Erlendir ferðamenn stórhneykslaðir á þvottabrettinu í Berufirði Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. júní 2016 14:42 Vegurinn í Berufirði á Austfjörðum í gærkvöldi. vísir/friðrik árnason/loftmyndir.is „Þetta er yfirleitt mjög slæmt og það heyrir til undantekninga að vegurinn sé í lagi,“ segir Friðrik Árnason framkvæmdastjóri Hótels Bláfells á Breiðdalsvík um vegkafla þjóðvegar 1 í Berufirði sem er ómalbikaður en mynd af veginum sem Friðrik deildi á Facebook-síðu vegagerðarinnar í gærkvöldi hefur vakið mikla athygli. Myndin sýnir slæmt ástand vegkaflans sem byrjar við bæinn Lindarbrekku, liggur um fjarðarbotninn og endar við bæinn Hvannabrekku. Friðrik fer um veginn um það bil 50 sinnum á ári og segir það ekki marga daga á ári sem vegurinn sé góður. „Þetta er bara þvottabretti og mjög leiðinlegt. Þetta hefur verið svona í allavega 30 ár en það eru nú ekki mörg ár síðan þáverandi samgönguráðherra sagði að nú væri búið að malbika allan hringveginn en það er bara ekki þannig,“ segir Friðrik. Aðspurður hvað erlendir ferðamenn sem koma á hótelið til hans segja um veginn svarar hann: „Þeir eru náttúrulega bara stórhneykslaðir á okkur og halda oft á tíðum að þeir séu bara komnir í einhverjar ógöngur og vitleysu þegar þeir lenda á þessum vegkafla.“Hvimleitt ástand fyrir íbúa sem keyra veginn oft Friðrik segir íbúa ekki vita hvenær búið verði að malbika veginn enda hafi verkinu ítrekað verið seinkað síðustu ár. „Þetta er einfaldlega mjög hvimleitt, ekki síst fyrir okkur íbúa hér í Berufirði sem keyrum veginn mörgum sinnum á ári. Það springa þarna dekk reglulega og svona vegur eyðileggur einfaldlega bílana,“ segir Friðrik. G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir að verið sé að vinna að útboðsgögnum vegna malbikunar umrædds vegkafla. Reiknað er með að farið verði í útboð síðar á árinu. Framkvæmdir verða svo á árunum 2017 og 2018 og er reyndar búist við verklokum árið 2018. Um heilmikla vegagerð er að ræða að sögn G. Péturs þar sem meðal annars verður farin ný leið yfir fjarðarbotninn með nýrri brú.Landeigendur og sveitarstjórnir ekki verið sammála um veglínunaEn hvers vegna hefur tekið svo langan tíma að gera við vegkaflann? „Það skýrist aðallega af því að landeigendur og sveitarstjórnir hafa ekki komið sér saman um hvernig þau vilja hafa þetta þannig að það hefur ekki staðið neitt á Vegagerðinni að leggja þarna nýjan veg,“ segir G. Pétur og bætir við að það sé oft flókið mál í vegagerð hvar sé best að fara því taka þurfi tillit til ýmissa mismunandi sjónarmiða og hagsmuna. Nú sé hins vegar allt orðið klárt; sveitarstjórnarmenn séu sáttir við veglínuna og verið sé að semja við landeigendur um að fá bætur fyrir sitt land. Þá er fjármagn á samgönguáætlun, sem reyndar er ekki búið að samþykkja, en G. Pétur telur þó að fjármagn muni fást til framkvæmdanna. Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
„Þetta er yfirleitt mjög slæmt og það heyrir til undantekninga að vegurinn sé í lagi,“ segir Friðrik Árnason framkvæmdastjóri Hótels Bláfells á Breiðdalsvík um vegkafla þjóðvegar 1 í Berufirði sem er ómalbikaður en mynd af veginum sem Friðrik deildi á Facebook-síðu vegagerðarinnar í gærkvöldi hefur vakið mikla athygli. Myndin sýnir slæmt ástand vegkaflans sem byrjar við bæinn Lindarbrekku, liggur um fjarðarbotninn og endar við bæinn Hvannabrekku. Friðrik fer um veginn um það bil 50 sinnum á ári og segir það ekki marga daga á ári sem vegurinn sé góður. „Þetta er bara þvottabretti og mjög leiðinlegt. Þetta hefur verið svona í allavega 30 ár en það eru nú ekki mörg ár síðan þáverandi samgönguráðherra sagði að nú væri búið að malbika allan hringveginn en það er bara ekki þannig,“ segir Friðrik. Aðspurður hvað erlendir ferðamenn sem koma á hótelið til hans segja um veginn svarar hann: „Þeir eru náttúrulega bara stórhneykslaðir á okkur og halda oft á tíðum að þeir séu bara komnir í einhverjar ógöngur og vitleysu þegar þeir lenda á þessum vegkafla.“Hvimleitt ástand fyrir íbúa sem keyra veginn oft Friðrik segir íbúa ekki vita hvenær búið verði að malbika veginn enda hafi verkinu ítrekað verið seinkað síðustu ár. „Þetta er einfaldlega mjög hvimleitt, ekki síst fyrir okkur íbúa hér í Berufirði sem keyrum veginn mörgum sinnum á ári. Það springa þarna dekk reglulega og svona vegur eyðileggur einfaldlega bílana,“ segir Friðrik. G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir að verið sé að vinna að útboðsgögnum vegna malbikunar umrædds vegkafla. Reiknað er með að farið verði í útboð síðar á árinu. Framkvæmdir verða svo á árunum 2017 og 2018 og er reyndar búist við verklokum árið 2018. Um heilmikla vegagerð er að ræða að sögn G. Péturs þar sem meðal annars verður farin ný leið yfir fjarðarbotninn með nýrri brú.Landeigendur og sveitarstjórnir ekki verið sammála um veglínunaEn hvers vegna hefur tekið svo langan tíma að gera við vegkaflann? „Það skýrist aðallega af því að landeigendur og sveitarstjórnir hafa ekki komið sér saman um hvernig þau vilja hafa þetta þannig að það hefur ekki staðið neitt á Vegagerðinni að leggja þarna nýjan veg,“ segir G. Pétur og bætir við að það sé oft flókið mál í vegagerð hvar sé best að fara því taka þurfi tillit til ýmissa mismunandi sjónarmiða og hagsmuna. Nú sé hins vegar allt orðið klárt; sveitarstjórnarmenn séu sáttir við veglínuna og verið sé að semja við landeigendur um að fá bætur fyrir sitt land. Þá er fjármagn á samgönguáætlun, sem reyndar er ekki búið að samþykkja, en G. Pétur telur þó að fjármagn muni fást til framkvæmdanna.
Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira