Íbúar fipuðu lögreglu í Dallas með vopnaburði Guðsteinn Bjarnason skrifar 12. júlí 2016 08:00 Kveikt á kertum til minningar um lögreglumennina fimm sem myrtir voru í Dallas í síðustu viku. Nordicphotos/AFP Þegar friðsamleg mótmæli gegn lögregluofbeldi í Dallas á miðvikudagskvöldið í síðustu viku snerust upp í öngþveiti, er Micah Johnson hóf skotárás á lögreglumenn, þá varð öngþveitið enn illviðráðanlegra fyrir lögregluna vegna þess að tugir einstaklinga spókuðu sig um með öflug skotvopn – í fullum rétti vegna þess að lögin í Texas heimila slíkt. Bandaríska dagblaðið The New York Times fjallar um þetta og vitnar meðal annars í Mike Rawlings, borgarstjóra í Dallas: „Þetta er í fyrsta sinn, og það af mjög áþreifanlegu tilefni, sem ég kemst á þá skoðun að lög geti skaðað bæði almenning og lögregluna í staðinn fyrir að vernda.“ Lögreglumenn sáu félaga sína falla í valinn en áttu erfitt með að átta sig á því hverjir voru að skjóta. Fljótlega voru þrír menn handteknir. Sá fjórði féll fyrir byssuskotum frá lögreglunni eftir tveggja tíma umsátur og samningaviðræður. Hann hét Micah Xavier Johnson og var einn að verki. Hinir þrír voru fljótlega látnir lausir. Johnson virðist hafa skipulagt árásina lengi og ætlað sér að drepa fleiri en þá fimm sem lágu í valnum. Þegar mótmælin á fimmtudag hófust sáust að minnsta kosti tuttugu manns með öfluga riffla og hríðskotavopn, meðal annars af gerðinni AR-15. Þetta gerðu þeir í og með til að leggja áherslu á að þetta er leyfilegt í Texas. Rawlings borgarstjóri segir hins vegar að nú sé nauðsynlegt að herða skotvopnalöggjöfina í Texas, þar sem bæði repúblikanar og demókratar hafa almennt verið fylgjandi því að einstaklingar hafi víðtækt frelsi til að útvega sér skotvopn og ganga með þau á almannafæri. Rawlings er greinilega kominn á þá skoðun að þarna hafi verið gengið of langt: „Ég vil bara snúa aftur til heilbrigðrar skynsemi,“ sagði hann í sjónvarpsviðtali á sunnudaginn. Vararíkisstjórinn í Texas, Dan Patrick, lítur hins vegar öðru vísi á málin. Hann segir greinilegt að hin víðtæku mótmæli gegn lögreglunni eigi hlut að máli: „Frá mínum bæjardyrum séð þá liggur ábyrgðin á því sem hér gerðist greinilega hjá mótmælahreyfingunni Black Lives Matter.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Black Lives Matter Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Sjá meira
Þegar friðsamleg mótmæli gegn lögregluofbeldi í Dallas á miðvikudagskvöldið í síðustu viku snerust upp í öngþveiti, er Micah Johnson hóf skotárás á lögreglumenn, þá varð öngþveitið enn illviðráðanlegra fyrir lögregluna vegna þess að tugir einstaklinga spókuðu sig um með öflug skotvopn – í fullum rétti vegna þess að lögin í Texas heimila slíkt. Bandaríska dagblaðið The New York Times fjallar um þetta og vitnar meðal annars í Mike Rawlings, borgarstjóra í Dallas: „Þetta er í fyrsta sinn, og það af mjög áþreifanlegu tilefni, sem ég kemst á þá skoðun að lög geti skaðað bæði almenning og lögregluna í staðinn fyrir að vernda.“ Lögreglumenn sáu félaga sína falla í valinn en áttu erfitt með að átta sig á því hverjir voru að skjóta. Fljótlega voru þrír menn handteknir. Sá fjórði féll fyrir byssuskotum frá lögreglunni eftir tveggja tíma umsátur og samningaviðræður. Hann hét Micah Xavier Johnson og var einn að verki. Hinir þrír voru fljótlega látnir lausir. Johnson virðist hafa skipulagt árásina lengi og ætlað sér að drepa fleiri en þá fimm sem lágu í valnum. Þegar mótmælin á fimmtudag hófust sáust að minnsta kosti tuttugu manns með öfluga riffla og hríðskotavopn, meðal annars af gerðinni AR-15. Þetta gerðu þeir í og með til að leggja áherslu á að þetta er leyfilegt í Texas. Rawlings borgarstjóri segir hins vegar að nú sé nauðsynlegt að herða skotvopnalöggjöfina í Texas, þar sem bæði repúblikanar og demókratar hafa almennt verið fylgjandi því að einstaklingar hafi víðtækt frelsi til að útvega sér skotvopn og ganga með þau á almannafæri. Rawlings er greinilega kominn á þá skoðun að þarna hafi verið gengið of langt: „Ég vil bara snúa aftur til heilbrigðrar skynsemi,“ sagði hann í sjónvarpsviðtali á sunnudaginn. Vararíkisstjórinn í Texas, Dan Patrick, lítur hins vegar öðru vísi á málin. Hann segir greinilegt að hin víðtæku mótmæli gegn lögreglunni eigi hlut að máli: „Frá mínum bæjardyrum séð þá liggur ábyrgðin á því sem hér gerðist greinilega hjá mótmælahreyfingunni Black Lives Matter.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Black Lives Matter Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Sjá meira