Frambjóðendur gáfu fjölbreytt og forvitnileg svör um Brexit Birgir Olgeirsson skrifar 24. júní 2016 23:12 Frá kappræðum frambjóðenda í sjónvarpssal fyrr í júní. Vísir/Eyþór Bretar samþykktu í gær að ganga úr Evrópusambandinu og voru forsetaframbjóðendur spurðir út í þeirra skoðun á þeirri ákvörðun í kappræðum Sjónvarpsins í kvöld. Spurningunni var fyrst beint að Guðna Th. Jóhannessyni en hann sagði eitt ljóst, og það væri að breska þjóðin hefði fengið að ráða þeirri ákvörðun í þessu stóra máli sem ætti að vera Íslendingum til eftirbreytni. „Að í svona risavöxnu máli sem varðar samtíð og framtíð þjóðar, eigi fólkið allt síðasta orðið. Það lærum við af Bretum núna. Fyrir okkur Íslendinga held ég að þetta breyti miklu til betri vegar. Við sjáum núna aukin tækifæri til að rýna í framtíðina, velja okkur leiðir. Fyrir Brexit getum við sagt að málið hafi snúist um annars vegar það að vera þar sem við erum eða hugsanlega leita eftir aðild, núna eru miklu fleiri leiðir opnar. Nú eru tækifærin fram undan. Mörg tækifæri. Nú reynir á stjórnmálamennina að rýna í það. Til dæmis aukin samvinna á norður Atlantshafi, til dæmis aukin samvinna við norður Ameríku, hugsanlegur vöxtur og viðgangur EFTA, þar sem Bretar voru á sinni tíð, kannski vilja þeir fara þangað inn, það á víst að bjóða þeim þangað. Svo er svo margt annað í þessu, hvað verður um stóra Bretland? Sameinaða konungsríkið? Skotar vildu vera áfram í Evrópusambandinu, hvað verður um þá? Hvað þýðir þetta fyrir Norðurlöndin? Danir gætu hugsað sér til hreyfings fái Bretar mikinn og góðan kjarasamning við Brussel, þannig að allt er þetta í deiglunni, en skapar eins og ég segi tækifæri frekar en ógnir.“Bretar eru á leið úr Evrópusambandinu.Vísir/AFPÞýðingarmikil ákvörðun sagði Davíð Davíð Oddsson sagði þessa ákvörðun Breta hafa verið þýðingarmikla í alla staði. „Það var reyndar fyrir okkur sláandi að sjá hvernig hún fór fram. Það var aðallega hræðsluáróður rétt eins og þegar Icesave var hér, sérstaklega þegar Svavars-samningurinn og hinir samningarnir komu, það var hræðsluáróður, eins og var hér þegar meira segja prófessorar úr háskóla, kennarar þar, héldu því fram að við myndum breytast í Norður Kóreu, ef að Icesave yrði ekki samþykkt. Ég veit ekki hvort að menn trúi því að þannig hafi orðið en það var nú ekki þannig. Það voru allar stofnanir, allir fræðingar, þúsund hagfræðingar, sem komu og sögðu að þetta yrði hryllilegt fyrir Bretland ef þjóðin samþykkti að segja sig úr Evrópusambandinu. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, forseti Bandaríkjanna, forstjórar stærstu fyrirtækjanna, þeir skoruðu á fólkið sitt að kjósa ekki, þeir hleyptu þeim úr vinnunni fyrr og allt þetta, en þjóðin lét samt ekki bugast, fór ekki eftir sérfræðingunum, frekar en í Icesave, sem hótuðu því að við myndum breytast í Norður Kóreu. Það er afskaplega gott að breska þjóðin tók þessa afstöðu en hún átti erfitt með þetta en þó er hún þannig að hún er ekki eins illa sett og svo margar aðrar Evrópuþjóðir því hún er með sinn eigin gjaldmiðil og hún er ekki í Schengen. En engu að síður þá er ég viss um það að þetta skapar líka um hríð óróleika því að Evrópusambandið er í algjöru uppnámi eftir þessa atburði eins og við sjáum. Ítalía er á barmi þess að fara burtu og Danir, Svíar og fleiri eru á barmi þess að fara burtu. Þetta skapar vissan viðskiptalegan óróleika meðan á þessu stendur en í framhaldinu mun þetta fara vel en þetta segir manni líka það að það er mjög þýðingarmikið að Ísland kunni að bregðast við þessum aðstæðum. Við erum að fara í þingkosningar í haust og það lítur ekki þannig út að menn fái sterka stjórn úr þeim kosningum, og ég tel þess vegna þetta undirstrika það að á minnsta kosti Bessastöðum verði að vera haldgóð stjórn þegar svona miklir atburðir geta gerst eins og þarna er að gerast. Það er mikil óvissa sem þessu fylgir.“Óvissa um domino-áhrif Andri Snær Magnason sagði þessa ákvörðun Breta hafa mikil áhrif á umræðu hér á Íslandi og sagðist hann hafa ákveðnar áhyggjur af þessu ástandi. „Við vitum ekki hvaða domino-áhrif þetta hefur og hvaða öfl leysast úr læðingi. Ég hef alltaf verið á því að Ísland eigi almennt að tala vel um Evrópu. Að það sé almennt gæfa að hafa lifað friðartíma á síðustu 70 árum og það er mikilvægt að Evrópa standi saman og að sundurlyndisöfl verði kannski ekki svo róttæk eða herská að við förum að sjá landamæri hugsanlega vígbúnað í Evrópu. Þess vegna getur þetta verið jákvætt. Hugsanlega verður eitthvað norrænt samstarf eftir tíu ár, ýmsir hlutir geta gerst en í sjálfu sér vitum við ekkert núna hvaða Domino-áhrif verða. Forseti Íslands hefur á síðustu árum verið frekar neikvæður í garð Evrópu frekar en jákvæður, og þá er ég ekki að tala um hvort við eigum að ganga í sambandið eða ekki, sem ég hef verið á báðum áttum með, en hins vegar á forsetinn að tala jákvætt og tala upp samvinnu Evrópu í stað þess að vera kannski í samskiptum við öfl sem hafa ekki sömu grundvallargildi í mannréttindum.“Leiði til þéttara samstarfs þjóða Halla Tómasdóttir sagðist vera þeirrar skoðunar að til skamms tíma skapi útganga Breta úr Evrópusambandinu ákveðinn óróa og ótta en til lengri tíma litið vonar hún að þessi ákvörðun leysi þá staðreynd að ekki hefur verið samstaða og vonar að þetta leiði til þess að Evrópa geti farið gegnum sín mál. „Og leitt til þéttara samstarfs þjóða sem standa saman því Bretar voru alltaf með aðra löppina út úr Evrópusambandinu og hina löppina inni. Þeir völdu í rauninni aldrei alveg að ganga inn að mínu mati. Hvað okkur varðar held ég að það yrði áhugavert að taka samtal og horfa til langs tíma um samstarf okkar á alþjóðavettvangi. Þar hef ég persónulega alltaf verið þeirrar skoðunar að við ættum að horfa til nágrannaþjóða okkar gætum átt frekara samstarf við Norðurlandaþjóðirnar. Ég held að forsetinn geti beitt sér fyrir því að við eigum samstarf sem víðast. Það er kostur þess að vera lítið Ísland sem ekki er með her og verður ekki að taka afstöðu að geta átt samstarf við sem flesta. En forseti á að beita sér fyrir því að við sem þjóð eigum samtalið um hvaða stöðu við ætlum að taka í samfélagi þjóða. Og ég myndi sjá fyrir mér til dæmis samtal á einhverskonar þjóðfundi um það því núna opnast á samninga tel ég allavega sem kannski styðja betur við samninga sem við höfum haft því Bretland mun fara í það ferli gagnvart Brussel þannig að ég held að áhættan sem margir töldu á að eiga hagfellda viðskiptasamninga við Evrópulönd sé minni núna og það sé betra tækifæri fyrir okkur að semja. “Eykur líkur á stríði við Rússa Ástþór Magnússon sagði ríkisstjórnina eiga að fara með forystu í að ná samningum við Breta um tolla og annað. Það væri ekki beint undir valdi forseta. Hann sagði forseta geta talað vel til Breta og skapað þannig velvild. Spurður hvort þessi ákvörðun ógnaði friði sagði hann umræðuna vera á þann veg. „Uppruni Evrópusambandsins er raunverulega rakinn til áhrifa frá Bandaríkjunum í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar og þeir höfðu mikinn áhuga að byggja upp þetta veldi og Evrópuher undanfarið. Þetta getur breytt þeirri mynd. Menn hafa talað um tvo þætti sem gætu orsakað stríð við Rússa, hins vegar að Evrópusambandið leysist upp og svo ef Hillary Clinton verður kjörin forseti Bandaríkjanna, þá talar Pútin til dæmis um það að þá verður styrjöld og hann er búinn að setja herinn í viðbragðsstöðu ef það gerist.“Voru nokkrir frambjóðendur á því að útganga Breta úr ESB geti mögulega styrkt samningsstöðu Íslendinga við aðrar þjóðir.Vísir/AFPVera í sambandi og sameiningum Elísabet Jökulsdóttir sagði Evrópusambandið stefna í að vera tilraun sem hefur verið í gangi í nokkur ár og að þetta væri ekki endilega endanleg ákvörðun hjá Bretum. „Þeir eru það gömul þjóð, þeir byrja örugglega á að sameina upp á nýtt á einhverjum nýjum forsendum, annað hvort þessar gömlu þjóðir eða nýjar þjóðir, ég spái því. En eins og ég segi þetta er búið að vera svona allt mjög tilraunakennt þessi ár, Grikkland, Portúgal, Bretland, og það er ekki komin niðurstaða, það er verið að reyna að þreifa sig áfram, þetta er risastórt mál að sameina öll þessi sjálfstæðu ríki og ég hugsa að það taki næstu hundrað árin í viðbót. Ég held að öll sameining sé af því góða og þú ferð ekki í stríð við vini þína. Ef þú ert að rífast við vini þína þá leitar þú frekar eftir því að sættast. Við eigum að vera í sambandi og sameiningum en að gera það á þann hátt að allir séu sáttir.“Veikir Evrópusambandið Guðrún Margrét Pálsdóttir sagði þetta skapa ákveðin tækifæri að Bretar komi í einhver viðskiptasambönd með Íslendingum og þeim sem standa fyrir utan. „Ég held að þetta geti veikt Evrópusambandið og fleiri þjóðir gætu fylgt í kjölfarið. Og kannski verður meiri óróleiki í álfunni, ég veit það ekki.“Allt stefnir í smærri einingar Hildur Þórðardóttir er þeirrar skoðunar að útganga Breta sé í lagi og í framtíðinni verði unnið með smærri einingar. „Það er miklu auðveldara að hafa smærri einingar og halda utan um heldur en að risastórar einingar. Ég hef ekki áhyggjur af því að það komi stríð og ég sé Skota brjóta sig frá og Norður-Íra brjóta jafnvel líka, þeir eru farnir að ræða það. Ég skil það mjög vel, og eins og Norður Spánn, það er alveg tilhneiging til að ráða sér sjálfur og í smærri einingum og sé alveg að það verði þannig eftir, ég veit ekki hvort það taki hundrað ár eða þrjátíu ár, að þetta verði þróunin. Á Íslandi munum við flytja meira út á land og búa í smærri samfélögum til að þurfa ekki að keyra í hálftíma.“Styrkir fólk sem er áhugalaust um ESB Sturla Jónsson sagðist vera hlynntur ákvörðun Breta og sagði áhrifin á Íslendinga ekki ljós. „Við verðum að aðlaga okkur að því sem kemur og styrkir okkur fólkið í landinu sem hefur ekki áhuga á að fara í Evrópusambandið og minnkar kannski reglugerðarfarganið sem er sturtað yfir okkur.“ Brexit Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Davíð við spyril RÚV: „Sýndu mér nú aðeins sanngirni. Þinn frambjóðandi kemst að á eftir“ Davíð Oddsson sagði stóra hópa manna reka herferð gegn sér og sagði Guðna Th. Jóhannesson vera frambjóðanda RÚV. 24. júní 2016 21:02 Andri Snær, Davíð, Guðni og Halla myndu öll kjósa Hillary Frambjóðendur voru spurðir út í viðhorf sitt til bandarísku forsetakosninganna í kappræðum RÚV. 24. júní 2016 20:50 Allt sem þú þarft að vita fyrir forsetakosningarnar á morgun Hvar á ég að kjósa? Má ég kjósa? Hvar verða kosningavökurnar? 24. júní 2016 13:26 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Sjá meira
Bretar samþykktu í gær að ganga úr Evrópusambandinu og voru forsetaframbjóðendur spurðir út í þeirra skoðun á þeirri ákvörðun í kappræðum Sjónvarpsins í kvöld. Spurningunni var fyrst beint að Guðna Th. Jóhannessyni en hann sagði eitt ljóst, og það væri að breska þjóðin hefði fengið að ráða þeirri ákvörðun í þessu stóra máli sem ætti að vera Íslendingum til eftirbreytni. „Að í svona risavöxnu máli sem varðar samtíð og framtíð þjóðar, eigi fólkið allt síðasta orðið. Það lærum við af Bretum núna. Fyrir okkur Íslendinga held ég að þetta breyti miklu til betri vegar. Við sjáum núna aukin tækifæri til að rýna í framtíðina, velja okkur leiðir. Fyrir Brexit getum við sagt að málið hafi snúist um annars vegar það að vera þar sem við erum eða hugsanlega leita eftir aðild, núna eru miklu fleiri leiðir opnar. Nú eru tækifærin fram undan. Mörg tækifæri. Nú reynir á stjórnmálamennina að rýna í það. Til dæmis aukin samvinna á norður Atlantshafi, til dæmis aukin samvinna við norður Ameríku, hugsanlegur vöxtur og viðgangur EFTA, þar sem Bretar voru á sinni tíð, kannski vilja þeir fara þangað inn, það á víst að bjóða þeim þangað. Svo er svo margt annað í þessu, hvað verður um stóra Bretland? Sameinaða konungsríkið? Skotar vildu vera áfram í Evrópusambandinu, hvað verður um þá? Hvað þýðir þetta fyrir Norðurlöndin? Danir gætu hugsað sér til hreyfings fái Bretar mikinn og góðan kjarasamning við Brussel, þannig að allt er þetta í deiglunni, en skapar eins og ég segi tækifæri frekar en ógnir.“Bretar eru á leið úr Evrópusambandinu.Vísir/AFPÞýðingarmikil ákvörðun sagði Davíð Davíð Oddsson sagði þessa ákvörðun Breta hafa verið þýðingarmikla í alla staði. „Það var reyndar fyrir okkur sláandi að sjá hvernig hún fór fram. Það var aðallega hræðsluáróður rétt eins og þegar Icesave var hér, sérstaklega þegar Svavars-samningurinn og hinir samningarnir komu, það var hræðsluáróður, eins og var hér þegar meira segja prófessorar úr háskóla, kennarar þar, héldu því fram að við myndum breytast í Norður Kóreu, ef að Icesave yrði ekki samþykkt. Ég veit ekki hvort að menn trúi því að þannig hafi orðið en það var nú ekki þannig. Það voru allar stofnanir, allir fræðingar, þúsund hagfræðingar, sem komu og sögðu að þetta yrði hryllilegt fyrir Bretland ef þjóðin samþykkti að segja sig úr Evrópusambandinu. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, forseti Bandaríkjanna, forstjórar stærstu fyrirtækjanna, þeir skoruðu á fólkið sitt að kjósa ekki, þeir hleyptu þeim úr vinnunni fyrr og allt þetta, en þjóðin lét samt ekki bugast, fór ekki eftir sérfræðingunum, frekar en í Icesave, sem hótuðu því að við myndum breytast í Norður Kóreu. Það er afskaplega gott að breska þjóðin tók þessa afstöðu en hún átti erfitt með þetta en þó er hún þannig að hún er ekki eins illa sett og svo margar aðrar Evrópuþjóðir því hún er með sinn eigin gjaldmiðil og hún er ekki í Schengen. En engu að síður þá er ég viss um það að þetta skapar líka um hríð óróleika því að Evrópusambandið er í algjöru uppnámi eftir þessa atburði eins og við sjáum. Ítalía er á barmi þess að fara burtu og Danir, Svíar og fleiri eru á barmi þess að fara burtu. Þetta skapar vissan viðskiptalegan óróleika meðan á þessu stendur en í framhaldinu mun þetta fara vel en þetta segir manni líka það að það er mjög þýðingarmikið að Ísland kunni að bregðast við þessum aðstæðum. Við erum að fara í þingkosningar í haust og það lítur ekki þannig út að menn fái sterka stjórn úr þeim kosningum, og ég tel þess vegna þetta undirstrika það að á minnsta kosti Bessastöðum verði að vera haldgóð stjórn þegar svona miklir atburðir geta gerst eins og þarna er að gerast. Það er mikil óvissa sem þessu fylgir.“Óvissa um domino-áhrif Andri Snær Magnason sagði þessa ákvörðun Breta hafa mikil áhrif á umræðu hér á Íslandi og sagðist hann hafa ákveðnar áhyggjur af þessu ástandi. „Við vitum ekki hvaða domino-áhrif þetta hefur og hvaða öfl leysast úr læðingi. Ég hef alltaf verið á því að Ísland eigi almennt að tala vel um Evrópu. Að það sé almennt gæfa að hafa lifað friðartíma á síðustu 70 árum og það er mikilvægt að Evrópa standi saman og að sundurlyndisöfl verði kannski ekki svo róttæk eða herská að við förum að sjá landamæri hugsanlega vígbúnað í Evrópu. Þess vegna getur þetta verið jákvætt. Hugsanlega verður eitthvað norrænt samstarf eftir tíu ár, ýmsir hlutir geta gerst en í sjálfu sér vitum við ekkert núna hvaða Domino-áhrif verða. Forseti Íslands hefur á síðustu árum verið frekar neikvæður í garð Evrópu frekar en jákvæður, og þá er ég ekki að tala um hvort við eigum að ganga í sambandið eða ekki, sem ég hef verið á báðum áttum með, en hins vegar á forsetinn að tala jákvætt og tala upp samvinnu Evrópu í stað þess að vera kannski í samskiptum við öfl sem hafa ekki sömu grundvallargildi í mannréttindum.“Leiði til þéttara samstarfs þjóða Halla Tómasdóttir sagðist vera þeirrar skoðunar að til skamms tíma skapi útganga Breta úr Evrópusambandinu ákveðinn óróa og ótta en til lengri tíma litið vonar hún að þessi ákvörðun leysi þá staðreynd að ekki hefur verið samstaða og vonar að þetta leiði til þess að Evrópa geti farið gegnum sín mál. „Og leitt til þéttara samstarfs þjóða sem standa saman því Bretar voru alltaf með aðra löppina út úr Evrópusambandinu og hina löppina inni. Þeir völdu í rauninni aldrei alveg að ganga inn að mínu mati. Hvað okkur varðar held ég að það yrði áhugavert að taka samtal og horfa til langs tíma um samstarf okkar á alþjóðavettvangi. Þar hef ég persónulega alltaf verið þeirrar skoðunar að við ættum að horfa til nágrannaþjóða okkar gætum átt frekara samstarf við Norðurlandaþjóðirnar. Ég held að forsetinn geti beitt sér fyrir því að við eigum samstarf sem víðast. Það er kostur þess að vera lítið Ísland sem ekki er með her og verður ekki að taka afstöðu að geta átt samstarf við sem flesta. En forseti á að beita sér fyrir því að við sem þjóð eigum samtalið um hvaða stöðu við ætlum að taka í samfélagi þjóða. Og ég myndi sjá fyrir mér til dæmis samtal á einhverskonar þjóðfundi um það því núna opnast á samninga tel ég allavega sem kannski styðja betur við samninga sem við höfum haft því Bretland mun fara í það ferli gagnvart Brussel þannig að ég held að áhættan sem margir töldu á að eiga hagfellda viðskiptasamninga við Evrópulönd sé minni núna og það sé betra tækifæri fyrir okkur að semja. “Eykur líkur á stríði við Rússa Ástþór Magnússon sagði ríkisstjórnina eiga að fara með forystu í að ná samningum við Breta um tolla og annað. Það væri ekki beint undir valdi forseta. Hann sagði forseta geta talað vel til Breta og skapað þannig velvild. Spurður hvort þessi ákvörðun ógnaði friði sagði hann umræðuna vera á þann veg. „Uppruni Evrópusambandsins er raunverulega rakinn til áhrifa frá Bandaríkjunum í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar og þeir höfðu mikinn áhuga að byggja upp þetta veldi og Evrópuher undanfarið. Þetta getur breytt þeirri mynd. Menn hafa talað um tvo þætti sem gætu orsakað stríð við Rússa, hins vegar að Evrópusambandið leysist upp og svo ef Hillary Clinton verður kjörin forseti Bandaríkjanna, þá talar Pútin til dæmis um það að þá verður styrjöld og hann er búinn að setja herinn í viðbragðsstöðu ef það gerist.“Voru nokkrir frambjóðendur á því að útganga Breta úr ESB geti mögulega styrkt samningsstöðu Íslendinga við aðrar þjóðir.Vísir/AFPVera í sambandi og sameiningum Elísabet Jökulsdóttir sagði Evrópusambandið stefna í að vera tilraun sem hefur verið í gangi í nokkur ár og að þetta væri ekki endilega endanleg ákvörðun hjá Bretum. „Þeir eru það gömul þjóð, þeir byrja örugglega á að sameina upp á nýtt á einhverjum nýjum forsendum, annað hvort þessar gömlu þjóðir eða nýjar þjóðir, ég spái því. En eins og ég segi þetta er búið að vera svona allt mjög tilraunakennt þessi ár, Grikkland, Portúgal, Bretland, og það er ekki komin niðurstaða, það er verið að reyna að þreifa sig áfram, þetta er risastórt mál að sameina öll þessi sjálfstæðu ríki og ég hugsa að það taki næstu hundrað árin í viðbót. Ég held að öll sameining sé af því góða og þú ferð ekki í stríð við vini þína. Ef þú ert að rífast við vini þína þá leitar þú frekar eftir því að sættast. Við eigum að vera í sambandi og sameiningum en að gera það á þann hátt að allir séu sáttir.“Veikir Evrópusambandið Guðrún Margrét Pálsdóttir sagði þetta skapa ákveðin tækifæri að Bretar komi í einhver viðskiptasambönd með Íslendingum og þeim sem standa fyrir utan. „Ég held að þetta geti veikt Evrópusambandið og fleiri þjóðir gætu fylgt í kjölfarið. Og kannski verður meiri óróleiki í álfunni, ég veit það ekki.“Allt stefnir í smærri einingar Hildur Þórðardóttir er þeirrar skoðunar að útganga Breta sé í lagi og í framtíðinni verði unnið með smærri einingar. „Það er miklu auðveldara að hafa smærri einingar og halda utan um heldur en að risastórar einingar. Ég hef ekki áhyggjur af því að það komi stríð og ég sé Skota brjóta sig frá og Norður-Íra brjóta jafnvel líka, þeir eru farnir að ræða það. Ég skil það mjög vel, og eins og Norður Spánn, það er alveg tilhneiging til að ráða sér sjálfur og í smærri einingum og sé alveg að það verði þannig eftir, ég veit ekki hvort það taki hundrað ár eða þrjátíu ár, að þetta verði þróunin. Á Íslandi munum við flytja meira út á land og búa í smærri samfélögum til að þurfa ekki að keyra í hálftíma.“Styrkir fólk sem er áhugalaust um ESB Sturla Jónsson sagðist vera hlynntur ákvörðun Breta og sagði áhrifin á Íslendinga ekki ljós. „Við verðum að aðlaga okkur að því sem kemur og styrkir okkur fólkið í landinu sem hefur ekki áhuga á að fara í Evrópusambandið og minnkar kannski reglugerðarfarganið sem er sturtað yfir okkur.“
Brexit Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Davíð við spyril RÚV: „Sýndu mér nú aðeins sanngirni. Þinn frambjóðandi kemst að á eftir“ Davíð Oddsson sagði stóra hópa manna reka herferð gegn sér og sagði Guðna Th. Jóhannesson vera frambjóðanda RÚV. 24. júní 2016 21:02 Andri Snær, Davíð, Guðni og Halla myndu öll kjósa Hillary Frambjóðendur voru spurðir út í viðhorf sitt til bandarísku forsetakosninganna í kappræðum RÚV. 24. júní 2016 20:50 Allt sem þú þarft að vita fyrir forsetakosningarnar á morgun Hvar á ég að kjósa? Má ég kjósa? Hvar verða kosningavökurnar? 24. júní 2016 13:26 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Sjá meira
Davíð við spyril RÚV: „Sýndu mér nú aðeins sanngirni. Þinn frambjóðandi kemst að á eftir“ Davíð Oddsson sagði stóra hópa manna reka herferð gegn sér og sagði Guðna Th. Jóhannesson vera frambjóðanda RÚV. 24. júní 2016 21:02
Andri Snær, Davíð, Guðni og Halla myndu öll kjósa Hillary Frambjóðendur voru spurðir út í viðhorf sitt til bandarísku forsetakosninganna í kappræðum RÚV. 24. júní 2016 20:50
Allt sem þú þarft að vita fyrir forsetakosningarnar á morgun Hvar á ég að kjósa? Má ég kjósa? Hvar verða kosningavökurnar? 24. júní 2016 13:26