Stuðningsmaður Íslands stunginn í París: Unnustan djúpt snortin yfir viðbrögðum Íslendinga Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. júlí 2016 14:45 En stuðningurinn var samt magnaður eins og alltaf. vísir/vilhelm Unnusta 25 ára gamals Englendings, sem varð fyrir alvarlegri líkamsárás í París á mánudaginn þegar ráðist var á hann með hnífi, segist djúpt snortin yfir viðbrögðum Íslendinga. Englendingurinn studdi íslenska landsliðið í knattspyrnu í leiknum gegn Frökkum í átta liða úrslitum EM og var að horfa á leikinn þegar ráðist var á hann. Árásarmaðurinn var handtekinn og verður að óbreyttu ákærður fyrir árásina en Englendingurinn fór í umfangsmikla aðgerð og dvelur enn á sjúkrahúsi í París. Hann mun vera á batavegi og ekki í lífshættu samkvæmt heimildum Vísis en um er að ræða lögreglumann sem var í sumarleyfi með sínum betri helmingi. Hannes Freyr Sigurðsson, gallharður stuðningsmaður Íslands, tók eftir fréttinni af Englendingnum í erlendum miðlum. Hann fór inn í hina fjölmennu og virku grúppu stuðningsmanna Íslands á Facebook og kannaði áhuga á því að gera eitthvað fyrir stuðningsmanninn, jafnvel bjóða honum og unnustunni til Íslands.Vilyrði fyrir stuðningi „Það kom mér mikið á óvart hvað þetta sprakk út á stuttum tíma,“ segir Hannes Freyr í samtali við Vísi. Fjölmargir hafi viljað taka þátt og fyrirtæki haft samband. Ákveðið hafi verið að bíða með að stofna söfnunarreikning þangað til ljóst er að maðurinn nái sér eftir árásina. „Ef hann samþykkir þetta,“ segir Hannes. Ekki sé víst að hann vilji nokkuð með þessa athygli hafa. Hannes hefur verið í sambandi við fulltrúa Scotland Yard í París sem sagði bresku lögreglumennina afar ánægða með framtakið. Nú er því aðeins að bíða og sjá og vona að Englendingurinn jafni sig af sárum sínum. Hannes, Tólfan og fjölmargir aðrir eru tilbúnir að taka þátt í að styrkja heimsókn hans. Hannes segist vonast til þess að Tólfan geti haldið utan um fjáröflunina svo hún sé á herðum félagasamtaka en ekki einstaklinga. Kristinn Hallur Jónsson, gjaldkeri Tólfunnar, segir í samtali við Vísi að Tólfan sé alltaf til í að gera eitthvað skemmtilegt. „Það virðist vera mikill velvilji fyrir því að gera eitthvað fallegt fyrir manninn og konuna hans,“ segir Hannes. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Unnusta 25 ára gamals Englendings, sem varð fyrir alvarlegri líkamsárás í París á mánudaginn þegar ráðist var á hann með hnífi, segist djúpt snortin yfir viðbrögðum Íslendinga. Englendingurinn studdi íslenska landsliðið í knattspyrnu í leiknum gegn Frökkum í átta liða úrslitum EM og var að horfa á leikinn þegar ráðist var á hann. Árásarmaðurinn var handtekinn og verður að óbreyttu ákærður fyrir árásina en Englendingurinn fór í umfangsmikla aðgerð og dvelur enn á sjúkrahúsi í París. Hann mun vera á batavegi og ekki í lífshættu samkvæmt heimildum Vísis en um er að ræða lögreglumann sem var í sumarleyfi með sínum betri helmingi. Hannes Freyr Sigurðsson, gallharður stuðningsmaður Íslands, tók eftir fréttinni af Englendingnum í erlendum miðlum. Hann fór inn í hina fjölmennu og virku grúppu stuðningsmanna Íslands á Facebook og kannaði áhuga á því að gera eitthvað fyrir stuðningsmanninn, jafnvel bjóða honum og unnustunni til Íslands.Vilyrði fyrir stuðningi „Það kom mér mikið á óvart hvað þetta sprakk út á stuttum tíma,“ segir Hannes Freyr í samtali við Vísi. Fjölmargir hafi viljað taka þátt og fyrirtæki haft samband. Ákveðið hafi verið að bíða með að stofna söfnunarreikning þangað til ljóst er að maðurinn nái sér eftir árásina. „Ef hann samþykkir þetta,“ segir Hannes. Ekki sé víst að hann vilji nokkuð með þessa athygli hafa. Hannes hefur verið í sambandi við fulltrúa Scotland Yard í París sem sagði bresku lögreglumennina afar ánægða með framtakið. Nú er því aðeins að bíða og sjá og vona að Englendingurinn jafni sig af sárum sínum. Hannes, Tólfan og fjölmargir aðrir eru tilbúnir að taka þátt í að styrkja heimsókn hans. Hannes segist vonast til þess að Tólfan geti haldið utan um fjáröflunina svo hún sé á herðum félagasamtaka en ekki einstaklinga. Kristinn Hallur Jónsson, gjaldkeri Tólfunnar, segir í samtali við Vísi að Tólfan sé alltaf til í að gera eitthvað skemmtilegt. „Það virðist vera mikill velvilji fyrir því að gera eitthvað fallegt fyrir manninn og konuna hans,“ segir Hannes.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira