Tólf grunaðir hryðjuverkamenn handteknir í Brussel Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 18. júní 2016 12:41 Lögregluþjónar að störfum í kjölfar árásanna í Brussel í mars. Vísir/EPA Belgíska lögreglan handtók í nótt tólf manns í umfangsmiklum aðgerðum. Grunur leikur á að fólkið hafi verið að skipuleggja hryðjuverkaárásir þar í landi. Aðeins eru þrír mánuðir síðan að 32 létust í hryðjuverkaárásum í Brussel sem gerðar voru bæði á alþjóðaflugvellinum og við neðanjarðarlestarstöð. Lögreglan yfirheyrði fjörutíu manns á meðan á aðgerðunum stóð en þær hófust í gærkvöldi og stóðu fram eftir nóttu. Þá voru framkvæmdar húsleitir á á annað hundrað stöðum í heimahúsum, geymslum og bílskúrum. Belgíska lögreglan fékk nýlega ábendingu um að nýir hryðjuverkahópar hefðu komið sér fyrir í Brussel og að þeir væru að undirbúa árásir. Þá greina fjölmiðlar þar í landi frá því að talið sé að þeir hafi ætlað að framkvæma árásir á meðan að belgíska karlalandsliðið í knattspyrnu spilar leik á Evrópumeistaramótinu í Frakklandi. Mikill viðbúnaður er enn í Belgíu eftir árásirnar í mars og er enn í gildi næsthæsta viðvörunarstig vegna hryðjuverkaógnar þar í landi. Belgíska lögreglan hefur lítið viljað tjá sig um handtökurnar í nótt en fólkið verður að öllum líkindum leitt fyrir dómara í dag sem úrskurðar um hvort það verði sett í gæsluvarðhald. Hryðjuverk í Brussel Tengdar fréttir ISIS kallar eftir hryðjuverkaárásum á Vesturveldin í næsta mánuði Skilaboð sem sögð eru vera frá talsmanni ISIS kalla eftir því að stuðningsmenn ISIS fremji hryðjuverk í föstumánuði múslima sem hefst í byrjun júní. 21. maí 2016 21:18 Vara við hryðjuverkaógn á Evrópumótinu Bandaríkin segja að vegna mikils fjölda ferðamanna sé mótið eftirsóknarvert skotmark hryðjuverkasamtaka. 31. maí 2016 16:50 Salah Abdeslam þögull sem gröfin í réttarhöldum yfir sjálfum sér Lögfræðingur hans segir að hann muni svara spurningum síðar. 20. maí 2016 11:30 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Belgíska lögreglan handtók í nótt tólf manns í umfangsmiklum aðgerðum. Grunur leikur á að fólkið hafi verið að skipuleggja hryðjuverkaárásir þar í landi. Aðeins eru þrír mánuðir síðan að 32 létust í hryðjuverkaárásum í Brussel sem gerðar voru bæði á alþjóðaflugvellinum og við neðanjarðarlestarstöð. Lögreglan yfirheyrði fjörutíu manns á meðan á aðgerðunum stóð en þær hófust í gærkvöldi og stóðu fram eftir nóttu. Þá voru framkvæmdar húsleitir á á annað hundrað stöðum í heimahúsum, geymslum og bílskúrum. Belgíska lögreglan fékk nýlega ábendingu um að nýir hryðjuverkahópar hefðu komið sér fyrir í Brussel og að þeir væru að undirbúa árásir. Þá greina fjölmiðlar þar í landi frá því að talið sé að þeir hafi ætlað að framkvæma árásir á meðan að belgíska karlalandsliðið í knattspyrnu spilar leik á Evrópumeistaramótinu í Frakklandi. Mikill viðbúnaður er enn í Belgíu eftir árásirnar í mars og er enn í gildi næsthæsta viðvörunarstig vegna hryðjuverkaógnar þar í landi. Belgíska lögreglan hefur lítið viljað tjá sig um handtökurnar í nótt en fólkið verður að öllum líkindum leitt fyrir dómara í dag sem úrskurðar um hvort það verði sett í gæsluvarðhald.
Hryðjuverk í Brussel Tengdar fréttir ISIS kallar eftir hryðjuverkaárásum á Vesturveldin í næsta mánuði Skilaboð sem sögð eru vera frá talsmanni ISIS kalla eftir því að stuðningsmenn ISIS fremji hryðjuverk í föstumánuði múslima sem hefst í byrjun júní. 21. maí 2016 21:18 Vara við hryðjuverkaógn á Evrópumótinu Bandaríkin segja að vegna mikils fjölda ferðamanna sé mótið eftirsóknarvert skotmark hryðjuverkasamtaka. 31. maí 2016 16:50 Salah Abdeslam þögull sem gröfin í réttarhöldum yfir sjálfum sér Lögfræðingur hans segir að hann muni svara spurningum síðar. 20. maí 2016 11:30 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
ISIS kallar eftir hryðjuverkaárásum á Vesturveldin í næsta mánuði Skilaboð sem sögð eru vera frá talsmanni ISIS kalla eftir því að stuðningsmenn ISIS fremji hryðjuverk í föstumánuði múslima sem hefst í byrjun júní. 21. maí 2016 21:18
Vara við hryðjuverkaógn á Evrópumótinu Bandaríkin segja að vegna mikils fjölda ferðamanna sé mótið eftirsóknarvert skotmark hryðjuverkasamtaka. 31. maí 2016 16:50
Salah Abdeslam þögull sem gröfin í réttarhöldum yfir sjálfum sér Lögfræðingur hans segir að hann muni svara spurningum síðar. 20. maí 2016 11:30