Bugatti Chiron á að slá hraðaheimsmetið Finnur Thorlacius skrifar 29. júní 2016 15:28 Bugatti Chiron á Goodwood Festival of Speed. Það kemur kannski fáum á óvart að Bugatti menn ætli að gera tilraun til heimsmetssláttar á hraðameti fjöldaframleiddra bíla. Bugatti Chiron hefur þegar náð 431 km hraða á braut sem Volkswagen á, Ehra-Lessing brautinni. Samkvæmt upplýsingum frá Bugatti getur Chiron bíllinn náð allt að 463 km hraða, en það hefur þó ekki verið reynt enn sem komið er. Það er ekki það sama að reikna út hugsanlega hámarkshraða bíls út frá afli hans og loftflæðis og svo að reyna rauverulegan hámarkhraða hans á braut, en nú stendur til að reyna á það. Það gæti þó reynst talsvert langt í þessa tilraun, eða hugsanlega ekki fyrr en árið 2018 og þá aftur á Ehra-Lessing braut Volkswagen, sem er 21 km löng. Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Ekkert lát á sumarveðrinu Veður
Það kemur kannski fáum á óvart að Bugatti menn ætli að gera tilraun til heimsmetssláttar á hraðameti fjöldaframleiddra bíla. Bugatti Chiron hefur þegar náð 431 km hraða á braut sem Volkswagen á, Ehra-Lessing brautinni. Samkvæmt upplýsingum frá Bugatti getur Chiron bíllinn náð allt að 463 km hraða, en það hefur þó ekki verið reynt enn sem komið er. Það er ekki það sama að reikna út hugsanlega hámarkshraða bíls út frá afli hans og loftflæðis og svo að reyna rauverulegan hámarkhraða hans á braut, en nú stendur til að reyna á það. Það gæti þó reynst talsvert langt í þessa tilraun, eða hugsanlega ekki fyrr en árið 2018 og þá aftur á Ehra-Lessing braut Volkswagen, sem er 21 km löng.
Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Ekkert lát á sumarveðrinu Veður