Fimm ára fangelsi fyrir eiturlyfjasmygl: Gáfu upp nöfn meintra íslenskra höfuðpaura við réttarhöldin Bjarki Ármannsson skrifar 10. júní 2016 14:30 Birgitta og Hlynur voru handtekin í bænum Fortaleza í norðausturhluta Brasilíu á annan í jólum með tæplega fjögur kíló af kókaíni í fórum sínum. Mynd/Brasilíska lögreglan/Getty Tveir Íslendingar á þrítugsaldri sem hlutu fimm ára fangelsisdóm fyrir fíkniefnasmygl í Brasilíu fyrr i vikunni nafngreindu fyrir dómi nokkra Íslendinga sem þau segja hafa skipulagt ferð þeirra til Brasilíu. Þau segja um landsþekkta glæpamenn að ræða sem hafi hótað þeim öllu illu ef þau samþykktu ekki að fara til Brasilíu og smygla fíkniefnum heim. Þetta kemur fram í dómnum yfir þeim Birgittu Gyðu Estherardóttur Bjarnadóttur og Hlyni Kristni Rúnarssyni, sem bæði hlutu fimm ára fangelsisdóm á mánudag. Þau Birgitta og Hlynur voru handtekin í bænum Fortaleza í norðausturhluta Brasilíu á annan í jólum með tæplega fjögur kíló af kókaíni í fórum sínum. Í dómnum segir að lögregla hafi handtekið þau eftir að starfsmaður mótels þar sem þau höfðu gist fann hvítt duft í herbergi þeirra sem leit út fyrir að vera kókaín. Þau voru handtekin á öðru móteli, Paradise Motel, og fannst kókaínið í fölskum botnum í ferðatöskum þeirra og í þremur smokkum sem þau höfðu meðferðis. Þau áttu bókað flug til Lissabon í Portúgal frá alþjóðaflugvellinum í Pinto Martins. Kókaínið fannst í fölskum botnum í ferðatöskum þeirra Birgittu og Hlyns og í þremur smokkum sem þau höfðu meðferðis.Mynd/Brasilíska lögreglan Fyrir dómi sögðu þau Birgitta og Hlynur „þekkta glæpamenn“ á Íslandi hafa skipulagt og borgað fyrir ferð þeirra til Brasilíu. Þessir aðilar hefðu hótað að nauðga Birgittu og drepa þau ef þau tækju ekki að sér að fara út. Þau hafi verið komin í mikla fíkniefnaskuld við þá og þeim sagt að skuldin yrði felld niður ef þau kæmu fíkniefnunum til Evrópu. Sjá einnig: Erfitt að vita af barninu sínu í brasilísku fangelsi Hlynur sagði það hafa verið hugmynd þeirra sem skipulögðu ferðina að Birgitta, kærasta hans, kæmi með honum til Brasilíu, þar sem þeir treystu honum ekki einum fyrir verkinu. Birgitta var ófrísk þegar þau fóru út en missti fóstrið eftir að þau voru handtekin. Í viðtali við DV á sínum tíma sagði Hlynur harkalega meðferð lögreglunnar í Brasilíu hafa leitt til fósturmissisins. Í dómnum segir að Birgitta og Hlynur hafi nafngreint þá aðila sem hafi skipulagt smyglið og meðal annars lagt fram samskipti á Facebook sem verjandi þeirra hafi sagt sýna fram á hótanir sem þau hafi verið beitt. Dómurinn komst þó að þeirri niðurstöðu að þau samskipti væru ekki nóg til að sýna fram á tengsl þessara manna við smyglið. Mennirnir eru ekki nafngreindir í dómnum og Vísi er ekki kunnugt um við hverja Facebook-samskiptin áttu að hafa verið. Þess má geta að fréttamiðillinn ABC í Paragvæ fjallaði ítarlega um Íslending, Guðmund Spartakus Ómarsson, sem ABC fullyrðir að sé afar valdamikill í innsta hring eiturlyfjaviðskipta í Paragvæ og Brasilíu. Í frétt RÚV um umfjöllun ABC segir að þau Birgitta og Hlynur hafi við yfirheyrslur sagt að Guðmundur væri einn valdamesti eiturlyfjasmyglarinn á svæðinu. Þá stundi annar Íslendingur, Sverrir Þór Gunnarsson, eiturlyfjaviðskipti úr fangelsi í Brasilíu þar sem hann afplánar 22 ára dóm fyrir fíkniefnasmygl. Uppfært 11. júní: Í upphaflegri útgáfu þessarar fréttar, og í öðrum fréttum Vísis af málinu, sagði að Hlynur og Birgitta hefðu verið með tæp níu kíló af kókaíni við handtöku. Hið rétta er að þau voru með tæp fjögur kíló af kókaíni og er hin talan komin til vegna misskilnings. Í dómnum segir að kókaínið og pakkningarnar sem það var geymt í hafi vegið tæplega níu kíló. Þá sagði í þessari frétt að fóstri Birgittu hefði verið eytt í Brasilíu en þar var um mistök að ræða. Bæði dómsgögnum og sakborningunum ber saman um að um fósturmissi hafi verið að ræða, ekki fóstureyðingu. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Íslendingar erlendis Fíkniefnabrot Brasilía Tengdar fréttir Erfitt að vita af barninu sínu í brasilísku fangelsi Íslenskt par hefur verið dæmt í rúmlega fimm ára fangelsi í Brasilíu fyrir að reyna að smygla fíkniefnum úr landinu. Móðir stúlkunnar segir málið hafa reynst fjölskyldu hennar erfitt. 7. júní 2016 18:30 Íslenska parið gæti fengið að hámarki 15 ára dóm Verði parið sem handtekið var í Brasilíu sakfellt fyrir tilraun til fíkniefnasmygls gætu þau fengið allt að 15 ára dóm. Brasilísk fangelsi eru alræmd fyrir slæman aðbúnað. 2. janúar 2016 19:30 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Sjá meira
Tveir Íslendingar á þrítugsaldri sem hlutu fimm ára fangelsisdóm fyrir fíkniefnasmygl í Brasilíu fyrr i vikunni nafngreindu fyrir dómi nokkra Íslendinga sem þau segja hafa skipulagt ferð þeirra til Brasilíu. Þau segja um landsþekkta glæpamenn að ræða sem hafi hótað þeim öllu illu ef þau samþykktu ekki að fara til Brasilíu og smygla fíkniefnum heim. Þetta kemur fram í dómnum yfir þeim Birgittu Gyðu Estherardóttur Bjarnadóttur og Hlyni Kristni Rúnarssyni, sem bæði hlutu fimm ára fangelsisdóm á mánudag. Þau Birgitta og Hlynur voru handtekin í bænum Fortaleza í norðausturhluta Brasilíu á annan í jólum með tæplega fjögur kíló af kókaíni í fórum sínum. Í dómnum segir að lögregla hafi handtekið þau eftir að starfsmaður mótels þar sem þau höfðu gist fann hvítt duft í herbergi þeirra sem leit út fyrir að vera kókaín. Þau voru handtekin á öðru móteli, Paradise Motel, og fannst kókaínið í fölskum botnum í ferðatöskum þeirra og í þremur smokkum sem þau höfðu meðferðis. Þau áttu bókað flug til Lissabon í Portúgal frá alþjóðaflugvellinum í Pinto Martins. Kókaínið fannst í fölskum botnum í ferðatöskum þeirra Birgittu og Hlyns og í þremur smokkum sem þau höfðu meðferðis.Mynd/Brasilíska lögreglan Fyrir dómi sögðu þau Birgitta og Hlynur „þekkta glæpamenn“ á Íslandi hafa skipulagt og borgað fyrir ferð þeirra til Brasilíu. Þessir aðilar hefðu hótað að nauðga Birgittu og drepa þau ef þau tækju ekki að sér að fara út. Þau hafi verið komin í mikla fíkniefnaskuld við þá og þeim sagt að skuldin yrði felld niður ef þau kæmu fíkniefnunum til Evrópu. Sjá einnig: Erfitt að vita af barninu sínu í brasilísku fangelsi