Undanfarna daga og vikur hefur heimsbyggðin horft upp á félags-, efnahags- og hugmyndafræðilegt þrot Venesúela verða að veruleika. Skortur er á matvælum, lyfjum og rafmagni í landinu og fjölmenn mótmæli hafa staðið yfir gegn Nicolas Maduro, forseta landsins, síðustu mánuði. Fyrir ekki svo löngu var öldin önnur. Hugmyndafræðilegir ævintýraseggir flykktust til landsins til að lifa hinn sósíalíska draum til fulls. Það gerir enginn lengur. Það er því ekki úr vegi að athuga hvað fór úrskeiðis í landinu. Áður en það verður gert er rétt að hlaupa á hundavaði yfir sögu landsins. Í aldaraðir var Venesúela undir hæl Spánverja. Þegar Napóleon réðst inn í Spán nýttu íbúar landsins tækifærið og lýstu yfir sjálfstæði. Ríkið var þó um tuttugu ára skeið, frá 1810 til 1830, hluti af Stór-Kólumbíu þar til að Venesúela var slitið frá ríkinu í kjölfar uppreisnar. Landið er rúmir 900.000 ferkílómetrar eða tæplega nífalt stærra en Ísland. Venesúela er annálað fyrir gífurlega fjölbreytni í dýraríkinu og stórir hlutar landsins eru friðlýstir. Þar má meðal annars finna Englafossa, þá hæstu í heiminum, og Orinoco-ánna sem verður að teljast mikilvægasta á landsins.Venesúelskir olíuvinnslustarfsmenn árið 1950. Olían hefur verið ein stærsta stoð efnahags landsins frá upphafi síðustu aldar.vísir/gettySvarta gullið byrjar að flæða Í upphafi 20. aldarinnar fannst olía í landinu og hefur ríkið síðan þá verið einn stærsti olíuframleiðandi heimsins. Fyrstu áratugi aldarinnar var ríkið stærsti olíuútflytjandi heims og árið 2011 náði Venesúela þeim árangri að vera það ríki heimsins sem á stærstu olíubirgðir heimsins. Áætlað er að þær séu sem stendur 297 milljarðar tunna. Olía og olíuiðnaður er, og hefur verið, langstærsta tannhjólið í efnahagskerfi landsins en olían er ábyrg fyrir rúmlega fjórðungi af landsframleiðslu og nær öllum útflutningi frá landinu. Efnahagsástand landsins hefur því undanfarna öld sveiflast til með verði á olíu. Árið 1973 ásældust erlendir aðilar olíulindir landsins. Haldin var þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort ríkisvæða ætti olíulindir og fyrirtæki landsins. Sú tillaga var samþykkt og í kjölfarið, árið 1976, var ríkisolíufélaginu PDVSA komið á fót. Lækkað verð á olíu á níunda og tíunda áratug síðustu aldar hafði afar neikvæðar afleiðingar í för með sér. Skera þurfti niður víða í kerfinu, verðbólga jókst og sem og óróleiki í landinu. Árið 1988 var Carlos Andrés Pérez kjörinn forseti og hrinti hann af stað leið sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafði mælt með. Sú ákvörðun vakti upp mikla reiði enda hafði Pérez, í kosningabaráttunni, lýst sjóðnum sem „nifteindasprengju sem eyddi öllu lífi en léti byggingar ósnertar“. Fólk flykktist út á götur, neyðarástandi var lýst yfir og herlögum komið á. Þegar upp var staðið höfðu minnst 276 látið lífið í óeirðunum.Hugo Chavés átti eftir að verða forseti Venesúela, Hér er hann ásamt miklum vini sínum, Kúbuforsetanum Fídel Castro, á 75. ára afmælisdegi þess síðarnefnda. Myndin er tekin skammt frá Caracas árið 2001.vísir/gettyByltingin fór út um þúfur „por ahora“ Það var í þessu árferði sem Hugo Chávez spratt fram. Chávez var fæddur árið 1954 og hafði verið yfirmaður í hernum. Hann var andvígur þeirri hugmyndafræði sem verið hafði við lýði í landinu. Heillaður af ritum Karl Marx, Vladimir Lenin og Mao Zedong kom hann á fót leynilegri deild innan hersins. Eftir atburði ársins 1989 taldi Chávez að ekki yrði lengur búið við slíkt ástand. Ásamt þeim mönnum sem honum fylgdu undirbjó hann byltingu. Ráðist var til atlögu í dagrenningu þann 4. febrúar 1992 þegar fimm herdeildir undir hans stjórn fóru inn í höfuðborgina Caracas. Til að gera langa sögu stutta misheppnaðist tilraunin algerlega. Chávez stýrði aðeins litlu broti hersins og röð óvæntra atvika og svika einstakra manna bættu ekki úr skák. Á endanum gafst Chávez upp. Áður en honum var varpað í fangelsi var hann látinn ávarpa þjóðina í ríkissjónvarpinu og biðla til eftirstandandi byltingarsinna að hætta andspyrnu sinni. Í ávarpinu sagði hann að tilraun hans hefði „por ahora“ farið út um þúfur. „Por ahora“ myndi útleggjast sem „í bili“ á hinu ástkæra ylhýra. Tveimur árum síðar var Rafael Caldrea kjörinn forseti eftir að áðurnefndum Peréz hafði verið vikið úr embætti. Eitt af fyrstu verkum Caldera var að náða Chavéz. Byltingarleiðtoginn fyrrverandi beið ekki boðanna og hóf ferð um landið auk þess sem hann heimsótti önnur lönd. Þar á meðal var Kúba en mikill vinskapur komst á milli hans og Fídel Castro forseta Kúbu. Hugo Chavéz - Forsetinn sem öllu breytti Ljóst var að Chavéz stefndi að forsetaframboði. Íbúar landsins sáu í Chavéz mann sem boðaði breytingar og hann var vinsæll. Það fór að lokum svo að í forsetakosningunum í desember 1998 hlaut hann tæp 57 prósent greiddra atkvæða. Frá upphafi var ljóst að Chavéz yrði öðruvísi forseti en forverar hans. Strax þegar hann sór embættiseiðinn vék hann út af fyrirhuguðum bókstaf. Fyrir framan þjóðina sór hann við „Guð og hina deyjandi stjórnarskrá“ að hann myndi gera þær lýðræðislegu breytingar í landinu til að endurnýja samfélagssáttmála þjóðarinnar. Hans fyrsta verk var að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort skrifa ætti nýja stjórnarskrá. 88 prósent sögðu já. Rúmlega 1.100 buðu sig fram til setu á stjórnlagaþingi, þar af meira en 900 andstæðingar forsetans, en þrátt fyrir það var yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem náði kjöri, 119 af 125 fulltrúum, honum hliðhollir. Nýja stjórnarskráin var að lokum samþykkt. Nýja stjórnarskráin umturnaði stjórnkerfi landsins, færði meiri völd til forsetans en gaf borgurunum einnig aukin mannréttindi. Þó er rétt að taka það fram að eignarétturinn hefur aldrei verið mjög sterkur í landinu. Hugo Chavéz árið 2002 eftir að þjóðin hafði hafnað því í þjóðaratkvæðagreiðslu að setja hann af sem forseta landsins.vísir/gettyAð borða útsæðið Það er loksins hér sem hægt er að fjalla um hvað fór úrskeiðis hjá Venesúela. Chavéz hófst handa við að grisja í stjórnunarstöðum hjá ríkisolíufélaginu PDVSA og koma mönnum hliðhollum sér í æðstu þrep. Flest stærstu fyrirtæki landsins voru ríkisvædd og á ný var skipt um stjórnendur. Sömu sögu er að segja af ræktarlandi og fyrirtækjum sem sáu um matvælaframleiðslu. Þeir einkaaðilar sem eftir stóðu þurftu oftar en ekki að kljást við fjall af óskiljanlegum reglugerðum. Matvælaöryggi í landinu er ábótavant þrátt fyrir, eða vegna, ríkisvæðingu ræktarlands en rúmlega sextíu prósent matvæla eru innflutt. Það þarf síðan vart að taka það fram að verði á helstu nauðsynjum er handstýrt af stjórnvöldum. Olía, mjólk, hrísgrjón, smjör, klósettpappír og helstu kjöttegundir, allt er þetta háð verðlagningu hins opinbera. Nær undantekningarlaust er verðið til neytandans langt undir markaðsverði og framleiðslukostnaði. Langvarandi skortur hefur verið á vörum í landinu og hefur fólk leitað á náðir undirheima og smyglara til að koma höndum yfir slíkan varning. Það sem af er öldinni hefur bilið verið brúað með olíupeningum. Á meðan önnur olíuríki nýttu ofboðslega hátt heimsmarkaðsverð á hráolíutunnunni til að safna upp forða ákvað Venesúela að greiða niður ýmsa hluti í landinu. Afleiðingin er sú að enginn peningur er til nú til að greiða fyrir nauðsynjar. Hugo Chávez lést árið 2013 eftir baráttu við krabbamein. Við embætti hans tók Nicolás Maduro, sem er fyrrverandi rútubílstjóri, og hefur hann haldið stefnu forvera síns áfram. Handstýring ríkisins á matvælaverði og innkaupastefna þess hefur skilað sér í víðtækum skorti á nauðsynjum.Viðvarandi skortur hefur verið á nauðsynjum í landinu í gegnum tíðina.vísir/gettyEiga ekki pening fyrir peningunum Rekstrarhalli ríkisins hefði átt að kalla á aðgerðir og mögulegar verðhækkanir, til að mynda á eldsneyti en Venesúela býr við ódýrasta eldsneyti veraldar. Slíkar aðgerðir, ofan í langvarandi skort á vörum, eru afar óvinsælar og hafa ráðamenn veigrað sér við að leggja í þá vegferð. Í stað þess að grípa til aðgerða áður en í óefni var komið hefur Maduro skellt skuldinni á kapítalista, Bandaríkin og smyglara. Hefur hann meðan annars gefið út að landið standi nú í „efnahagslegri styrjöld“. Sögulegt hrun á hráolíuverði og olíumörkuðum í upphafi árs var síðan kornið sem fyllti mælinn. Tekjur ríkisins drógust saman stórkostlega og eftirleikinn þekkjum við. Í síðasta mánuði var neyðarástandi lýst yfir og matvælaverksmiðjur, sem ekki voru í ríkiseigu, voru þjóðnýttar og mótmæli hafa verið daglegt brauð. Gjaldmiðill landsins, bólívarinn, er prentaður erlendis og sem stendur er Venesúela svo illa statt að það hefur ekki einu sinni peninga til að borga fyrir peningana sína. Í ofanálag er bólívarinn orðinn svo verðlaus að þjófar neita að stela honum. Verð á nauðsynjum hefur hækkað upp úr öllu valdi. Til að mynda kostar eggjabakki með tólf eggjum nú það sem nemur andvirði 19.000 íslenskra króna. Verðbólga í landinu, sem í gegnum tíðina hefur verið nokkuð stabíl í tuttugu prósentum, er nú 180 prósent og hefur hækkað úr 76 prósentum frá upphafi árs í fyrra. Til samanburðar fór hún hæst í rúm hundrað prósent í efnahagskreppu níunda áratugar síðustu aldar og í um 110 prósent á miðjum tíunda áratugnum.Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáir því að í árslok verði verðbólga um 720 prósent og er hann bjartsýnni en margir. Þeir svartsýnustu telja að verðbólga gæti náð 1.200 prósentum fyrir árslok og farið yfir 2.000 prósent árið 2017. Til að líta á björtu hliðarnar á Venesúela enn langt í land með að ná Zimbabwe ársins 2008 en verðbólga þar í landi náði hæst í 79.600.000.000 prósent.Myndin er lýsandi fyrir ástandið í landinu undanfarna daga. Andstæðingar Maduro hafa mótmælt á götum úti enda lítið annað að gera í fríinu. Þar hafa lögreglu- og hermenn tekið á móti þeim. Ekki sér fyrir endann á því.vísir/gettyFeit pæling sem gekk ekki upp Íbúar landsins hafa eflaust trúað því að staðan gæti ekki orðið verri en hún varð það sannarlega. Skortur á úrkomu yfir veturinn þýðir að vatnsstaða í uppistöðulónum landsins er aðeins lítill hluti sem hún á að vera. Sextíu prósent rafmagns landsins er framleitt með vatnsaflsvirkjunum og sú staða er komin upp að ekki er unnt að framleiða nægt rafmagn til að halda landinu gangandi. Til að mynda var nánast slökkt á landinu yfir páskahátíðina og síðan í apríl hafa föstudagar verið frídagar um land allt þar sem ekki er til nægt rafmagn til að halda starfsemi gangandi. Þá er mælst til þess að fólk mæti ekki í vinnuna á miðvikudögum og fimmtudögum að óþörfu. Listinn yfir hluti sem bæta má er langur. Til að mynda er fátækt í landinu mikil og þrátt fyrir að morðtíðni í heiminum fari minnkandi er sömu sögu ekki að segja um landið. Höfuðborgin Caracas er sú borg í heiminum þar sem flest morð eru framin en þau eru um 120 á hverja hundrað þúsund íbúa. Fjölmenn mótmæli hafa verið á götum höfuðborgarinnar Caracas daglega undanfarnar vikur sem og á fleiri stöðum í landinu. Þess er krafist að Nicolás Maduro hætti svo hægt verði að hefjast handa við að endurreisa efnahag landsins. Búið er að safna undirskriftum svo hægt sé að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Maduro. Hver niðurstaðan verður að lokum getur aðeins tíminn leitt í ljós en morgunljóst er að staðan er ekki góð og hin kommúníska tilraun Chavéz gekk ekki upp. Fréttaskýringar Tengdar fréttir Taka rafmagnið af öllu Venesúela í fjóra tíma á dag Stjórnvöld í Venesúela hafa ákveðið að taka rafmagnið af öllu landinu í fjóra tíma í senn frá og með næstu viku, til að takast á við vaxandi orkuvanda landsins. Ástandið mun vara í fjörutíu daga en ástæða orkuvandans eru miklir þurkar sem gera það að verkum að vatnsaflsvirkjanir landsins ná ekki að framleiða nægilega orku. 22. apríl 2016 08:51 Klukkunni í Venesúela flýtt til að spara rafmagn Tæplega tvær milljónir hafa ritað nafn sitt við undirskriftasöfnun gegn Nicolas Maduro, forseta Venesúela. 2. maí 2016 07:00 Fimm daga helgi til frambúðar hjá opinberum starfsmönnum Ríkisstjórn Venesúela hefur fyrirskipað að opinberir starfsmenn megi einungis mæta í vinnuna á mánudögum og þriðjudögum. 29. apríl 2016 14:34 Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent
Undanfarna daga og vikur hefur heimsbyggðin horft upp á félags-, efnahags- og hugmyndafræðilegt þrot Venesúela verða að veruleika. Skortur er á matvælum, lyfjum og rafmagni í landinu og fjölmenn mótmæli hafa staðið yfir gegn Nicolas Maduro, forseta landsins, síðustu mánuði. Fyrir ekki svo löngu var öldin önnur. Hugmyndafræðilegir ævintýraseggir flykktust til landsins til að lifa hinn sósíalíska draum til fulls. Það gerir enginn lengur. Það er því ekki úr vegi að athuga hvað fór úrskeiðis í landinu. Áður en það verður gert er rétt að hlaupa á hundavaði yfir sögu landsins. Í aldaraðir var Venesúela undir hæl Spánverja. Þegar Napóleon réðst inn í Spán nýttu íbúar landsins tækifærið og lýstu yfir sjálfstæði. Ríkið var þó um tuttugu ára skeið, frá 1810 til 1830, hluti af Stór-Kólumbíu þar til að Venesúela var slitið frá ríkinu í kjölfar uppreisnar. Landið er rúmir 900.000 ferkílómetrar eða tæplega nífalt stærra en Ísland. Venesúela er annálað fyrir gífurlega fjölbreytni í dýraríkinu og stórir hlutar landsins eru friðlýstir. Þar má meðal annars finna Englafossa, þá hæstu í heiminum, og Orinoco-ánna sem verður að teljast mikilvægasta á landsins.Venesúelskir olíuvinnslustarfsmenn árið 1950. Olían hefur verið ein stærsta stoð efnahags landsins frá upphafi síðustu aldar.vísir/gettySvarta gullið byrjar að flæða Í upphafi 20. aldarinnar fannst olía í landinu og hefur ríkið síðan þá verið einn stærsti olíuframleiðandi heimsins. Fyrstu áratugi aldarinnar var ríkið stærsti olíuútflytjandi heims og árið 2011 náði Venesúela þeim árangri að vera það ríki heimsins sem á stærstu olíubirgðir heimsins. Áætlað er að þær séu sem stendur 297 milljarðar tunna. Olía og olíuiðnaður er, og hefur verið, langstærsta tannhjólið í efnahagskerfi landsins en olían er ábyrg fyrir rúmlega fjórðungi af landsframleiðslu og nær öllum útflutningi frá landinu. Efnahagsástand landsins hefur því undanfarna öld sveiflast til með verði á olíu. Árið 1973 ásældust erlendir aðilar olíulindir landsins. Haldin var þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort ríkisvæða ætti olíulindir og fyrirtæki landsins. Sú tillaga var samþykkt og í kjölfarið, árið 1976, var ríkisolíufélaginu PDVSA komið á fót. Lækkað verð á olíu á níunda og tíunda áratug síðustu aldar hafði afar neikvæðar afleiðingar í för með sér. Skera þurfti niður víða í kerfinu, verðbólga jókst og sem og óróleiki í landinu. Árið 1988 var Carlos Andrés Pérez kjörinn forseti og hrinti hann af stað leið sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafði mælt með. Sú ákvörðun vakti upp mikla reiði enda hafði Pérez, í kosningabaráttunni, lýst sjóðnum sem „nifteindasprengju sem eyddi öllu lífi en léti byggingar ósnertar“. Fólk flykktist út á götur, neyðarástandi var lýst yfir og herlögum komið á. Þegar upp var staðið höfðu minnst 276 látið lífið í óeirðunum.Hugo Chavés átti eftir að verða forseti Venesúela, Hér er hann ásamt miklum vini sínum, Kúbuforsetanum Fídel Castro, á 75. ára afmælisdegi þess síðarnefnda. Myndin er tekin skammt frá Caracas árið 2001.vísir/gettyByltingin fór út um þúfur „por ahora“ Það var í þessu árferði sem Hugo Chávez spratt fram. Chávez var fæddur árið 1954 og hafði verið yfirmaður í hernum. Hann var andvígur þeirri hugmyndafræði sem verið hafði við lýði í landinu. Heillaður af ritum Karl Marx, Vladimir Lenin og Mao Zedong kom hann á fót leynilegri deild innan hersins. Eftir atburði ársins 1989 taldi Chávez að ekki yrði lengur búið við slíkt ástand. Ásamt þeim mönnum sem honum fylgdu undirbjó hann byltingu. Ráðist var til atlögu í dagrenningu þann 4. febrúar 1992 þegar fimm herdeildir undir hans stjórn fóru inn í höfuðborgina Caracas. Til að gera langa sögu stutta misheppnaðist tilraunin algerlega. Chávez stýrði aðeins litlu broti hersins og röð óvæntra atvika og svika einstakra manna bættu ekki úr skák. Á endanum gafst Chávez upp. Áður en honum var varpað í fangelsi var hann látinn ávarpa þjóðina í ríkissjónvarpinu og biðla til eftirstandandi byltingarsinna að hætta andspyrnu sinni. Í ávarpinu sagði hann að tilraun hans hefði „por ahora“ farið út um þúfur. „Por ahora“ myndi útleggjast sem „í bili“ á hinu ástkæra ylhýra. Tveimur árum síðar var Rafael Caldrea kjörinn forseti eftir að áðurnefndum Peréz hafði verið vikið úr embætti. Eitt af fyrstu verkum Caldera var að náða Chavéz. Byltingarleiðtoginn fyrrverandi beið ekki boðanna og hóf ferð um landið auk þess sem hann heimsótti önnur lönd. Þar á meðal var Kúba en mikill vinskapur komst á milli hans og Fídel Castro forseta Kúbu. Hugo Chavéz - Forsetinn sem öllu breytti Ljóst var að Chavéz stefndi að forsetaframboði. Íbúar landsins sáu í Chavéz mann sem boðaði breytingar og hann var vinsæll. Það fór að lokum svo að í forsetakosningunum í desember 1998 hlaut hann tæp 57 prósent greiddra atkvæða. Frá upphafi var ljóst að Chavéz yrði öðruvísi forseti en forverar hans. Strax þegar hann sór embættiseiðinn vék hann út af fyrirhuguðum bókstaf. Fyrir framan þjóðina sór hann við „Guð og hina deyjandi stjórnarskrá“ að hann myndi gera þær lýðræðislegu breytingar í landinu til að endurnýja samfélagssáttmála þjóðarinnar. Hans fyrsta verk var að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort skrifa ætti nýja stjórnarskrá. 88 prósent sögðu já. Rúmlega 1.100 buðu sig fram til setu á stjórnlagaþingi, þar af meira en 900 andstæðingar forsetans, en þrátt fyrir það var yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem náði kjöri, 119 af 125 fulltrúum, honum hliðhollir. Nýja stjórnarskráin var að lokum samþykkt. Nýja stjórnarskráin umturnaði stjórnkerfi landsins, færði meiri völd til forsetans en gaf borgurunum einnig aukin mannréttindi. Þó er rétt að taka það fram að eignarétturinn hefur aldrei verið mjög sterkur í landinu. Hugo Chavéz árið 2002 eftir að þjóðin hafði hafnað því í þjóðaratkvæðagreiðslu að setja hann af sem forseta landsins.vísir/gettyAð borða útsæðið Það er loksins hér sem hægt er að fjalla um hvað fór úrskeiðis hjá Venesúela. Chavéz hófst handa við að grisja í stjórnunarstöðum hjá ríkisolíufélaginu PDVSA og koma mönnum hliðhollum sér í æðstu þrep. Flest stærstu fyrirtæki landsins voru ríkisvædd og á ný var skipt um stjórnendur. Sömu sögu er að segja af ræktarlandi og fyrirtækjum sem sáu um matvælaframleiðslu. Þeir einkaaðilar sem eftir stóðu þurftu oftar en ekki að kljást við fjall af óskiljanlegum reglugerðum. Matvælaöryggi í landinu er ábótavant þrátt fyrir, eða vegna, ríkisvæðingu ræktarlands en rúmlega sextíu prósent matvæla eru innflutt. Það þarf síðan vart að taka það fram að verði á helstu nauðsynjum er handstýrt af stjórnvöldum. Olía, mjólk, hrísgrjón, smjör, klósettpappír og helstu kjöttegundir, allt er þetta háð verðlagningu hins opinbera. Nær undantekningarlaust er verðið til neytandans langt undir markaðsverði og framleiðslukostnaði. Langvarandi skortur hefur verið á vörum í landinu og hefur fólk leitað á náðir undirheima og smyglara til að koma höndum yfir slíkan varning. Það sem af er öldinni hefur bilið verið brúað með olíupeningum. Á meðan önnur olíuríki nýttu ofboðslega hátt heimsmarkaðsverð á hráolíutunnunni til að safna upp forða ákvað Venesúela að greiða niður ýmsa hluti í landinu. Afleiðingin er sú að enginn peningur er til nú til að greiða fyrir nauðsynjar. Hugo Chávez lést árið 2013 eftir baráttu við krabbamein. Við embætti hans tók Nicolás Maduro, sem er fyrrverandi rútubílstjóri, og hefur hann haldið stefnu forvera síns áfram. Handstýring ríkisins á matvælaverði og innkaupastefna þess hefur skilað sér í víðtækum skorti á nauðsynjum.Viðvarandi skortur hefur verið á nauðsynjum í landinu í gegnum tíðina.vísir/gettyEiga ekki pening fyrir peningunum Rekstrarhalli ríkisins hefði átt að kalla á aðgerðir og mögulegar verðhækkanir, til að mynda á eldsneyti en Venesúela býr við ódýrasta eldsneyti veraldar. Slíkar aðgerðir, ofan í langvarandi skort á vörum, eru afar óvinsælar og hafa ráðamenn veigrað sér við að leggja í þá vegferð. Í stað þess að grípa til aðgerða áður en í óefni var komið hefur Maduro skellt skuldinni á kapítalista, Bandaríkin og smyglara. Hefur hann meðan annars gefið út að landið standi nú í „efnahagslegri styrjöld“. Sögulegt hrun á hráolíuverði og olíumörkuðum í upphafi árs var síðan kornið sem fyllti mælinn. Tekjur ríkisins drógust saman stórkostlega og eftirleikinn þekkjum við. Í síðasta mánuði var neyðarástandi lýst yfir og matvælaverksmiðjur, sem ekki voru í ríkiseigu, voru þjóðnýttar og mótmæli hafa verið daglegt brauð. Gjaldmiðill landsins, bólívarinn, er prentaður erlendis og sem stendur er Venesúela svo illa statt að það hefur ekki einu sinni peninga til að borga fyrir peningana sína. Í ofanálag er bólívarinn orðinn svo verðlaus að þjófar neita að stela honum. Verð á nauðsynjum hefur hækkað upp úr öllu valdi. Til að mynda kostar eggjabakki með tólf eggjum nú það sem nemur andvirði 19.000 íslenskra króna. Verðbólga í landinu, sem í gegnum tíðina hefur verið nokkuð stabíl í tuttugu prósentum, er nú 180 prósent og hefur hækkað úr 76 prósentum frá upphafi árs í fyrra. Til samanburðar fór hún hæst í rúm hundrað prósent í efnahagskreppu níunda áratugar síðustu aldar og í um 110 prósent á miðjum tíunda áratugnum.Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáir því að í árslok verði verðbólga um 720 prósent og er hann bjartsýnni en margir. Þeir svartsýnustu telja að verðbólga gæti náð 1.200 prósentum fyrir árslok og farið yfir 2.000 prósent árið 2017. Til að líta á björtu hliðarnar á Venesúela enn langt í land með að ná Zimbabwe ársins 2008 en verðbólga þar í landi náði hæst í 79.600.000.000 prósent.Myndin er lýsandi fyrir ástandið í landinu undanfarna daga. Andstæðingar Maduro hafa mótmælt á götum úti enda lítið annað að gera í fríinu. Þar hafa lögreglu- og hermenn tekið á móti þeim. Ekki sér fyrir endann á því.vísir/gettyFeit pæling sem gekk ekki upp Íbúar landsins hafa eflaust trúað því að staðan gæti ekki orðið verri en hún varð það sannarlega. Skortur á úrkomu yfir veturinn þýðir að vatnsstaða í uppistöðulónum landsins er aðeins lítill hluti sem hún á að vera. Sextíu prósent rafmagns landsins er framleitt með vatnsaflsvirkjunum og sú staða er komin upp að ekki er unnt að framleiða nægt rafmagn til að halda landinu gangandi. Til að mynda var nánast slökkt á landinu yfir páskahátíðina og síðan í apríl hafa föstudagar verið frídagar um land allt þar sem ekki er til nægt rafmagn til að halda starfsemi gangandi. Þá er mælst til þess að fólk mæti ekki í vinnuna á miðvikudögum og fimmtudögum að óþörfu. Listinn yfir hluti sem bæta má er langur. Til að mynda er fátækt í landinu mikil og þrátt fyrir að morðtíðni í heiminum fari minnkandi er sömu sögu ekki að segja um landið. Höfuðborgin Caracas er sú borg í heiminum þar sem flest morð eru framin en þau eru um 120 á hverja hundrað þúsund íbúa. Fjölmenn mótmæli hafa verið á götum höfuðborgarinnar Caracas daglega undanfarnar vikur sem og á fleiri stöðum í landinu. Þess er krafist að Nicolás Maduro hætti svo hægt verði að hefjast handa við að endurreisa efnahag landsins. Búið er að safna undirskriftum svo hægt sé að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Maduro. Hver niðurstaðan verður að lokum getur aðeins tíminn leitt í ljós en morgunljóst er að staðan er ekki góð og hin kommúníska tilraun Chavéz gekk ekki upp.
Taka rafmagnið af öllu Venesúela í fjóra tíma á dag Stjórnvöld í Venesúela hafa ákveðið að taka rafmagnið af öllu landinu í fjóra tíma í senn frá og með næstu viku, til að takast á við vaxandi orkuvanda landsins. Ástandið mun vara í fjörutíu daga en ástæða orkuvandans eru miklir þurkar sem gera það að verkum að vatnsaflsvirkjanir landsins ná ekki að framleiða nægilega orku. 22. apríl 2016 08:51
Klukkunni í Venesúela flýtt til að spara rafmagn Tæplega tvær milljónir hafa ritað nafn sitt við undirskriftasöfnun gegn Nicolas Maduro, forseta Venesúela. 2. maí 2016 07:00
Fimm daga helgi til frambúðar hjá opinberum starfsmönnum Ríkisstjórn Venesúela hefur fyrirskipað að opinberir starfsmenn megi einungis mæta í vinnuna á mánudögum og þriðjudögum. 29. apríl 2016 14:34