Narsissus gengur aftur Óttar Guðmundsson skrifar 18. júní 2016 07:00 Í grísku goðafræðinni er sagt frá hinum íðilfagra konungssyni, Narsissusi. Mikið ábyrgðarleysi í ástamálum bakaði honum óvild guðanna. Þeir lögðu það á Narsissus að hann yrði sjúklega ástfanginn af eigin spegilmynd. Skömmu síðar rakst prinsinn á lítið stöðuvatn í skóginum og sá sjálfan sig í vatnsfletinum. Hann lagðist á bakkann heillaður af ást. Narsissus reyndi að kyssa myndina en hún hörfaði undan ofan í vatnsdjúpið. Þetta urðu endalok prinsins. Hann visnaði og varð að engu. Sigmund Freud hreifst af þessari sögu og kallaði sjálfhverfar og sjálfselskar manneskjur narsissista. Í Íslendingasögum má finna marga heltekna narsissista eins og Gunnar á Hlíðarenda, Gunnlaug ormstungu og fleiri. Mér datt þetta í hug þar sem ég sat á torginu í Mílanó í gær og virti fyrir mér mannlífið. Mikill fjöldi túrista vafraði um í eilífri leit sinni að frægum kennileitum. Langflestir gengu með myndavélarsíma í hendinni eða á löngu priki og tóku í sífellu mynd af sjálfum sér. Litlu skipti hvort kirkja eða stytta slæddist með á myndina. Aðalviðfangið var myndasmiðurinn sjálfur. Þetta minnir á söguna um Narsissus. Nú spegla menn sig ekki lengur í vatnsfletinum heldur á skjá snjallsímans. Illa haldinn narsissisti á fleiri hundruð þúsund myndir af sér við öll möguleg tækifæri. Er þetta refsing guðanna fyrir frekju og sjálfhverfu mannsins? Er búið að svipta hann hæfileikanum til að njóta? Hann treystir ekki lengur á eigin skilvit heldur trúir í blindni á snjallsímann. Menn vilja fremur taka mynd af matnum en borða hann. Narsissus varð að engu á vatnsbakkanum. Æ fleiri einangrast og verða að engu fyrir framan tölvuskjáinn. Lífið endurtekur sig í sífellu í fáránleika sínum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óttar Guðmundsson Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun
Í grísku goðafræðinni er sagt frá hinum íðilfagra konungssyni, Narsissusi. Mikið ábyrgðarleysi í ástamálum bakaði honum óvild guðanna. Þeir lögðu það á Narsissus að hann yrði sjúklega ástfanginn af eigin spegilmynd. Skömmu síðar rakst prinsinn á lítið stöðuvatn í skóginum og sá sjálfan sig í vatnsfletinum. Hann lagðist á bakkann heillaður af ást. Narsissus reyndi að kyssa myndina en hún hörfaði undan ofan í vatnsdjúpið. Þetta urðu endalok prinsins. Hann visnaði og varð að engu. Sigmund Freud hreifst af þessari sögu og kallaði sjálfhverfar og sjálfselskar manneskjur narsissista. Í Íslendingasögum má finna marga heltekna narsissista eins og Gunnar á Hlíðarenda, Gunnlaug ormstungu og fleiri. Mér datt þetta í hug þar sem ég sat á torginu í Mílanó í gær og virti fyrir mér mannlífið. Mikill fjöldi túrista vafraði um í eilífri leit sinni að frægum kennileitum. Langflestir gengu með myndavélarsíma í hendinni eða á löngu priki og tóku í sífellu mynd af sjálfum sér. Litlu skipti hvort kirkja eða stytta slæddist með á myndina. Aðalviðfangið var myndasmiðurinn sjálfur. Þetta minnir á söguna um Narsissus. Nú spegla menn sig ekki lengur í vatnsfletinum heldur á skjá snjallsímans. Illa haldinn narsissisti á fleiri hundruð þúsund myndir af sér við öll möguleg tækifæri. Er þetta refsing guðanna fyrir frekju og sjálfhverfu mannsins? Er búið að svipta hann hæfileikanum til að njóta? Hann treystir ekki lengur á eigin skilvit heldur trúir í blindni á snjallsímann. Menn vilja fremur taka mynd af matnum en borða hann. Narsissus varð að engu á vatnsbakkanum. Æ fleiri einangrast og verða að engu fyrir framan tölvuskjáinn. Lífið endurtekur sig í sífellu í fáránleika sínum.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun