Píratar leggja til uppsögn samnings kirkjunnar og ríkisins Jóhann Óli Eiðsson skrifar 2. júní 2016 15:06 Fyrsti flutningsmaður tillögunnar er Birgitta Jónsdóttir en samflokksmenn hennar á þingi standa einnig að tillögunni. vísir/vilhelm Þingflokkur Pírata hefur lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að Alþingi feli ríkisstjórninni að hefja undirbúning að uppsögn samkomulags við þjóðkirkjuna um kirkjujarðir, launagreiðslur presta og starfsmenn þjóðkirkjunnar. Fyrsti flutningsmaður er Birgitta Jónsdóttir. Samkomulagið sem nú er í gildi er frá árinu 1997 en stærstan hluta 20. aldarinnar ríkti talsverð óvissa um eignarrétt á kirkjujörðum. Nefnd var skipuð árið 1982 til að kanna hverjar kirkjueignir væru og gefa álit um réttarstöðu þeirra eigna. Þegar samkomulag milli íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar var undirritað árið 1997 var horft til álitsgerðar nefndarinnar, „[þ]rátt fyrir að ríkið hafi, á þeim 90 árum sem liðu, hvorki kannað til fullnustu lögmæti fyrri samninga, né heldur hvaða jarðir tilheyrðu honum, matsverð þeirra og rekstraruppgjör var engu síður gerður samningur um áframhaldandi skuldbindingar ríkisins við þjóðkirkjuna.“ Svo segir í greinargerð með ályktuninni. Flutningsmenn tillögunnar telja ljóst að ríkið sé löngu búið að greiða fyrir þær kirkjujarðir sem það fékk afhentar með samkomulaginu um kirkjujarðir og launagreiðslur presta og starfsmanna þjóðkirkjunnar frá árinu 1997. Síðan þá hefur ríkið greitt yfir 30 milljarða til kirkjunnar vegna samningsins eða um 1,5 milljarða á ári. „Á undanförnum áratugum hefur íslenskt samfélag tekið miklum breytingum, t.d. hvað varðar trúarbrögð og trúarvitund fólks. Samkvæmt skoðanakönnunum fer þeim fjölgandi sem eru hlynntir aðskilnaði ríkis og kirkju. Krafan um fullan aðskilnað ríkis og kirkju verður því sífellt háværari sem og krafan um að stuðla skuli að jafnri stöðu allra trúar- og lífsskoðunarfélaga. Það verður því að teljast eðlileg krafa að samningar sem ríkið gerir við þjóðkirkjuna eða önnur trú- og lífsskoðunarfélög byggist á nákvæmari útreikningum og á rökrænum forsendum en ekki á táknrænum grunni,“ segir í greinargerðinni. Greinargerðina má lesa í heild sinni hér. Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Guðlast ekki lengur ólöglegt Frumvarp Pírata sem fellir úr gildi bann við guðlasti var samþykkt á þinginu fyrir skemmstu. 2. júlí 2015 16:13 Vilja afnema sjálfkrafa skráningu barna í trúfélög Píratar leggja nú fram í annað sinn frumvarp á Alþingi um afnám sjálfkrafa skráningu barna í trú-eða lífsskoðunarfélög. 10. mars 2016 10:18 Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærri en Píratar Bæði Píratar og Sjálfstæðisflokkurinn bæta örlitlu fylgi við sig í nýjum þjóðarpúlsi Gallup. 1. júní 2016 22:40 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Þingflokkur Pírata hefur lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að Alþingi feli ríkisstjórninni að hefja undirbúning að uppsögn samkomulags við þjóðkirkjuna um kirkjujarðir, launagreiðslur presta og starfsmenn þjóðkirkjunnar. Fyrsti flutningsmaður er Birgitta Jónsdóttir. Samkomulagið sem nú er í gildi er frá árinu 1997 en stærstan hluta 20. aldarinnar ríkti talsverð óvissa um eignarrétt á kirkjujörðum. Nefnd var skipuð árið 1982 til að kanna hverjar kirkjueignir væru og gefa álit um réttarstöðu þeirra eigna. Þegar samkomulag milli íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar var undirritað árið 1997 var horft til álitsgerðar nefndarinnar, „[þ]rátt fyrir að ríkið hafi, á þeim 90 árum sem liðu, hvorki kannað til fullnustu lögmæti fyrri samninga, né heldur hvaða jarðir tilheyrðu honum, matsverð þeirra og rekstraruppgjör var engu síður gerður samningur um áframhaldandi skuldbindingar ríkisins við þjóðkirkjuna.“ Svo segir í greinargerð með ályktuninni. Flutningsmenn tillögunnar telja ljóst að ríkið sé löngu búið að greiða fyrir þær kirkjujarðir sem það fékk afhentar með samkomulaginu um kirkjujarðir og launagreiðslur presta og starfsmanna þjóðkirkjunnar frá árinu 1997. Síðan þá hefur ríkið greitt yfir 30 milljarða til kirkjunnar vegna samningsins eða um 1,5 milljarða á ári. „Á undanförnum áratugum hefur íslenskt samfélag tekið miklum breytingum, t.d. hvað varðar trúarbrögð og trúarvitund fólks. Samkvæmt skoðanakönnunum fer þeim fjölgandi sem eru hlynntir aðskilnaði ríkis og kirkju. Krafan um fullan aðskilnað ríkis og kirkju verður því sífellt háværari sem og krafan um að stuðla skuli að jafnri stöðu allra trúar- og lífsskoðunarfélaga. Það verður því að teljast eðlileg krafa að samningar sem ríkið gerir við þjóðkirkjuna eða önnur trú- og lífsskoðunarfélög byggist á nákvæmari útreikningum og á rökrænum forsendum en ekki á táknrænum grunni,“ segir í greinargerðinni. Greinargerðina má lesa í heild sinni hér.
Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Guðlast ekki lengur ólöglegt Frumvarp Pírata sem fellir úr gildi bann við guðlasti var samþykkt á þinginu fyrir skemmstu. 2. júlí 2015 16:13 Vilja afnema sjálfkrafa skráningu barna í trúfélög Píratar leggja nú fram í annað sinn frumvarp á Alþingi um afnám sjálfkrafa skráningu barna í trú-eða lífsskoðunarfélög. 10. mars 2016 10:18 Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærri en Píratar Bæði Píratar og Sjálfstæðisflokkurinn bæta örlitlu fylgi við sig í nýjum þjóðarpúlsi Gallup. 1. júní 2016 22:40 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Guðlast ekki lengur ólöglegt Frumvarp Pírata sem fellir úr gildi bann við guðlasti var samþykkt á þinginu fyrir skemmstu. 2. júlí 2015 16:13
Vilja afnema sjálfkrafa skráningu barna í trúfélög Píratar leggja nú fram í annað sinn frumvarp á Alþingi um afnám sjálfkrafa skráningu barna í trú-eða lífsskoðunarfélög. 10. mars 2016 10:18
Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærri en Píratar Bæði Píratar og Sjálfstæðisflokkurinn bæta örlitlu fylgi við sig í nýjum þjóðarpúlsi Gallup. 1. júní 2016 22:40