Björn Þorláksson íhugar sérframboð Jakob Bjarnar skrifar 30. júní 2016 15:53 Björn Þorláksson er ekki af baki dottinn þegar frami á hinum pólitíska vettvangi er annars vegar, þó Píratar hafi hafnað honum. Blaðamaðurinn Björn Þorláksson er ekki búinn að gefa frá sér allar hugmyndir um möguleika á því að geta látið til sín taka á hinum pólitíska vettvangi ef marka má nýlegan pistil sem hann birti á Facebooksíðu sinni. Hann veltir nú fyrir sér möguleikunum á sérframboði.Eins og fram kom í gær þá varð Björn mjög ósáttur við niðurstöðu í prófkjöri Pírata í Norð Austur-kjördæmi en þar hafnaði hann í sjöunda sæti. Björn hafði sóst eftir því að leiða lista en varð ekki að ósk sinni og vandaði í kjölfarið Pírötum ekki kveðjurnar. Hann lýsti því jafnframt yfir að hann hefði engan áhuga á að þiggja þetta sjöunda sæti. Nú varpar Björn fram spurningu til vina sinna á Facebook, svohljóðandi: „Spurningin er: Eigum við að taka okkur saman og stofna nýtt afl? A.m.k. í þessu kjördæmi? Í þessu kjördæmi vantar e.t.v. nýtt afl með góðum fulltrúum, aukið viðnám gegn spillingu? Hér eru nokkrir punktar, drög að afar óformlegum áherslum getum við kallað það án þess að taka okkur of alvarlega!“ Björn fylgir eftir þessum spurningum með því sem hæglega mætti notast við sem stefnuskrá nýs stjórnmálaafls þar sem hann leggur áherslu á að berjast gegn spillingu hvar sem hana er að finna. Hann vill jöfnuð, hann vill berjast fyrir jafnrétti á öllum sviðum og skírskotar til femínista sem hann segir hina einu sönnu varðhunda almennings. Þá er sem Björn leiti í hugmyndabrunn Jóns Gnarrs og Besta flokksins því hann vill flytja inn mörgæsir og fóstra þær á andapollinum á Akureyri. Hér fyrir neðan getur að líta Facebookpistill Björns en þar má betur kynna sér þessi drög að manifestó. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Hundfúll hafnar Björn Þorláksson 7. sætinu Björn Þorláksson telur sig grátt leikinn í prófkjöri Pírata. 28. júní 2016 14:07 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Velta barna á veðmálasíðum fimmfaldast milli ára Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Blaðamaðurinn Björn Þorláksson er ekki búinn að gefa frá sér allar hugmyndir um möguleika á því að geta látið til sín taka á hinum pólitíska vettvangi ef marka má nýlegan pistil sem hann birti á Facebooksíðu sinni. Hann veltir nú fyrir sér möguleikunum á sérframboði.Eins og fram kom í gær þá varð Björn mjög ósáttur við niðurstöðu í prófkjöri Pírata í Norð Austur-kjördæmi en þar hafnaði hann í sjöunda sæti. Björn hafði sóst eftir því að leiða lista en varð ekki að ósk sinni og vandaði í kjölfarið Pírötum ekki kveðjurnar. Hann lýsti því jafnframt yfir að hann hefði engan áhuga á að þiggja þetta sjöunda sæti. Nú varpar Björn fram spurningu til vina sinna á Facebook, svohljóðandi: „Spurningin er: Eigum við að taka okkur saman og stofna nýtt afl? A.m.k. í þessu kjördæmi? Í þessu kjördæmi vantar e.t.v. nýtt afl með góðum fulltrúum, aukið viðnám gegn spillingu? Hér eru nokkrir punktar, drög að afar óformlegum áherslum getum við kallað það án þess að taka okkur of alvarlega!“ Björn fylgir eftir þessum spurningum með því sem hæglega mætti notast við sem stefnuskrá nýs stjórnmálaafls þar sem hann leggur áherslu á að berjast gegn spillingu hvar sem hana er að finna. Hann vill jöfnuð, hann vill berjast fyrir jafnrétti á öllum sviðum og skírskotar til femínista sem hann segir hina einu sönnu varðhunda almennings. Þá er sem Björn leiti í hugmyndabrunn Jóns Gnarrs og Besta flokksins því hann vill flytja inn mörgæsir og fóstra þær á andapollinum á Akureyri. Hér fyrir neðan getur að líta Facebookpistill Björns en þar má betur kynna sér þessi drög að manifestó.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Hundfúll hafnar Björn Þorláksson 7. sætinu Björn Þorláksson telur sig grátt leikinn í prófkjöri Pírata. 28. júní 2016 14:07 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Velta barna á veðmálasíðum fimmfaldast milli ára Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Hundfúll hafnar Björn Þorláksson 7. sætinu Björn Þorláksson telur sig grátt leikinn í prófkjöri Pírata. 28. júní 2016 14:07