Poppstjörnur á meðal þeirra sem troða upp á Eistnaflugi sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 7. júlí 2016 12:12 Það er alltaf góð stemning á Eistnaflugi í Neskaupstað. Mynd/Guðný Lára Thorarensen Fjöldi fólks er nú samankominn á rokkhátíðinni Eistnaflugi sem haldin er í Neskaupstað. Fleiri en þungarokkarar ættu að geta fundið sér eitthvað við hæfi því poppstjörnur verða á meðal þeirra sem troða upp um helgina. Eistnaflug hófst með pompi og prakt í gærkvöldi og nær hápunkti um helgina, en þetta er í tólfta sinn sem hátíðin er haldin. Stefán Magnússon, umsjónarmaður hátíðarinnar, segir að búist sé við viðlíka fjölda og í fyrra, eða í kringum tvö þúsund manns. „Það var bara alveg vel fullt í gær í salnum þannig að það eru rosalega margir komnir. Það eru 24 hljómsveitir sem spila í dag og eitthvað annað eins á morgun og hinn þannig að það verður stanslaus gleði um helgina, en það eru um áttatíu hljómsveitir sem koma fram," segir Stefán í samtali við Vísi. Stefán segir laugardaginn líklega stærstan. „Það fer auðvitað eftir smekknum en laugardagurinn er rosalega stór hvað varðar erlendar hljómsveitir. Stærstu erlendu eru á laugardaginn en eins og í kvöld erum við með tvær erlendar hljómsveitir og algjört landslið í íslenskum." Hann segir ekki einungis þungarokk á hátíðinni. „Það er svona til að brjóta þetta aðeins upp. Til dæmis í gær enduðu Agent Fresco og Úlfur Úlfur kvöldið í gær. Það var búið að vera rokk og ról allan daginn þannig að það er bara gaman að enda þetta á smá stuði. Á laugardaginn er það Páll Óskar og Retro Stefson sem koma fram," segir Stefán. Aðspurður segir hann ekki uppselt á hátíðina, en býst þó við að það muni seljast upp, líkt og undanfarin ár. Þá segir hann veðurspá helgarinnar prýðilega. „Veðurspáin er fín. Núna er æðislegt veður, milt og gott og ég vona að það haldi áfram." Eistnaflug Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Fjöldi fólks er nú samankominn á rokkhátíðinni Eistnaflugi sem haldin er í Neskaupstað. Fleiri en þungarokkarar ættu að geta fundið sér eitthvað við hæfi því poppstjörnur verða á meðal þeirra sem troða upp um helgina. Eistnaflug hófst með pompi og prakt í gærkvöldi og nær hápunkti um helgina, en þetta er í tólfta sinn sem hátíðin er haldin. Stefán Magnússon, umsjónarmaður hátíðarinnar, segir að búist sé við viðlíka fjölda og í fyrra, eða í kringum tvö þúsund manns. „Það var bara alveg vel fullt í gær í salnum þannig að það eru rosalega margir komnir. Það eru 24 hljómsveitir sem spila í dag og eitthvað annað eins á morgun og hinn þannig að það verður stanslaus gleði um helgina, en það eru um áttatíu hljómsveitir sem koma fram," segir Stefán í samtali við Vísi. Stefán segir laugardaginn líklega stærstan. „Það fer auðvitað eftir smekknum en laugardagurinn er rosalega stór hvað varðar erlendar hljómsveitir. Stærstu erlendu eru á laugardaginn en eins og í kvöld erum við með tvær erlendar hljómsveitir og algjört landslið í íslenskum." Hann segir ekki einungis þungarokk á hátíðinni. „Það er svona til að brjóta þetta aðeins upp. Til dæmis í gær enduðu Agent Fresco og Úlfur Úlfur kvöldið í gær. Það var búið að vera rokk og ról allan daginn þannig að það er bara gaman að enda þetta á smá stuði. Á laugardaginn er það Páll Óskar og Retro Stefson sem koma fram," segir Stefán. Aðspurður segir hann ekki uppselt á hátíðina, en býst þó við að það muni seljast upp, líkt og undanfarin ár. Þá segir hann veðurspá helgarinnar prýðilega. „Veðurspáin er fín. Núna er æðislegt veður, milt og gott og ég vona að það haldi áfram."
Eistnaflug Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira