Serena Williams lagði Anelique Kerber 2-0 í úrslitaleik kvenna á Wimbledon mótinu í tennis í dag. Fyrra settið vann Williams 7-5 og það seinna 6-3.
Með sigrinum jafnaði Williams árangur Steffi Graf sem vann einnig 22 stórmót á ferli sínum. Var þetta sjöunda sinn sem Williams vinnur Wimbledon.
Williams átti titil að verja gegn Kerber sem gerði sér lítið fyrir þegar hún lagði Williams á opna ástralska meistaramótinu fyrr á árinu.
Gríðarlegt jafnræði var í leiknum framan af en eftir að Williams tryggði sér 4-3 forystu í öðru setti með mögnuðum ás var ekki aftur snúið og bandaríski meistarinn sigldi sigrinum heim.
Serena Williams vann Wimbledon í sjöunda sinn
Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar

Mest lesið

„Hann hefði getað fótbrotið mig“
Enski boltinn


VAR í Bestu deildina?
Íslenski boltinn


Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum
Enski boltinn





Fleiri fréttir
