Theresa May næsti forsætisráðherra Bretlands Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. júlí 2016 11:20 Theresa May verður næsti forsætisráðherra Bretlands. vísir/getty Andrea Leadsom mun ekki bjóða sig fram til að leiða Íhaldsflokkinn í ríkisstjórn. Þetta tilkynnti hún fyrir skemmstu en þetta þýðir að yfirgnæfandi líkur eru á því að Theresa May innanríkisráðherra verði næsti forsætisráðherra Bretlands þar sem David Cameron mun hætta vegna niðurstöðu Brexit-kosningarinnar. May er nú ein eftir í framboði til leiðtoga Íhaldsflokksins og mun því ekki vera kosið heldur mun sérstök nefnd innan Íhaldsflokksins skipa nýjan leiðtoga. Afar ólíklegt er að gengið verði framhjá May þar sem hún nýtur meðal annars mikils stuðnings innan þingflokks Íhaldsflokksins. í yfirlýsingu sem Leadsom las upp kvaðst hún ekki hafa nægan stuðning innan þingflokksins til þess að leiða ríkisstjórn. Hún hefði því ákveðið að hætta við framboð sitt og sagðist styðja May heilshugar. May verður önnur konan til að gegna embætti forsætisráðherra Bretlands en sú fyrsta var einnig leiðtogi Íhaldsflokssins, Margaret Thatcher. Samkvæmt Guardian verður Theresa May orðin forsætisráðherra í lok vikunnar og jafnvel fyrr en upphaflega átti kjörið um nýjan leiðtoga ekki að fara fram fyrr en í byrjun september. May bíður það erfiða verkefni að stýra útgöngu Breta úr Evrópusambandinu í samræmi við niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar í júní þar sem rúmlega helmingur Breta kaus að ganga úr ESB. May hefur sagt að ekki komi til greina að sniðganga niðurstöðuna en hún var ein þeirra þingmanna Íhaldsflokksins sem vildi vera áfram í ESB. Brexit Tengdar fréttir Næsti formaður Íhaldsflokksins verður kona Valið stendur á milli Andrea Leadsom orkumálaráðherra og Theresa May innanríkisráðherra 7. júlí 2016 16:21 Rétt að halda öllum kostum opnum Utanríkisráðherra segir nauðsynlegt að gefa Bretum andrými vegna Brexit. 9. júlí 2016 13:13 Brexit-atkvæðagreiðslan verður ekki endurtekin Fjórar milljónir Breta höfðu krafist þess að þjóðaratkvæðagreiðslan yrði endurtekin. 9. júlí 2016 14:45 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Andrea Leadsom mun ekki bjóða sig fram til að leiða Íhaldsflokkinn í ríkisstjórn. Þetta tilkynnti hún fyrir skemmstu en þetta þýðir að yfirgnæfandi líkur eru á því að Theresa May innanríkisráðherra verði næsti forsætisráðherra Bretlands þar sem David Cameron mun hætta vegna niðurstöðu Brexit-kosningarinnar. May er nú ein eftir í framboði til leiðtoga Íhaldsflokksins og mun því ekki vera kosið heldur mun sérstök nefnd innan Íhaldsflokksins skipa nýjan leiðtoga. Afar ólíklegt er að gengið verði framhjá May þar sem hún nýtur meðal annars mikils stuðnings innan þingflokks Íhaldsflokksins. í yfirlýsingu sem Leadsom las upp kvaðst hún ekki hafa nægan stuðning innan þingflokksins til þess að leiða ríkisstjórn. Hún hefði því ákveðið að hætta við framboð sitt og sagðist styðja May heilshugar. May verður önnur konan til að gegna embætti forsætisráðherra Bretlands en sú fyrsta var einnig leiðtogi Íhaldsflokssins, Margaret Thatcher. Samkvæmt Guardian verður Theresa May orðin forsætisráðherra í lok vikunnar og jafnvel fyrr en upphaflega átti kjörið um nýjan leiðtoga ekki að fara fram fyrr en í byrjun september. May bíður það erfiða verkefni að stýra útgöngu Breta úr Evrópusambandinu í samræmi við niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar í júní þar sem rúmlega helmingur Breta kaus að ganga úr ESB. May hefur sagt að ekki komi til greina að sniðganga niðurstöðuna en hún var ein þeirra þingmanna Íhaldsflokksins sem vildi vera áfram í ESB.
Brexit Tengdar fréttir Næsti formaður Íhaldsflokksins verður kona Valið stendur á milli Andrea Leadsom orkumálaráðherra og Theresa May innanríkisráðherra 7. júlí 2016 16:21 Rétt að halda öllum kostum opnum Utanríkisráðherra segir nauðsynlegt að gefa Bretum andrými vegna Brexit. 9. júlí 2016 13:13 Brexit-atkvæðagreiðslan verður ekki endurtekin Fjórar milljónir Breta höfðu krafist þess að þjóðaratkvæðagreiðslan yrði endurtekin. 9. júlí 2016 14:45 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Næsti formaður Íhaldsflokksins verður kona Valið stendur á milli Andrea Leadsom orkumálaráðherra og Theresa May innanríkisráðherra 7. júlí 2016 16:21
Rétt að halda öllum kostum opnum Utanríkisráðherra segir nauðsynlegt að gefa Bretum andrými vegna Brexit. 9. júlí 2016 13:13
Brexit-atkvæðagreiðslan verður ekki endurtekin Fjórar milljónir Breta höfðu krafist þess að þjóðaratkvæðagreiðslan yrði endurtekin. 9. júlí 2016 14:45