Reyni að spila á það sem þarf hverju sinni Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 2. júlí 2016 09:15 „Með titlum er maður settur í box og ég er feiminn við að kalla mig víóluleikara, hljómsveitarstjóra eða píanóleikara,” segir Bjarni Frímann. Vísir/Stefán Ásláttur hans var einstaklega mjúkur og hlýlegur, hver einasti hljómur var unaðslegur áheyrnar.“ ... Hún (tónlistin) var leikin af níu hljóðfæraleikurum undir stjórn Bjarna Frímanns. Flutningurinn var nákvæmur og agaður.“ Hér er gripið niður í nýlega dóma um frammistöðu Bjarna Frímanns Bjarnasonar á tónleikum. En fyrsta spurning til hans er: Af hverju ertu skráður ökumaður í símaskránni? „Það einhver ímyndarótti. Með titlum er maður settur í box og ég er feiminn við að kalla mig víóluleikara, hljómsveitarstjóra eða píanóleikara.“ Hann viðurkennir samt að vera jafnvígur á margt. „Ég reyni að spila á það sem þarf hverju sinni.“ Bjarni Frímann lærði hjá Guðnýju Guðmundsdóttur og fleiri góðum kennurum á fiðlu og víólu, en kveðst hafa farið að spila meira og meira á píanó. „Svo fór ég í nám í hljómsveitarstjórn úti í Þýskalandi en lærði nú eiginlega allt annað. Maður lærir ekkert að stjórna hljómsveit nema fyrir framan hljómsveit og það voru færri tækifæri til þess en ég hafði vonast eftir. Hins vegar hafði ég næg tækifæri til að spila undir með söngvurum og það er þroskandi fyrir hljómsveitarstjóra að glíma við það. Reyndar er þroskandi fyrir alla músíkanta að umgangast sönginn sem fyrirbrigði því söngurinn hlýtur að liggja allri tónlist til grundvallar.“ Bjarni Frímann telur hljóðfæraleikara gera of lítið af því að syngja. „Oft má leysa einföld mál með því að syngja nótur sem maður er í vandræðum með á æfingum. Maður finnur líka greinilega hvaða tónskáld syngja yfir það sem þau skrifa. Það kemur annar tónn. Um leið og tónlistin fjarlægist sönglistina of mikið kemur inn einhver firring, sem er í öðrum mannanna verkum líka þegar hlutirnir fara að snúast um sig sjálfa en ekki það sem er manneskjulegt.“ Fyrir nokkrum árum var Bjarni Frímann að leysa af sem organisti vestur á Grundarfirði. Skyldi hann hafa gert meira af slíku? „Ekki eins og ég hefði viljað en ég hef gaman af því. Á viðburðum veit maður oft ekki hvort maður spilar fyrir daufum eyrum eða ekki, það getur farið eftir því hvar tónlistinni hefur verið valinn staður í dagskránni. En í helgihaldinu fær tónlistin að vera óáreitt í sínu hlutverki og að stilla saman strengi í sálmasöng gerir fólki gott, það er ekki hægt að rífast neitt um það. Eins er gaman að spila fyrir og eftir messu, þá er fólk með opin eyru.“ Annríkið fer vaxandi hjá Bjarna í hinum ýmsu tónlistarverkefnum, enda kveðst hann voða slappur í að taka sér frí. „Ég hef gaman af þessu. Held líka að músíkin hafi aldrei verið mikilvægari en núna. Það er margt gott að gerast í samtímanum en hinu má ekki líta fram hjá að það er líka margt skuggalegt ef maður setur upp þau gleraugu. Við búum í duldu olnbogasamfélagi, það er óstöðugleiki um alla Evrópu, öfgaöfl og alls konar firring. Ég tel að klassísk tónlist geti þjónað þeim tilgangi að veita fólki fróun í þessum tryllingi öllum. Við Íslendingar eigum ekki að nota tónlistina sem punt til að laða hér að túrista og sýna fram á að við séum menningarþjóð heldur til að tengja fólk saman svo það fái að hefjast yfir sjálft sig því við lifum á öld sjálfhverfunnar.“ En nú má Bjarni Frímann ekki vera að því að skrafa lengur því hlutverk ökumannsins bíður. Hann ætlar að skreppa austur í Odda á Rangárvöllum. „Ég er að fara að sýna erlendum gestum Odda. Snorri Sturluson er þeirra maður og ég var með þá í Reykholti í gær,“ útskýrir hann. „Sögufróður? Það fer nú eftir því hverja ég er borinn saman við. Ég hef áhuga á sögu og veit eitt og annað um liðna atburði, finnst það nauðsynlegt. Þó maður megi ekki ganga með höfuð um öxl þá er mikilvægt að vita hvaðan maður er sprottinn.“ Menning Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið Sjá meira
Ásláttur hans var einstaklega mjúkur og hlýlegur, hver einasti hljómur var unaðslegur áheyrnar.“ ... Hún (tónlistin) var leikin af níu hljóðfæraleikurum undir stjórn Bjarna Frímanns. Flutningurinn var nákvæmur og agaður.“ Hér er gripið niður í nýlega dóma um frammistöðu Bjarna Frímanns Bjarnasonar á tónleikum. En fyrsta spurning til hans er: Af hverju ertu skráður ökumaður í símaskránni? „Það einhver ímyndarótti. Með titlum er maður settur í box og ég er feiminn við að kalla mig víóluleikara, hljómsveitarstjóra eða píanóleikara.“ Hann viðurkennir samt að vera jafnvígur á margt. „Ég reyni að spila á það sem þarf hverju sinni.“ Bjarni Frímann lærði hjá Guðnýju Guðmundsdóttur og fleiri góðum kennurum á fiðlu og víólu, en kveðst hafa farið að spila meira og meira á píanó. „Svo fór ég í nám í hljómsveitarstjórn úti í Þýskalandi en lærði nú eiginlega allt annað. Maður lærir ekkert að stjórna hljómsveit nema fyrir framan hljómsveit og það voru færri tækifæri til þess en ég hafði vonast eftir. Hins vegar hafði ég næg tækifæri til að spila undir með söngvurum og það er þroskandi fyrir hljómsveitarstjóra að glíma við það. Reyndar er þroskandi fyrir alla músíkanta að umgangast sönginn sem fyrirbrigði því söngurinn hlýtur að liggja allri tónlist til grundvallar.“ Bjarni Frímann telur hljóðfæraleikara gera of lítið af því að syngja. „Oft má leysa einföld mál með því að syngja nótur sem maður er í vandræðum með á æfingum. Maður finnur líka greinilega hvaða tónskáld syngja yfir það sem þau skrifa. Það kemur annar tónn. Um leið og tónlistin fjarlægist sönglistina of mikið kemur inn einhver firring, sem er í öðrum mannanna verkum líka þegar hlutirnir fara að snúast um sig sjálfa en ekki það sem er manneskjulegt.“ Fyrir nokkrum árum var Bjarni Frímann að leysa af sem organisti vestur á Grundarfirði. Skyldi hann hafa gert meira af slíku? „Ekki eins og ég hefði viljað en ég hef gaman af því. Á viðburðum veit maður oft ekki hvort maður spilar fyrir daufum eyrum eða ekki, það getur farið eftir því hvar tónlistinni hefur verið valinn staður í dagskránni. En í helgihaldinu fær tónlistin að vera óáreitt í sínu hlutverki og að stilla saman strengi í sálmasöng gerir fólki gott, það er ekki hægt að rífast neitt um það. Eins er gaman að spila fyrir og eftir messu, þá er fólk með opin eyru.“ Annríkið fer vaxandi hjá Bjarna í hinum ýmsu tónlistarverkefnum, enda kveðst hann voða slappur í að taka sér frí. „Ég hef gaman af þessu. Held líka að músíkin hafi aldrei verið mikilvægari en núna. Það er margt gott að gerast í samtímanum en hinu má ekki líta fram hjá að það er líka margt skuggalegt ef maður setur upp þau gleraugu. Við búum í duldu olnbogasamfélagi, það er óstöðugleiki um alla Evrópu, öfgaöfl og alls konar firring. Ég tel að klassísk tónlist geti þjónað þeim tilgangi að veita fólki fróun í þessum tryllingi öllum. Við Íslendingar eigum ekki að nota tónlistina sem punt til að laða hér að túrista og sýna fram á að við séum menningarþjóð heldur til að tengja fólk saman svo það fái að hefjast yfir sjálft sig því við lifum á öld sjálfhverfunnar.“ En nú má Bjarni Frímann ekki vera að því að skrafa lengur því hlutverk ökumannsins bíður. Hann ætlar að skreppa austur í Odda á Rangárvöllum. „Ég er að fara að sýna erlendum gestum Odda. Snorri Sturluson er þeirra maður og ég var með þá í Reykholti í gær,“ útskýrir hann. „Sögufróður? Það fer nú eftir því hverja ég er borinn saman við. Ég hef áhuga á sögu og veit eitt og annað um liðna atburði, finnst það nauðsynlegt. Þó maður megi ekki ganga með höfuð um öxl þá er mikilvægt að vita hvaðan maður er sprottinn.“
Menning Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið Sjá meira