Uppvakningar Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 18. júní 2016 07:00 Umræðan um embætti forseta Íslands, sem kosið verður um eftir rétta viku, hefur ekki náð þeim hæðum sem efni standa til. Þrátt fyrir marga öfluga og hugsandi frambjóðendur, með skýra sýn á það sem á okkur brennur, hefur karpið stundum náð yfirhöndinni. Sjónir hafa beinst að kunnum uppvakningum, sumum úr grárri fortíð, sem fyrir margt löngu hafa verið ræddir í þaula. Landið, fagrar listir, náttúran, ferðamennirnir, auðlindirnar, jafnréttismál, alþjóðamál, yfirvegað og fræðilegt mat á samtímasögu, hollt grín litskrúðugra frambjóðenda og sjálf framtíðin hafa löngum stundum fallið í skuggann af brellum áróðursmeistara. Þeim hentar að ræða eitthvað allt annað – og tekst það of oft. Enda lærðu þeir sitt fag í kalda stríðinu, þegar tilgangurinn helgaði meðalið. Listin var að ná athyglinni og halda henni. Þegar þeim hentaði var ekki hikað við að moka sandi í gangverk umræðunnar í stað þess að smyrja tannhjólið. Orðið smjörklípa er úr smiðju þessa hóps. Davíð Oddsson lýsti því snilldarlega í viðtali fyrir nokkrum árum hvernig hann hefði drepið málum á dreif og vísaði til ömmu sinnar, sem átti kött. Þegar kötturinn var ekki til friðs klíndi gamla konan smjöri á feldinn á honum. Eftir það var hann til friðs, meðan hann sleikti af sér smjörið. Þessi aðferð dugir, sagði Davíð í viðtalinu, til að beina athyglinni frá erfiðum málum. Lengi vel réð þessi hópur yfir málgagni sem með réttu eða röngu naut trausts stórs hluta þjóðarinnar. Málgagnið gerði margt vel og fór víða, sagði frá sumu en sleppti öðru – dró upp sína mynd af veruleikanum. Það átti einkum við um pólitík. Það hóf sitt fólk upp til skýjanna ef svo bar undir en gerði lítið úr meintum andstæðingum. Nú er ekkert slíkt málgagn. Aðferðirnar duga heldur ekki lengur. Þrátt fyrir hávært tal um óburðuga fjölmiðla er vígstaða almennings gagnvart áróðri betri nú en nokkru sinni. Upplýsingar streyma að úr mörgum áttum – myndbrot héðan og þaðan. Fólk raðar brotunum saman sjálft. Einstakir fjölmiðlar hafa ekki þau áhrif sem þeir áður höfðu, sem betur fer. Aðferðirnar sem beitt hefur verið í framboði Davíðs Oddssonar hafa líklega samt haft meiri áhrif á forsetakosningarnar en fylgið gefur til kynna. Davíð er umdeildastur frambjóðenda. Fyrir vikið má gera ráð fyrir að margir veðji á þann sem er líklegastur til að halda honum fjarri forsetastólnum. Guðni Th. Jóhannesson var í þessu tilliti réttur maður á réttum stað í upphafi. Ef draugar fortíðarinnar hefðu ekki skyggt á umræðuna meira en góðu hófi gegnir langtímum saman gæti staðan verið allt önnur. Úr því fáum við aldrei skorið – en umræðan hefði ábyggilega orðið frjórri og skemmtilegri. Alla vega eru Guðni, Halla, Andri og fleiri prýðileg forsetaefni, sem hafa heilmikið til málanna að leggja. Þau, og raunar fleiri frambjóðendur, geta verið stolt af sinni baráttu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir Skoðun Leikskólavandinn? Hópur leikskólakennara og starfsfólks leikskóla í Reykjavík Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun
Umræðan um embætti forseta Íslands, sem kosið verður um eftir rétta viku, hefur ekki náð þeim hæðum sem efni standa til. Þrátt fyrir marga öfluga og hugsandi frambjóðendur, með skýra sýn á það sem á okkur brennur, hefur karpið stundum náð yfirhöndinni. Sjónir hafa beinst að kunnum uppvakningum, sumum úr grárri fortíð, sem fyrir margt löngu hafa verið ræddir í þaula. Landið, fagrar listir, náttúran, ferðamennirnir, auðlindirnar, jafnréttismál, alþjóðamál, yfirvegað og fræðilegt mat á samtímasögu, hollt grín litskrúðugra frambjóðenda og sjálf framtíðin hafa löngum stundum fallið í skuggann af brellum áróðursmeistara. Þeim hentar að ræða eitthvað allt annað – og tekst það of oft. Enda lærðu þeir sitt fag í kalda stríðinu, þegar tilgangurinn helgaði meðalið. Listin var að ná athyglinni og halda henni. Þegar þeim hentaði var ekki hikað við að moka sandi í gangverk umræðunnar í stað þess að smyrja tannhjólið. Orðið smjörklípa er úr smiðju þessa hóps. Davíð Oddsson lýsti því snilldarlega í viðtali fyrir nokkrum árum hvernig hann hefði drepið málum á dreif og vísaði til ömmu sinnar, sem átti kött. Þegar kötturinn var ekki til friðs klíndi gamla konan smjöri á feldinn á honum. Eftir það var hann til friðs, meðan hann sleikti af sér smjörið. Þessi aðferð dugir, sagði Davíð í viðtalinu, til að beina athyglinni frá erfiðum málum. Lengi vel réð þessi hópur yfir málgagni sem með réttu eða röngu naut trausts stórs hluta þjóðarinnar. Málgagnið gerði margt vel og fór víða, sagði frá sumu en sleppti öðru – dró upp sína mynd af veruleikanum. Það átti einkum við um pólitík. Það hóf sitt fólk upp til skýjanna ef svo bar undir en gerði lítið úr meintum andstæðingum. Nú er ekkert slíkt málgagn. Aðferðirnar duga heldur ekki lengur. Þrátt fyrir hávært tal um óburðuga fjölmiðla er vígstaða almennings gagnvart áróðri betri nú en nokkru sinni. Upplýsingar streyma að úr mörgum áttum – myndbrot héðan og þaðan. Fólk raðar brotunum saman sjálft. Einstakir fjölmiðlar hafa ekki þau áhrif sem þeir áður höfðu, sem betur fer. Aðferðirnar sem beitt hefur verið í framboði Davíðs Oddssonar hafa líklega samt haft meiri áhrif á forsetakosningarnar en fylgið gefur til kynna. Davíð er umdeildastur frambjóðenda. Fyrir vikið má gera ráð fyrir að margir veðji á þann sem er líklegastur til að halda honum fjarri forsetastólnum. Guðni Th. Jóhannesson var í þessu tilliti réttur maður á réttum stað í upphafi. Ef draugar fortíðarinnar hefðu ekki skyggt á umræðuna meira en góðu hófi gegnir langtímum saman gæti staðan verið allt önnur. Úr því fáum við aldrei skorið – en umræðan hefði ábyggilega orðið frjórri og skemmtilegri. Alla vega eru Guðni, Halla, Andri og fleiri prýðileg forsetaefni, sem hafa heilmikið til málanna að leggja. Þau, og raunar fleiri frambjóðendur, geta verið stolt af sinni baráttu.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun