Að hafa skoðun á öllu Helga Vala Helgadóttir skrifar 30. maí 2016 07:00 Hvernig nennirðu að hafa alltaf skoðun á öllu, spurði gömul vinkona mín mig um daginn. Er hægt að hafa skoðun á öllu? Ég hef pælt í þessu síðan hún spurði mig. Hef ég í alvöru skoðun á öllu? Sálarlíf mitt tók t.d. ekki djúpa dýfu daginn sem rassinn á Gretu Salóme prýddi forsíðu Fréttablaðsins. Greip hvorki fyrir augun á manninum mínum né börnum enda er ég iðinn notandi sundlauga landsins og því vön alls konar rössum af öllum stærðum og gerðum. En sálarlíf mitt tekur stundum dýfur, það verður að viðurkennast. Helst þá þegar mér misbýður bullið í pólitíkinni. Þegar ósannindin flæða um opinbera umræðu og hagsmunaárekstur stjórnmálamanna blasir við. Sálarlíf mitt tekur líka djúpar dýfur þegar ég verð vitni að því þegar íslensk stjórnvöld senda ung börn með foreldrum sínum á götuna í stríðshrjáðum löndum eða vanmáttugum ríkjum Evrópu. Þar hef ég sterka skoðun því ég tel okkur vera á algjörum villigötum hvað varðar þjónustu við þá sem vilja búa hér og starfa. Ég get ekki annað en hugsað um það hversu heppin ég er að eignast börnin mín hér á Íslandi. Þar sem flestir hafa þak yfir höfuðið, flestir geta gengið um borg og bæi án þess að eiga á hættu ofsóknir eða sprengjuregn. Já, ég er þakklát fyrir þessi forréttindi, jafnvel þó að börnin mín alist upp við það að það teljist eðlilegt að brjálast yfir hundinum Lúkasi og rassinum á Gretu Salóme en teljist óeðlileg öfgaróttækni að vera misboðið yfir launamisrétti, umhverfishryðjuverkum eða því að ráðamenn eigi eignir í skattaparadísum svo þeir þurfi ekki að taka þátt í samneyslunni.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 30. maí 2016. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Helga Vala Helgadóttir Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Hvernig nennirðu að hafa alltaf skoðun á öllu, spurði gömul vinkona mín mig um daginn. Er hægt að hafa skoðun á öllu? Ég hef pælt í þessu síðan hún spurði mig. Hef ég í alvöru skoðun á öllu? Sálarlíf mitt tók t.d. ekki djúpa dýfu daginn sem rassinn á Gretu Salóme prýddi forsíðu Fréttablaðsins. Greip hvorki fyrir augun á manninum mínum né börnum enda er ég iðinn notandi sundlauga landsins og því vön alls konar rössum af öllum stærðum og gerðum. En sálarlíf mitt tekur stundum dýfur, það verður að viðurkennast. Helst þá þegar mér misbýður bullið í pólitíkinni. Þegar ósannindin flæða um opinbera umræðu og hagsmunaárekstur stjórnmálamanna blasir við. Sálarlíf mitt tekur líka djúpar dýfur þegar ég verð vitni að því þegar íslensk stjórnvöld senda ung börn með foreldrum sínum á götuna í stríðshrjáðum löndum eða vanmáttugum ríkjum Evrópu. Þar hef ég sterka skoðun því ég tel okkur vera á algjörum villigötum hvað varðar þjónustu við þá sem vilja búa hér og starfa. Ég get ekki annað en hugsað um það hversu heppin ég er að eignast börnin mín hér á Íslandi. Þar sem flestir hafa þak yfir höfuðið, flestir geta gengið um borg og bæi án þess að eiga á hættu ofsóknir eða sprengjuregn. Já, ég er þakklát fyrir þessi forréttindi, jafnvel þó að börnin mín alist upp við það að það teljist eðlilegt að brjálast yfir hundinum Lúkasi og rassinum á Gretu Salóme en teljist óeðlileg öfgaróttækni að vera misboðið yfir launamisrétti, umhverfishryðjuverkum eða því að ráðamenn eigi eignir í skattaparadísum svo þeir þurfi ekki að taka þátt í samneyslunni.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 30. maí 2016.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun