Dumas vann Pikes Peak Finnur Thorlacius skrifar 28. júní 2016 15:11 Romain Dumas sigurreyfur á toppi Pikes Peak. Aðeins viku eftir að Frakkinn Romain Dumas vann 24 tíma þolaksturinn í Le Mans náði hann einnig að vinna brekkuklifurkeppnina Pikes Peak í Colorado í Bandaríkjunum í gær. Hann ók rafmagnsbílnum Honda Drive eO PP03 upp 20 kílómetra leiðina upp fjallið á 8 mínútum og 51,4 sekúndum og var 5 sekúndum fljótari en Rhys Millen, sem einnig ók rafdrifnum bíl. Meðalhraði hans á leiðinni var 130,8 km/klst. Þetta var annar sigur Romain Dumas í Pikes Peak keppninni, en hann vann hana einnig fyrir tveimur árum. Dumas sagðist hafa ekið mjög djarflega á fyrstu tveimur þriðju leiðarinnar og lagt grunninn að sigri sínum þar, en á síðasta þriðjungnum hafi hann farið mun varlegar þar sem ökumönnum hafi ekki leyfst að æfa akstur upp síðasta þriðjunginn. Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent
Aðeins viku eftir að Frakkinn Romain Dumas vann 24 tíma þolaksturinn í Le Mans náði hann einnig að vinna brekkuklifurkeppnina Pikes Peak í Colorado í Bandaríkjunum í gær. Hann ók rafmagnsbílnum Honda Drive eO PP03 upp 20 kílómetra leiðina upp fjallið á 8 mínútum og 51,4 sekúndum og var 5 sekúndum fljótari en Rhys Millen, sem einnig ók rafdrifnum bíl. Meðalhraði hans á leiðinni var 130,8 km/klst. Þetta var annar sigur Romain Dumas í Pikes Peak keppninni, en hann vann hana einnig fyrir tveimur árum. Dumas sagðist hafa ekið mjög djarflega á fyrstu tveimur þriðju leiðarinnar og lagt grunninn að sigri sínum þar, en á síðasta þriðjungnum hafi hann farið mun varlegar þar sem ökumönnum hafi ekki leyfst að æfa akstur upp síðasta þriðjunginn.
Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent