„Það er talsverður fjöldi Íslendinga í Nice sem og aðstandendur á Íslandi sem líður illa vegna árásarinnar í gærkvöldi.
Utanríkisráðuneytið vill því koma á framfæri að Rauði krossinn veitir sálrænan stuðning vegna atburðanna og bendir utanríkisráðuneytið á Hjálparsíma Rauða krossins 1717 þar sem þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar svara símtölum. Ef hringt er erlendis frá er númerið +354 5801710,“ að því er segir í tilkynningu frá ráðuneytinu.
Sjá einnig: Allt um ódæðið í Nice
Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að Íslendingar hafi lent í árásinni í gær en að minnsta kosti 84 létust og þá eru átján alvarlega slasaðir.