Hlynur sagði það hafa verið hugmynd þeirra sem skipulögðu ferðina að Birgitta, kærasta hans, kæmi með honum til Brasilíu, þar sem þeir treystu honum ekki einum fyrir verkinu. Birgitta var ófrísk þegar þau fóru út en missti fóstrið eftir að þau voru handtekin. Í viðtali við DV á sínum tíma sagði Hlynur harkalega meðferð lögreglunnar í Brasilíu hafa leitt til fósturmissisins. Í dómnum segir að Birgitta og Hlynur hafi nafngreint þá aðila sem hafi skipulagt smyglið og meðal annars lagt fram samskipti á Facebook sem verjandi þeirra hafi sagt sýna fram á hótanir sem þau hafi verið beitt. Dómurinn komst þó að þeirri niðurstöðu að þau samskipti væru ekki nóg til að sýna fram á tengsl þessara manna við smyglið. Mennirnir eru ekki nafngreindir í dómnum og Vísi er ekki kunnugt um við hverja Facebook-samskiptin áttu að hafa verið. Þess má geta að fréttamiðillinn ABC í Paragvæ fjallaði ítarlega um Íslending, Guðmund Spartakus Ómarsson, sem ABC fullyrðir að sé afar valdamikill í innsta hring eiturlyfjaviðskipta í Paragvæ og Brasilíu. Í frétt RÚV um umfjöllun ABC segir að þau Birgitta og Hlynur hafi við yfirheyrslur sagt að Guðmundur væri einn valdamesti eiturlyfjasmyglarinn á svæðinu. Þá stundi annar Íslendingur, Sverrir Þór Gunnarsson, eiturlyfjaviðskipti úr fangelsi í Brasilíu þar sem hann afplánar 22 ára dóm fyrir fíkniefnasmygl. Uppfært 11. júní: Í upphaflegri útgáfu þessarar fréttar, og í öðrum fréttum Vísis af málinu, sagði að Hlynur og Birgitta hefðu verið með tæp níu kíló af kókaíni við handtöku. Hið rétta er að þau voru með tæp fjögur kíló af kókaíni og er hin talan komin til vegna misskilnings. Í dómnum segir að kókaínið og pakkningarnar sem það var geymt í hafi vegið tæplega níu kíló. Þá sagði í þessari frétt að fóstri Birgittu hefði verið eytt í Brasilíu en þar var um mistök að ræða. Bæði dómsgögnum og sakborningunum ber saman um að um fósturmissi hafi verið að ræða, ekki fóstureyðingu. Beðist er velvirðingar á mistökunum.
Íslendingar erlendis Fíkniefnabrot Brasilía Tengdar fréttir Erfitt að vita af barninu sínu í brasilísku fangelsi Íslenskt par hefur verið dæmt í rúmlega fimm ára fangelsi í Brasilíu fyrir að reyna að smygla fíkniefnum úr landinu. Móðir stúlkunnar segir málið hafa reynst fjölskyldu hennar erfitt. 7. júní 2016 18:30 Íslenska parið gæti fengið að hámarki 15 ára dóm Verði parið sem handtekið var í Brasilíu sakfellt fyrir tilraun til fíkniefnasmygls gætu þau fengið allt að 15 ára dóm. Brasilísk fangelsi eru alræmd fyrir slæman aðbúnað. 2. janúar 2016 19:30 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Sjá meira
Erfitt að vita af barninu sínu í brasilísku fangelsi Íslenskt par hefur verið dæmt í rúmlega fimm ára fangelsi í Brasilíu fyrir að reyna að smygla fíkniefnum úr landinu. Móðir stúlkunnar segir málið hafa reynst fjölskyldu hennar erfitt. 7. júní 2016 18:30
Íslenska parið gæti fengið að hámarki 15 ára dóm Verði parið sem handtekið var í Brasilíu sakfellt fyrir tilraun til fíkniefnasmygls gætu þau fengið allt að 15 ára dóm. Brasilísk fangelsi eru alræmd fyrir slæman aðbúnað. 2. janúar 2016 19:30