Húh-ið okkar Íslendinga í stóru hlutverki í uppgjörsmyndbandi Guardian Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2016 11:30 Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, fagnar vel heppnuðu víkingaklappi eftir sigurinn á Austurríki. Vísir/EPA Evrópumótinu í fótbolta lauk í gær eftir mánaðarfótboltaveislu í Frakklandi. Ísland átti sviðsljósið um tíma á mótinu og verður eflaust alltaf með í umræðunni þegar EM í Frakklandi 2016 verður rifjað upp. Enski miðillinn Guardian ákvað að setja saman teiknimynd til að gera upp Evrópumótið í heimasíðu sinni. Þar má sjá enn eitt dæmi um að íslenski andinn hafi fangað athygli heimsins á meðan Evrópumótinu stóð. Íslensku strákarnir og íslenska stuðningsfólkið fær að sjálfsögðu stóran sess í þessu flotta myndbandi. Það má sjá strákana taka víkingaklappið en eins teiknimyndaútgáfu af sigurmarki Arnórs Ingva Traustasonar á móti Austurríki. Það var einmitt markið hans Arnórs á fjórðu mínútu í uppbótartíma sem tryggði íslenska liðinu 2-1 sigur á Austurríki, annað sætið í riðlinum og leik á móti Englandi í sextán liða úrslitunum. Þar hafði íslenska liðið síðan betur 2-1 og komst í átta liða úrslit á sínu fyrsta stórmóti hjá íslensku karlalandsliði í fótbolta. Frábært sigurmark Frakkans Dimitri Payet í fyrsta leik, óeirðir ensku stuðningsmannanna, sigur Íra á Ítölum, frammistaða Frakkans Antoine Griezmann og Portúgalans Cristiano Ronaldo koma líka við sögu í þessari athyglisverðu teiknimynd en myndbandið endar síðan að sjálfsögðu á sigurmarki Eder og fögnuðu Portúgala eftir að þeir tryggðu sér Evrópumeistaratitilinn. Það eru Bandaríkjamennirnir Case Jernigan og Josh Giunta sem búa til svona myndbönd fyrir Guardian undir nafninu Make Savvy. Case Jernigan teiknar en Josh Giunta sér um tónlistina. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Fótbolti Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Körfubolti „Þá rennur stressið af manni“ Handbolti Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Handbolti Fleiri fréttir Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Kane kominn í jólafrí? Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Sjá meira
Evrópumótinu í fótbolta lauk í gær eftir mánaðarfótboltaveislu í Frakklandi. Ísland átti sviðsljósið um tíma á mótinu og verður eflaust alltaf með í umræðunni þegar EM í Frakklandi 2016 verður rifjað upp. Enski miðillinn Guardian ákvað að setja saman teiknimynd til að gera upp Evrópumótið í heimasíðu sinni. Þar má sjá enn eitt dæmi um að íslenski andinn hafi fangað athygli heimsins á meðan Evrópumótinu stóð. Íslensku strákarnir og íslenska stuðningsfólkið fær að sjálfsögðu stóran sess í þessu flotta myndbandi. Það má sjá strákana taka víkingaklappið en eins teiknimyndaútgáfu af sigurmarki Arnórs Ingva Traustasonar á móti Austurríki. Það var einmitt markið hans Arnórs á fjórðu mínútu í uppbótartíma sem tryggði íslenska liðinu 2-1 sigur á Austurríki, annað sætið í riðlinum og leik á móti Englandi í sextán liða úrslitunum. Þar hafði íslenska liðið síðan betur 2-1 og komst í átta liða úrslit á sínu fyrsta stórmóti hjá íslensku karlalandsliði í fótbolta. Frábært sigurmark Frakkans Dimitri Payet í fyrsta leik, óeirðir ensku stuðningsmannanna, sigur Íra á Ítölum, frammistaða Frakkans Antoine Griezmann og Portúgalans Cristiano Ronaldo koma líka við sögu í þessari athyglisverðu teiknimynd en myndbandið endar síðan að sjálfsögðu á sigurmarki Eder og fögnuðu Portúgala eftir að þeir tryggðu sér Evrópumeistaratitilinn. Það eru Bandaríkjamennirnir Case Jernigan og Josh Giunta sem búa til svona myndbönd fyrir Guardian undir nafninu Make Savvy. Case Jernigan teiknar en Josh Giunta sér um tónlistina. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Fótbolti Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Körfubolti „Þá rennur stressið af manni“ Handbolti Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Handbolti Fleiri fréttir Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Kane kominn í jólafrí? Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Sjá meira