Þrumandi söngur, mæðulegur strengjaleikur Jónas Sen skrifar 1. júní 2016 09:45 Sigríður Ósk Kristjánsdóttir söngkona fór á kostum á tónleikum á vegum Listahátíðar síðastliðið fimmtudagskvöld. Vísir/GVA Tónlist Kammertónleikar Verk eftir Händel, Vivaldi, de la Guerre, Porpora, Purcell og Vivaldi. Flytjandi: Symphonia Angelica Guðríðarkirkja Fimmtudagur 26. maí Nauðgun var aðalyrkisefnið á tónleikum barokkhópsins Symphonia Angelica í Guðríðarkirkju á fimmtudagskvöldið. Aðalpersónan var Lucrezia, fögur, rómversk stúlka sem var uppi 500 árum fyrir Krist. Konungssonur nauðgaði henni og það leiddi til þess að hún fyrirfór sér. Þetta olli ólgu í samfélaginu, á endanum var gerð bylting og rómverska lýðveldið var stofnað. Um atburðinn hafa fleiri en eitt tónskáld samið tónlist. Britten skrifaði t.d. óperu sem hefur verið sett upp hér á landi. En núna átti Händel tónlistina um nauðgunina og var Sigríður Ósk Kristjánsdóttir mezzó-sópran í aðalhlutverkinu. Hún er mögnuð söngkona. Eins og nærri má geta er tónlistin gríðarlega átakamikil og Sigríður skilaði henni á áhrifaríkan hátt til áheyrenda. Röddin var í senn tær og víðfeðm og túlkunin kröftug og full af myrkum tilfinningum. Með Sigríði léku Halldór Bjarki Arnarson á sembal, Arngeir Heiðar Hauksson á teorbu (eins konar risastór lúta) og Sigurður Halldórsson á selló. Spilamennskan var kraftmikil eins og hæfði viðfangsefninu. Sérstaklega var sellóleikurinn skemmtilega hamslaus. Sannaðist þarna að þótt barokktónlist sé vissulega formföst og hátíðleg, getur hún verið lífleg líka. Kantatan eftir Händel var langbesta atriði tónleikanna. Fæst annað hitti í mark. Þetta voru ýmist aríur eftir Elizabeth-Claude Jacquet de la Guerre, Händel og Nicola Porpora, og hljóðfæraverk eftir Purcell og Vivaldi. Í lokin var uppklappslag, aría úr Dido og Aeneas eftir Purcell. Það var allt saman fremur einsleitt. Ástæðan var fiðlu- og víóluhópurinn, sem samanstóð af Hildigunni Halldórsdóttur, Guðbjörgu Hlín Guðmundsdóttur og Þóru Margréti Sveinsdóttur. Þær spiluðu vissulega ekki illa, en það var engin dirfska í leik þeirra. Sama hvert viðfangsefnið var þá léku þær allt eins. Þær vönduðu sig of mikið. Leikurinn fór aldrei á flug. Einhvers konar flatneskjulegur mæðutónn var í spilamennskunni sem fór tónlistinni illa og var þreytandi áheyrnar. Þetta var synd því Sigríður Ósk var frábær, en hún naut sín ekki alltaf. Meðleikur er ekki bara eitthvert undirspil, hann er öll stemningin í kringum sönginn, landslagið, litirnir, angan í loftinu. Ef meðleikararnir spila dauft verður söngurinn aldrei alveg eins og hann á að vera. Það var því miður oftast uppi á teningnum hér þótt kantatan eftir Händel hafi verið afburða góð.Niðurstaða: Fallegur söngur, en meðleikurinn var upp og ofan. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. júní 2016. Listahátíð í Reykjavík Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira
Tónlist Kammertónleikar Verk eftir Händel, Vivaldi, de la Guerre, Porpora, Purcell og Vivaldi. Flytjandi: Symphonia Angelica Guðríðarkirkja Fimmtudagur 26. maí Nauðgun var aðalyrkisefnið á tónleikum barokkhópsins Symphonia Angelica í Guðríðarkirkju á fimmtudagskvöldið. Aðalpersónan var Lucrezia, fögur, rómversk stúlka sem var uppi 500 árum fyrir Krist. Konungssonur nauðgaði henni og það leiddi til þess að hún fyrirfór sér. Þetta olli ólgu í samfélaginu, á endanum var gerð bylting og rómverska lýðveldið var stofnað. Um atburðinn hafa fleiri en eitt tónskáld samið tónlist. Britten skrifaði t.d. óperu sem hefur verið sett upp hér á landi. En núna átti Händel tónlistina um nauðgunina og var Sigríður Ósk Kristjánsdóttir mezzó-sópran í aðalhlutverkinu. Hún er mögnuð söngkona. Eins og nærri má geta er tónlistin gríðarlega átakamikil og Sigríður skilaði henni á áhrifaríkan hátt til áheyrenda. Röddin var í senn tær og víðfeðm og túlkunin kröftug og full af myrkum tilfinningum. Með Sigríði léku Halldór Bjarki Arnarson á sembal, Arngeir Heiðar Hauksson á teorbu (eins konar risastór lúta) og Sigurður Halldórsson á selló. Spilamennskan var kraftmikil eins og hæfði viðfangsefninu. Sérstaklega var sellóleikurinn skemmtilega hamslaus. Sannaðist þarna að þótt barokktónlist sé vissulega formföst og hátíðleg, getur hún verið lífleg líka. Kantatan eftir Händel var langbesta atriði tónleikanna. Fæst annað hitti í mark. Þetta voru ýmist aríur eftir Elizabeth-Claude Jacquet de la Guerre, Händel og Nicola Porpora, og hljóðfæraverk eftir Purcell og Vivaldi. Í lokin var uppklappslag, aría úr Dido og Aeneas eftir Purcell. Það var allt saman fremur einsleitt. Ástæðan var fiðlu- og víóluhópurinn, sem samanstóð af Hildigunni Halldórsdóttur, Guðbjörgu Hlín Guðmundsdóttur og Þóru Margréti Sveinsdóttur. Þær spiluðu vissulega ekki illa, en það var engin dirfska í leik þeirra. Sama hvert viðfangsefnið var þá léku þær allt eins. Þær vönduðu sig of mikið. Leikurinn fór aldrei á flug. Einhvers konar flatneskjulegur mæðutónn var í spilamennskunni sem fór tónlistinni illa og var þreytandi áheyrnar. Þetta var synd því Sigríður Ósk var frábær, en hún naut sín ekki alltaf. Meðleikur er ekki bara eitthvert undirspil, hann er öll stemningin í kringum sönginn, landslagið, litirnir, angan í loftinu. Ef meðleikararnir spila dauft verður söngurinn aldrei alveg eins og hann á að vera. Það var því miður oftast uppi á teningnum hér þótt kantatan eftir Händel hafi verið afburða góð.Niðurstaða: Fallegur söngur, en meðleikurinn var upp og ofan. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. júní 2016.
Listahátíð í Reykjavík Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp