Kjördagur fer vel af stað en kjörsókn var með þokkalegasta móti nú um hádegi.
Kjörsókn var 10,82 prósent í Reykjavíkurkjördæmi suður klukkan 12 í dag. Það þýðir að 4931 hafa kosið í kjördæminu í dag. Kjörsókn í Reykjavíkurkjördæmi norður var 10,31 prósent klukkan 12 á hádegi í dag. Það er örlítið meira en síðast. 4730 kjósendur hafa kosið í dag.
Kjörsókn var 6,8 prósent í Suðvesturkjördæmi klukkan 11 í dag. Síðast var kjörsókn á sama tíma 6,2 prósent. Í Suðurkjördæmi var kjörsókn 6,88 klukkan 11 sem er svipað og í síðustu kosningum.
Kjörsókn lá ekki fyrir í Norðvesturkjördæmi enda er um fjörtíu kjördeildir að ræða. Þá er kjörsókn í Norðausturkjördæmi ekki tekin saman fyrr en í lokin en kosningaþátttaka var glimrandi góð í einni af stærstu kjördeildum kjördæmisins á Akureyri. Þar voru 12,66 prósent búnir að kjósa klukkan 12 á hádegi en það eru 1755 manns. Þetta er meira en í síðustu forsetakosningum þegar 11,20 prósent höfðu kosið á sama tíma.
Í síðustu forsetakosningum endaði kjörsókn í 69,32 prósentum þegar á heildina er litið.
Kjörsókn á pari við síðustu forsetakosningar

Tengdar fréttir

Lokaorð frambjóðenda: Hvers vegna á fólk að kjósa þig sem forseta Íslands?
Gengið verður að kjörborðinu í dag þar sem Íslendingar velja sér sjötta forseta lýðveldisins.

Forsetakosningarnar á Twitter: „Þú ættir að missa kosningaréttinn ef þú "nennir ekki“ á kjörstað“
Þegar mikið er undir er umræðan á Twitter jafnan hressileg og má búast við að svo verði einnig í dag.