131 fluttur úr landi með lögregluvaldi Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 30. júní 2016 07:00 Jón Bjartmars yfirmaður Alþjóðadeildar Ríkislögreglustjóra segir beðið eftir skýrslum lögreglumanna sem tóku þátt í aðgerðinni. Verkefnum alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra hefur fjölgað mikið síðustu tvö ár samhliða auknum fjölda umsækjenda um alþjóðlega vernd. Á síðasta ári stóð alþjóðadeild að 69 framkvæmdum þar sem 123 einstaklingum var fylgt með lögregluvaldi úr landi. Það sem af er ársins 2016 er þeir orðnir 131. Aðgerð lögreglu í Laugarneskirkju var að beiðni Útlendingastofnunar. Sérsveit lögreglu aðstoðaði alþjóðadeild við aðgerðina. Myndband sem sýndi aðgerð lögreglu vakti óhug með almenningi. Á því sést lögreglumaður slá til ungs manns sem var viðstaddur brottflutninginn. Þá sjást Írakarnir tveir sem voru handteknir og fluttir til Noregs dregnir eftir kirkjugólfinu. Séra Kristín Tómasdóttir, sóknarprestur í Laugarneskirkju, sagði aðfarir lögreglu harkalegar og þörf á breytingum sem tækju mið af mannúð. „Stjórnvöld verða að hætta að skýla sér á bak við Dyflinnarreglugerðina í stað þess að veita hverjum einstaklingi efnislega meðferð og þannig sýna honum þá virðingu sem hann á skilið,“ sagði Kristín. Siðmennt tekur undir gagnrýni Kristínar á að Útlendingastofnun og lögregla beiti harkalegum aðgerðum við brottvísun flóttamanna, í stað þess að láta mannúðarsjónarmið ráða ferðinni. Fjórir Írakar fengu vernd í meðferð Útlendingastofnunar í maímánuði eftir efnislega meðferð. Írakarnir tveir sem voru sóttir af lögreglu voru hins vegar sendir til Noregs samkvæmt Dyflinnarreglugerðinni. Jón Bjartmars, yfirmaður alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra, segir nú verið að taka saman skýrslur frá lögreglumönnum sem komu að framkvæmd málsins. „Ávallt er reynt að haga framkvæmd með sem mildilegasta hætti,“ segir Jón spurður um hvert leiðarljós lögreglumanna er við aðgerðir sem þessar. Athygli vakti að sérsveit ríkislögreglustjóra tók þátt í aðgerðunum. Jón segir sérsveit ekki alltaf kallaða til. „Nei, það fer eftir því mati sem liggur fyrir í hverju tilviki fyrir sig,“ segir Jón. Hann bendir á að ríkislögreglustjóri hafi ítrekað bent á þörf á auknum mannafla til embætta lögreglu. Flóttamenn Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Sjá meira
Verkefnum alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra hefur fjölgað mikið síðustu tvö ár samhliða auknum fjölda umsækjenda um alþjóðlega vernd. Á síðasta ári stóð alþjóðadeild að 69 framkvæmdum þar sem 123 einstaklingum var fylgt með lögregluvaldi úr landi. Það sem af er ársins 2016 er þeir orðnir 131. Aðgerð lögreglu í Laugarneskirkju var að beiðni Útlendingastofnunar. Sérsveit lögreglu aðstoðaði alþjóðadeild við aðgerðina. Myndband sem sýndi aðgerð lögreglu vakti óhug með almenningi. Á því sést lögreglumaður slá til ungs manns sem var viðstaddur brottflutninginn. Þá sjást Írakarnir tveir sem voru handteknir og fluttir til Noregs dregnir eftir kirkjugólfinu. Séra Kristín Tómasdóttir, sóknarprestur í Laugarneskirkju, sagði aðfarir lögreglu harkalegar og þörf á breytingum sem tækju mið af mannúð. „Stjórnvöld verða að hætta að skýla sér á bak við Dyflinnarreglugerðina í stað þess að veita hverjum einstaklingi efnislega meðferð og þannig sýna honum þá virðingu sem hann á skilið,“ sagði Kristín. Siðmennt tekur undir gagnrýni Kristínar á að Útlendingastofnun og lögregla beiti harkalegum aðgerðum við brottvísun flóttamanna, í stað þess að láta mannúðarsjónarmið ráða ferðinni. Fjórir Írakar fengu vernd í meðferð Útlendingastofnunar í maímánuði eftir efnislega meðferð. Írakarnir tveir sem voru sóttir af lögreglu voru hins vegar sendir til Noregs samkvæmt Dyflinnarreglugerðinni. Jón Bjartmars, yfirmaður alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra, segir nú verið að taka saman skýrslur frá lögreglumönnum sem komu að framkvæmd málsins. „Ávallt er reynt að haga framkvæmd með sem mildilegasta hætti,“ segir Jón spurður um hvert leiðarljós lögreglumanna er við aðgerðir sem þessar. Athygli vakti að sérsveit ríkislögreglustjóra tók þátt í aðgerðunum. Jón segir sérsveit ekki alltaf kallaða til. „Nei, það fer eftir því mati sem liggur fyrir í hverju tilviki fyrir sig,“ segir Jón. Hann bendir á að ríkislögreglustjóri hafi ítrekað bent á þörf á auknum mannafla til embætta lögreglu.
Flóttamenn Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Sjá meira