir kvikmyndaver Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. maí 2016 10:48 Markmið RVK-studios er að byggja upp svokallað svokallað menningar- og/eða kvikmyndaþorp á Gufunesi. Vísir/GVA/Anton Brink Borgarráð samþykkti í gær kaupsamning við RVK-studios, framleiðslufyrirtæki Baltasar Kormáks, sem mun kaupa fjórar fasteignir sem áður tilheyrðu Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi. Fyrirtækið hyggst reisa kvikmyndaver á Gufunesi og greiðir rúma 301 milljón fyrir fasteignirnar. RÚV greinir frá.Fasteignirnar fjórar eru samtals 8.391 fermetri að stærð og þar á meðal er meðal annars birgðageymsla og hráefnisgeymsla. RVK-studios greiðir einnig um tvær milljónir á ári vegna vilyrðis fyrir 19.200 fermetra svæði austan við byggingarnar.Sjá einnig: Svarti sandurinn kveikti áhuga Hollywood á ÍslandiMarkmið RVK-studios er að byggja upp svokallað svokallað menningar- og/eða kvikmyndaþorp en framleiðslufyrirtækið óskaði eftir því síðastliðið sumar að ganga til viðræða við Reykjavíkurborg um kaup á hluta af gömlu Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi og úthlutun lóðar við húsið með það fyrir augum að byggja upp aðstöðu fyrir kvikmyndastarfsemi. Stefnt er að því að gera eiturefnarannsókn á jarðveginum á svæðinu. Bendi niðurstöður rannsóknarinnar til þess að jarðvegurinn teljist mengaður mun Reykjavíkurborg bera kostnaðinn af því að hreinsa hann en reynist jarðvegurinn of mengaður getur RVK-studios rift samningnum.Sjá einnig: Borgarráð í viðræðum við RVK Studios um byggingu kvikmyndaversÍ samtali við Vísi fyrr á árinu ræddi Baltasar m.a. um fyrirhugað kvikmyndaver þar sem hann sagði að kvikmyndaverið væri skref í átt að því að fleiri kvikmyndaverkefni yrðu unnin á Íslandi. „Ég hef verið að ræða við borgaryfirvöld. Það er annað skref í því að við getum tekið meira upp hér á landi. Eins og með Víkingamyndina, sem menn eru kannski orðnir leiðir á að heyra mig tala um, en það stendur til að gera hana og Universal er með hana og hefur áhuga á að koma henni í gang sem fyrst,“ sagði Baltasar Kormákur. Kaupsamningurinn var samþykktur einróma í borgarráði Reykjavíkurborgar í gær og er kaupverðið, líkt og áður sagði, um 301 milljón. Verður það greitt í tveimur greiðslum, sú fyrri við afhendingu eignanna í byrjun ágúst en sú seinni fyrir 1. febrúar á næsta ári. Tengdar fréttir Fréttaskýring: Svarti sandurinn kveikti áhuga Hollywood á Íslandi Íslendingar ánægðir með íslenska náttúru í erlendum myndum en bransinn vill meira. 11. mars 2016 14:45 Borgarráð í viðræðum við RVK Studios um byggingu kvikmyndavers Um 200 störf gætu skapast í kringum kvikmyndaverið að sögn Dags B. Eggertssonar. 19. nóvember 2015 14:56 Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Borgarráð samþykkti í gær kaupsamning við RVK-studios, framleiðslufyrirtæki Baltasar Kormáks, sem mun kaupa fjórar fasteignir sem áður tilheyrðu Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi. Fyrirtækið hyggst reisa kvikmyndaver á Gufunesi og greiðir rúma 301 milljón fyrir fasteignirnar. RÚV greinir frá.Fasteignirnar fjórar eru samtals 8.391 fermetri að stærð og þar á meðal er meðal annars birgðageymsla og hráefnisgeymsla. RVK-studios greiðir einnig um tvær milljónir á ári vegna vilyrðis fyrir 19.200 fermetra svæði austan við byggingarnar.Sjá einnig: Svarti sandurinn kveikti áhuga Hollywood á ÍslandiMarkmið RVK-studios er að byggja upp svokallað svokallað menningar- og/eða kvikmyndaþorp en framleiðslufyrirtækið óskaði eftir því síðastliðið sumar að ganga til viðræða við Reykjavíkurborg um kaup á hluta af gömlu Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi og úthlutun lóðar við húsið með það fyrir augum að byggja upp aðstöðu fyrir kvikmyndastarfsemi. Stefnt er að því að gera eiturefnarannsókn á jarðveginum á svæðinu. Bendi niðurstöður rannsóknarinnar til þess að jarðvegurinn teljist mengaður mun Reykjavíkurborg bera kostnaðinn af því að hreinsa hann en reynist jarðvegurinn of mengaður getur RVK-studios rift samningnum.Sjá einnig: Borgarráð í viðræðum við RVK Studios um byggingu kvikmyndaversÍ samtali við Vísi fyrr á árinu ræddi Baltasar m.a. um fyrirhugað kvikmyndaver þar sem hann sagði að kvikmyndaverið væri skref í átt að því að fleiri kvikmyndaverkefni yrðu unnin á Íslandi. „Ég hef verið að ræða við borgaryfirvöld. Það er annað skref í því að við getum tekið meira upp hér á landi. Eins og með Víkingamyndina, sem menn eru kannski orðnir leiðir á að heyra mig tala um, en það stendur til að gera hana og Universal er með hana og hefur áhuga á að koma henni í gang sem fyrst,“ sagði Baltasar Kormákur. Kaupsamningurinn var samþykktur einróma í borgarráði Reykjavíkurborgar í gær og er kaupverðið, líkt og áður sagði, um 301 milljón. Verður það greitt í tveimur greiðslum, sú fyrri við afhendingu eignanna í byrjun ágúst en sú seinni fyrir 1. febrúar á næsta ári.
Tengdar fréttir Fréttaskýring: Svarti sandurinn kveikti áhuga Hollywood á Íslandi Íslendingar ánægðir með íslenska náttúru í erlendum myndum en bransinn vill meira. 11. mars 2016 14:45 Borgarráð í viðræðum við RVK Studios um byggingu kvikmyndavers Um 200 störf gætu skapast í kringum kvikmyndaverið að sögn Dags B. Eggertssonar. 19. nóvember 2015 14:56 Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Fréttaskýring: Svarti sandurinn kveikti áhuga Hollywood á Íslandi Íslendingar ánægðir með íslenska náttúru í erlendum myndum en bransinn vill meira. 11. mars 2016 14:45
Borgarráð í viðræðum við RVK Studios um byggingu kvikmyndavers Um 200 störf gætu skapast í kringum kvikmyndaverið að sögn Dags B. Eggertssonar. 19. nóvember 2015 14:56