„Það fer enginn jafnaðarmaður í Viðreisn“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. júní 2016 11:08 Oddný Harðardóttir nýkjörinn formaður Samfylkingarinnar útilokar ekki að mynda kosningabandalag með stjórnarandstöðunni. vísir/anton brink Oddný Harðardóttir nýkjörinn formaður Samfylkingarinnar segist fagna áherslum Viðreisnar hvað varðar aðild að Evrópusambandinu og að þessi nýstofnaði stjórnmálaflokkur tali fyrir markaðslausnum þegar kemur að úthlutun veiðiheimilda. Hins vegar telur hún flokkinn ekki vera velferðarafl líkt og Samfylkinguna. „Það fer enginn jafnaðarmaður í Viðreisn,það get ég sagt þér,“ sagði Oddný í viðtali við Pál Magnússon á Sprengisandi í morgun. Aðspurð sagði Oddný að kosningabandalag með stjórnarandstöðuflokkunum fyrir væntanlegar kosningar í haust kæmi til greina en setjast þyrfti niður til að ræða það sérstaklega. „Það er langlíklegast að við náum stærstum hluta stefnumála okkar fram í samstarfi við stjórnarandstöðuflokkanna,“ sagði Oddný.Ekki haldið áfram með aðild að ESB án þjóðaratkvæðagreiðslu Hún var einnig spurð út í Evrópumálin en Samfylkingin hefur löngum haft það á stefnuskrá sinni að sækja um aðild að Evrópusambandinu og gerði flokkurinn það árið 2009 þegar hann var kominn í ríkisstjórn ásamt Vinstri grænum. Þá var þjóðin ekki spurð álits á því hvort hún vildi fara í viðræður við ESB um aðild en síðan þá hefur núverandi ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokksins gert hlé á viðræðunum. Oddný sagði að Samfylkingin væri enn með það á stefnuskrá sinni að sækja um aðild að ESB. Það yrði hins vegar ekki gert nema að spyrja þjóðina fyrst að því hvort sækja eigi um aðild að sambandinu. Hún vildi þó ekki meina að það hafi verið mistök að halda ekki þjóðaratkvæðagreiðslu um málið árið 2009 þó það hefði ef til vill betra að gera það eftir á að hyggja. „En það er ekkert ríki sem hefur fari þetta að spyrja þjóðina hvort það eigi að sækja um aðild en öll ríkin hafa haldið þjóðaratkvæðagreiðslu þegar samningurinn liggur fyrir og það var það ferli sem við fórum í. En síðan eins og umræðan hefur verið þá eru nánast allir flokkar nánast búnir að samþykkja fyrir sitt leyti að byrja ekki aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Staðan er bara þannig,“ sagði Oddný. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Oddný boðar 130 daga plan Nýr formaður Samfylkingarinnar segist bjartsýnn fyrir hönd flokksins þrátt fyrir dalandi fylgi. Oddný Harðardóttir ræðir við jafnaðarmenn um allt land. 4. júní 2016 07:00 Endurreisn heilbrigðiskerfisins stærsta verkefni næsta kjörtímabils Forgangsmál að mati nýs formanns Samfylkingarinnar. 4. júní 2016 18:50 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Sjá meira
Oddný Harðardóttir nýkjörinn formaður Samfylkingarinnar segist fagna áherslum Viðreisnar hvað varðar aðild að Evrópusambandinu og að þessi nýstofnaði stjórnmálaflokkur tali fyrir markaðslausnum þegar kemur að úthlutun veiðiheimilda. Hins vegar telur hún flokkinn ekki vera velferðarafl líkt og Samfylkinguna. „Það fer enginn jafnaðarmaður í Viðreisn,það get ég sagt þér,“ sagði Oddný í viðtali við Pál Magnússon á Sprengisandi í morgun. Aðspurð sagði Oddný að kosningabandalag með stjórnarandstöðuflokkunum fyrir væntanlegar kosningar í haust kæmi til greina en setjast þyrfti niður til að ræða það sérstaklega. „Það er langlíklegast að við náum stærstum hluta stefnumála okkar fram í samstarfi við stjórnarandstöðuflokkanna,“ sagði Oddný.Ekki haldið áfram með aðild að ESB án þjóðaratkvæðagreiðslu Hún var einnig spurð út í Evrópumálin en Samfylkingin hefur löngum haft það á stefnuskrá sinni að sækja um aðild að Evrópusambandinu og gerði flokkurinn það árið 2009 þegar hann var kominn í ríkisstjórn ásamt Vinstri grænum. Þá var þjóðin ekki spurð álits á því hvort hún vildi fara í viðræður við ESB um aðild en síðan þá hefur núverandi ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokksins gert hlé á viðræðunum. Oddný sagði að Samfylkingin væri enn með það á stefnuskrá sinni að sækja um aðild að ESB. Það yrði hins vegar ekki gert nema að spyrja þjóðina fyrst að því hvort sækja eigi um aðild að sambandinu. Hún vildi þó ekki meina að það hafi verið mistök að halda ekki þjóðaratkvæðagreiðslu um málið árið 2009 þó það hefði ef til vill betra að gera það eftir á að hyggja. „En það er ekkert ríki sem hefur fari þetta að spyrja þjóðina hvort það eigi að sækja um aðild en öll ríkin hafa haldið þjóðaratkvæðagreiðslu þegar samningurinn liggur fyrir og það var það ferli sem við fórum í. En síðan eins og umræðan hefur verið þá eru nánast allir flokkar nánast búnir að samþykkja fyrir sitt leyti að byrja ekki aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Staðan er bara þannig,“ sagði Oddný.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Oddný boðar 130 daga plan Nýr formaður Samfylkingarinnar segist bjartsýnn fyrir hönd flokksins þrátt fyrir dalandi fylgi. Oddný Harðardóttir ræðir við jafnaðarmenn um allt land. 4. júní 2016 07:00 Endurreisn heilbrigðiskerfisins stærsta verkefni næsta kjörtímabils Forgangsmál að mati nýs formanns Samfylkingarinnar. 4. júní 2016 18:50 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Sjá meira
Oddný boðar 130 daga plan Nýr formaður Samfylkingarinnar segist bjartsýnn fyrir hönd flokksins þrátt fyrir dalandi fylgi. Oddný Harðardóttir ræðir við jafnaðarmenn um allt land. 4. júní 2016 07:00
Endurreisn heilbrigðiskerfisins stærsta verkefni næsta kjörtímabils Forgangsmál að mati nýs formanns Samfylkingarinnar. 4. júní 2016 18:50