David Cameron segir af sér Gunnar Reynir Valþórsson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 24. júní 2016 07:30 David Cameron forsætisráðherra Bretlands ætlar að segja af sér í ljósi niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar. vísir/afp David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að segja af sér í ljósi niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem fram fór í gær þar sem Bretar ákváðu að segja sig úr Evrópusambandinu. Cameron sagði í yfirlýsingu nú fyrir stundu að hann muni hverfa úr embætti forsætisráðherra fyrir næsta flokksþing Íhaldsflokksins í október næstkomandi. Cameron barðist fyrir áframhaldandi veru Breta í ESB og í ljósi niðurstöðunnar segist hann vera þeirrar skoðunar að annar forsætisráðherra þurfi að vera í brúnni þegar rætt verður við sambandið um næstu skref. Talið er líklegt að Boris Johnson, sem fór fyrir íhaldsmönnunum sem vildu fara úr ESB, taki við keflinu en það á þó eftir að koma í ljós. „Breska þjóðin hefur tekið ákvörðun um að fara í aðra átt. Í ljósi þess held ég að þjóðin þurfi ferska forystu til þess að taka hana í áttina sem hún vill fara,“ sagði Cameron. Hann muni gera allt í hans valdi til þess að koma á jafnvægi á næstu vikum og mánuðum, en að ekki sé rétt að hann sjálfur sitji við stjórnvölinn. „Þetta er ekki auðveld ákvörðun. En ég trúi því að það sé þjóðinni fyrir bestu að koma á stöðugleika og að ný forysta taki við í kjölfarið. Það er engin þörf á nákvæmri tímasetningu í dag en ég tel að nýr forsætisráðherra ætti að taka við á flokksþingi Íhaldsflokksins í október,“ sagði Cameron og bætti við að hann hefði greint Elísabetu Englandsdrottningu frá ákvörðun sinni í morgun. Þá sagði Cameron breskan efnahag standa traustum fótum. „Ég vil fullvissa markaði um að breskur efnahagur er sterkur og ég vil einnig fullvissa Breta sem búa í aðildarríkjum Evrópusambandsins og evrópska ríkisborgara sem búsettir eru hér að það verða engar skyndilegar breytingar á aðstæðum ykkar,“ sagði Cameron. Nú þurfi að taka næstu skref sem séu að undirbúa viðræður við Evrópusambandið. „Stjórnvöld í Skotlandi, Wales og Norður-Írlandi þurfa að taka þátt til að ganga úr skugga um að hagsmuna allra hluta Bretlands verði gætt. En þetta krefst umfram allt sterkrar forystu.“ Cameron sagðist jafnframt virða ákvörðun bresku þjóðarinnar og hvatti aðra til að gera slíkt hið sama. Brexit Tengdar fréttir Útganga Breta gæti leitt til endaloka Evrópusambandsins Prófessor í sagnfræði segir líkur á að fleiri íhugi að hverfa á brott úr sambandinu, ákveði Bretar að segja sig úr því. 23. júní 2016 14:15 Hagfræðingur segir áhættuna af Brexit ekki hafa verið nægilega vel útskýrða Fréttamaður Stöðvar 2 er staddur í Bretlandi og ræddi við kjósendur sem margir hverjir kvíða niðurstöðunni í Brexit-atkvæðagreiðslunni. 23. júní 2016 20:59 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að segja af sér í ljósi niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem fram fór í gær þar sem Bretar ákváðu að segja sig úr Evrópusambandinu. Cameron sagði í yfirlýsingu nú fyrir stundu að hann muni hverfa úr embætti forsætisráðherra fyrir næsta flokksþing Íhaldsflokksins í október næstkomandi. Cameron barðist fyrir áframhaldandi veru Breta í ESB og í ljósi niðurstöðunnar segist hann vera þeirrar skoðunar að annar forsætisráðherra þurfi að vera í brúnni þegar rætt verður við sambandið um næstu skref. Talið er líklegt að Boris Johnson, sem fór fyrir íhaldsmönnunum sem vildu fara úr ESB, taki við keflinu en það á þó eftir að koma í ljós. „Breska þjóðin hefur tekið ákvörðun um að fara í aðra átt. Í ljósi þess held ég að þjóðin þurfi ferska forystu til þess að taka hana í áttina sem hún vill fara,“ sagði Cameron. Hann muni gera allt í hans valdi til þess að koma á jafnvægi á næstu vikum og mánuðum, en að ekki sé rétt að hann sjálfur sitji við stjórnvölinn. „Þetta er ekki auðveld ákvörðun. En ég trúi því að það sé þjóðinni fyrir bestu að koma á stöðugleika og að ný forysta taki við í kjölfarið. Það er engin þörf á nákvæmri tímasetningu í dag en ég tel að nýr forsætisráðherra ætti að taka við á flokksþingi Íhaldsflokksins í október,“ sagði Cameron og bætti við að hann hefði greint Elísabetu Englandsdrottningu frá ákvörðun sinni í morgun. Þá sagði Cameron breskan efnahag standa traustum fótum. „Ég vil fullvissa markaði um að breskur efnahagur er sterkur og ég vil einnig fullvissa Breta sem búa í aðildarríkjum Evrópusambandsins og evrópska ríkisborgara sem búsettir eru hér að það verða engar skyndilegar breytingar á aðstæðum ykkar,“ sagði Cameron. Nú þurfi að taka næstu skref sem séu að undirbúa viðræður við Evrópusambandið. „Stjórnvöld í Skotlandi, Wales og Norður-Írlandi þurfa að taka þátt til að ganga úr skugga um að hagsmuna allra hluta Bretlands verði gætt. En þetta krefst umfram allt sterkrar forystu.“ Cameron sagðist jafnframt virða ákvörðun bresku þjóðarinnar og hvatti aðra til að gera slíkt hið sama.
Brexit Tengdar fréttir Útganga Breta gæti leitt til endaloka Evrópusambandsins Prófessor í sagnfræði segir líkur á að fleiri íhugi að hverfa á brott úr sambandinu, ákveði Bretar að segja sig úr því. 23. júní 2016 14:15 Hagfræðingur segir áhættuna af Brexit ekki hafa verið nægilega vel útskýrða Fréttamaður Stöðvar 2 er staddur í Bretlandi og ræddi við kjósendur sem margir hverjir kvíða niðurstöðunni í Brexit-atkvæðagreiðslunni. 23. júní 2016 20:59 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Útganga Breta gæti leitt til endaloka Evrópusambandsins Prófessor í sagnfræði segir líkur á að fleiri íhugi að hverfa á brott úr sambandinu, ákveði Bretar að segja sig úr því. 23. júní 2016 14:15
Hagfræðingur segir áhættuna af Brexit ekki hafa verið nægilega vel útskýrða Fréttamaður Stöðvar 2 er staddur í Bretlandi og ræddi við kjósendur sem margir hverjir kvíða niðurstöðunni í Brexit-atkvæðagreiðslunni. 23. júní 2016 20:59