Heiti potturinn Hugleikur Dagsson skrifar 7. júlí 2016 00:00 Mér finnst best að fara í heita pottinn þegar veðrið er svo slæmt að potturinn er galtómur og maður getur setið þarna einn með snævi þakinn hausinn upp úr eins og japanskur bavíani. Verra þykir mér á blíðviðrisdögum hásumars þegar potturinn verður troðin kjötsúpa. En ég læt mig hafa það, enda hefur mannhatur mitt engan rétt á sér. Hatur er sterkt orð. Mannpirringur. Í pottinn mæta nefnilega gjarnan svokallaðir gárungar og „mansplaina“ fréttir vikunnar fyrir öllum öðrum pottalingum hvort sem þeim líkar betur eða verr. Þá fer ég bara með eyrun undir vatnið svo ég heyri bara gutl. En reyndar kom einn í pottinn í Höllinni um daginn sem var með svo skerandi rödd að ég heyrði orðaskil þó að ég notaði eyru-undir-vatn trikkið. Ég nennti engan veginn að heyra hans skoðanir á kynfærarakstri ungmenna og íhugaði að fara í heitari pottinn. En þar sat myndarlegur Ameríkani og borðaði epli og talaði hátt um sjálfan sig. Ég gat ekki ákveðið hvorn aðilann ég ætti að reyna að þola. Gamla hneykslaða karlinn eða „frat boy douchebag-ið“. Svo byrjaði gamli maðurinn að tjá sig um gay pride þannig að ég flúði til Kanans. Þar fæ ég að heyra síðustu efnisgrein fyrirlesturs hans um sjálfan sig. Kemur í ljós að hann er svokallaður fylgdarsveinn sem ríkar konur ráða til að koma með sér í partí og í kvöld var hann að fara í ekta íslenska orgíu. „Ha?“ hugsaði ég. „Hvar? Hjá hverjum?“ En þá fór hann upp úr. Ég hefði átt að fara fyrr í heitari pottinn. Ég og minn mannpirringur.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hugleikur Dagsson Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun
Mér finnst best að fara í heita pottinn þegar veðrið er svo slæmt að potturinn er galtómur og maður getur setið þarna einn með snævi þakinn hausinn upp úr eins og japanskur bavíani. Verra þykir mér á blíðviðrisdögum hásumars þegar potturinn verður troðin kjötsúpa. En ég læt mig hafa það, enda hefur mannhatur mitt engan rétt á sér. Hatur er sterkt orð. Mannpirringur. Í pottinn mæta nefnilega gjarnan svokallaðir gárungar og „mansplaina“ fréttir vikunnar fyrir öllum öðrum pottalingum hvort sem þeim líkar betur eða verr. Þá fer ég bara með eyrun undir vatnið svo ég heyri bara gutl. En reyndar kom einn í pottinn í Höllinni um daginn sem var með svo skerandi rödd að ég heyrði orðaskil þó að ég notaði eyru-undir-vatn trikkið. Ég nennti engan veginn að heyra hans skoðanir á kynfærarakstri ungmenna og íhugaði að fara í heitari pottinn. En þar sat myndarlegur Ameríkani og borðaði epli og talaði hátt um sjálfan sig. Ég gat ekki ákveðið hvorn aðilann ég ætti að reyna að þola. Gamla hneykslaða karlinn eða „frat boy douchebag-ið“. Svo byrjaði gamli maðurinn að tjá sig um gay pride þannig að ég flúði til Kanans. Þar fæ ég að heyra síðustu efnisgrein fyrirlesturs hans um sjálfan sig. Kemur í ljós að hann er svokallaður fylgdarsveinn sem ríkar konur ráða til að koma með sér í partí og í kvöld var hann að fara í ekta íslenska orgíu. „Ha?“ hugsaði ég. „Hvar? Hjá hverjum?“ En þá fór hann upp úr. Ég hefði átt að fara fyrr í heitari pottinn. Ég og minn mannpirringur.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun