Staðfest að Rifstangi liggur norðar en Hraunhafnartangi Kristján Már Unnarsson skrifar 1. júlí 2016 21:34 Dæmi eru um að erlendir ferðamenn láti gifta sig á Hraunhafnartanga þar sem þeir telja hann nyrsta tanga Íslands. Það hefur hins vegar verið á reiki undanfarna áratugi hvort hann eða Rifstangi sé nyrsti oddi fastalandsins. Í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan, er fjallað um málið og rætt við Níels Árna Lund, sem um þessar mundir ritar sögu byggðarinnar á Melrakkasléttu. Fyrir utan Grímsey og Kolbeinsey er Melrakkaslétta sá hluti Íslands sem teygir sig lengst norður en lengi hafa verið áhöld um það hvaða tangi fastalandsins sæti uppi með stimpilinn sem nyrsti tangi Íslands; Rifstangi eða Hraunhafnartangi. Lengi var kennt í skólum að Hraunhafnartangi væri nyrstur.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Níels Árni Lund er fæddur og uppalinn á Sléttu og er að rita sögu hennar. Honum, eins og svo mörgum öðrum, var kennt í barnaskóla að Hraunhafnartangi væri nyrstur, en að Rifstangi hafi áður verið talinn sá nyrsti. Níels Árni getur auðvitað ekki gefið út bókina nema hafa þetta á hreinu. „Nú er ég búinn að fá það staðfest af Landmælingum Íslands að Rifstangi er nyrsti tangi landsins, munar einum 68 metrum, sem hann nær norðar en Hraunhafnartanginn,” segir Níels Árni. Þetta virðist samt enn á reiki í ferðamannabæklingum því útlendingar streyma á Hraunhafnartanga, sumir í þeirri trú að þar sé heimskautsbaugurinn, þótt baugurinn liggi þremur kílómetrum frá landi. „Hingað kemur fólk, og sér í lagi var það á Hraunhafnartangann, og allt í lagi að halda því enn til streitu, að láta gifta sig og að hafa komið út fyrir heimskautsbaug. Og þannig er það og þeir geta báðir verið það í sjálfu sér, þó að Rifstangi teygi tána aðeins lengra út í sjóinn.” Vinsæl gönguleið liggur að vitanum á Hraunhafnartanga.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Gönguleiðin á Hraunhafnartanga er fjölfarin. Það er hins vegar seinfarnara að ganga á Rifstanga. „Þetta er feikilegt klungur og erfitt að komast þarna niður en vel þess virði að labba niður á Rifstanga og sjá svæðið þar.” En hvernig stendur á þessu rugli? „Ég heyrði nú einhverja skýringu að þetta væru mismunandi mælingar á sjókortum og legu landsins og hvernig baugurinn liggur, og svo framvegis. En ég hef ekki frekari skýringu á því nema ég veit að þetta er bara staðfest. Núna samkvæmt loftmyndum á þetta að vera klárlega nyrsti tangi landsins,” svarar Níels Árni Lund. Sem sagt: Rifstangi. Á Rifstanga er eyðibýlið Rif.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Ferðamennska á Íslandi Norðurþing Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Dæmi eru um að erlendir ferðamenn láti gifta sig á Hraunhafnartanga þar sem þeir telja hann nyrsta tanga Íslands. Það hefur hins vegar verið á reiki undanfarna áratugi hvort hann eða Rifstangi sé nyrsti oddi fastalandsins. Í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan, er fjallað um málið og rætt við Níels Árna Lund, sem um þessar mundir ritar sögu byggðarinnar á Melrakkasléttu. Fyrir utan Grímsey og Kolbeinsey er Melrakkaslétta sá hluti Íslands sem teygir sig lengst norður en lengi hafa verið áhöld um það hvaða tangi fastalandsins sæti uppi með stimpilinn sem nyrsti tangi Íslands; Rifstangi eða Hraunhafnartangi. Lengi var kennt í skólum að Hraunhafnartangi væri nyrstur.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Níels Árni Lund er fæddur og uppalinn á Sléttu og er að rita sögu hennar. Honum, eins og svo mörgum öðrum, var kennt í barnaskóla að Hraunhafnartangi væri nyrstur, en að Rifstangi hafi áður verið talinn sá nyrsti. Níels Árni getur auðvitað ekki gefið út bókina nema hafa þetta á hreinu. „Nú er ég búinn að fá það staðfest af Landmælingum Íslands að Rifstangi er nyrsti tangi landsins, munar einum 68 metrum, sem hann nær norðar en Hraunhafnartanginn,” segir Níels Árni. Þetta virðist samt enn á reiki í ferðamannabæklingum því útlendingar streyma á Hraunhafnartanga, sumir í þeirri trú að þar sé heimskautsbaugurinn, þótt baugurinn liggi þremur kílómetrum frá landi. „Hingað kemur fólk, og sér í lagi var það á Hraunhafnartangann, og allt í lagi að halda því enn til streitu, að láta gifta sig og að hafa komið út fyrir heimskautsbaug. Og þannig er það og þeir geta báðir verið það í sjálfu sér, þó að Rifstangi teygi tána aðeins lengra út í sjóinn.” Vinsæl gönguleið liggur að vitanum á Hraunhafnartanga.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Gönguleiðin á Hraunhafnartanga er fjölfarin. Það er hins vegar seinfarnara að ganga á Rifstanga. „Þetta er feikilegt klungur og erfitt að komast þarna niður en vel þess virði að labba niður á Rifstanga og sjá svæðið þar.” En hvernig stendur á þessu rugli? „Ég heyrði nú einhverja skýringu að þetta væru mismunandi mælingar á sjókortum og legu landsins og hvernig baugurinn liggur, og svo framvegis. En ég hef ekki frekari skýringu á því nema ég veit að þetta er bara staðfest. Núna samkvæmt loftmyndum á þetta að vera klárlega nyrsti tangi landsins,” svarar Níels Árni Lund. Sem sagt: Rifstangi. Á Rifstanga er eyðibýlið Rif.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.
Ferðamennska á Íslandi Norðurþing Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira