Cristiano Ronaldo hélt ótrúlega ræðu í hálfleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2016 10:00 Cristiano Ronaldo var glaðasti maðurinn á svæðinu í leikslok. Vísir/Getty Cristiano Ronaldo fór grátandi af velli í fyrri hálfleik úrslitaleiks EM í gærkvöldi en þátttöka hans í leiknum var þó ekki á enda. Ronaldo átti eftir að tala trú í liðsfélaga sína í hálfleik og vera besta klappstýran í seinni hálfleiknum og framlengingunni. Cedric Soares, bakvörður portúgalska liðsins, sagði fjölmiðlum og um leið heiminum frá því eftir leikinn, að ótrúleg hálfleiksræða Cristiano Ronaldo hafi gefið liðsfélögum hans mikið. Cedric Soares viðurkenndi að portúgalska liðið hafi verið í áfalli eftir að hafa horft upp á sinn besta leikmann fara útaf vellinum grátandi á börum. Ronaldo var hinsvegar ekki grátandi þegar þeir hittu hann inn í klefa í hálfleik. „Þetta var mjög erfið stund. Það voru allir í smá áfalli. Í hálfleiknum hélt Cristiano frábæra ræðu. Hann gaf okkur mikið sjálfstraust og sagði: Hlustið, ég er viss um að við munum vinna, stöndum saman og berjumst fyrir þessu," rifjaði Cedric Soares upp í viðtali við blaðamann ESPN. „Þetta var alveg ótrúlegt. Allt liðið var með frábært hugarfar. Við sýndum það líka í þessum úrslitaleik að þegar allir berjast saman sem einn maður þá er liðið miklu sterkara," sagði Cedric Soares.Sjá einnig:Ronaldo borinn grátandi af velli í París „Ronaldo var frábær og viðhorfið hans var ótrúlegt. Hann hefur alltaf komið með hvetjandi orð inn í liðið og það hefur góð áhrif á alla í liðinu. Hann var líka alltaf að koma með réttu orðin til manna á ýmsum tímapunktum í leiknum," sagði Cedric Soares. Cristiano Ronaldo leit út eins og drífandi aðstoðarþjálfari í seinni hálfleiknum þar sem hann haltraði um á öðrum fætinum. Miguel Delaney á ESPN sagði einnig frá því að Cristiano Ronaldo hafi farið fyrir kóngódansi í viðtalsherberginu eftir leikinn á milli þess að hann faðmaði liðsfélaga sína sem voru í viðtölum. Þar fór svo sannarlega hamingjusamur maður.Cristiano Ronaldo með þjálfaranum Fernando Santos á hliðarlínunni.Vísir/Getty EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ronaldo og félagar Evrópumeistarar | Myndaveisla Éder tryggði Portúgölum sinn fyrsta sigur á stórmóti er hann skoraði sigurmarkið gegn Frökkum í úrslitaleik EM 2016 á Stade de France í kvöld. 10. júlí 2016 22:07 Pepe: Vildum vinna þetta fyrir Ronaldo Pepe, besti leikmaður úrslitaleik Frakklands og Portúgals, segir að leikmenn portúgalska liðsins hafi verið staðráðnir í að vinna úrslitaleikinn fyrir meiddan Ronaldo. 10. júlí 2016 22:23 Portúgal Evrópumeistari í fyrsta sinn Portúgal er Evrópumeistari í knattspyrnu eftir 1-0 sigur á Frakklandi í framlengdum úrslitaleik í París í kvöld. 10. júlí 2016 21:30 Eder: Ronaldo sagði við mig að ég myndi skora sigurmarkið Hetja Portúgala í úrslitaleik Evrópumótsins í gær kom úr óvæntri átt því eftir að Cristiano Ronaldo fór meiddur af velli í fyrri hálfleik var það Eder sem kom inná í seinni hálfleiknum og skoraði sigurmarkið í framlengingu. 11. júlí 2016 08:30 Hetjan Éder: Þetta var verðskuldað "Þetta var frábær stund. Okkar lið lagði virkilega mikið á sig og vissum að portúgalska fólkið væri á bakvið okkur," sagði hetja Portúgala, Eder, í úrslitaleik EM í kvöld. 10. júlí 2016 22:36 Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér út“ Körfubolti Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Fótbolti Tekur barnið sitt úr leikskóla svo að skíðakonan geti haldið jólin með þeim Sport Fleiri fréttir Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Sjá meira
Cristiano Ronaldo fór grátandi af velli í fyrri hálfleik úrslitaleiks EM í gærkvöldi en þátttöka hans í leiknum var þó ekki á enda. Ronaldo átti eftir að tala trú í liðsfélaga sína í hálfleik og vera besta klappstýran í seinni hálfleiknum og framlengingunni. Cedric Soares, bakvörður portúgalska liðsins, sagði fjölmiðlum og um leið heiminum frá því eftir leikinn, að ótrúleg hálfleiksræða Cristiano Ronaldo hafi gefið liðsfélögum hans mikið. Cedric Soares viðurkenndi að portúgalska liðið hafi verið í áfalli eftir að hafa horft upp á sinn besta leikmann fara útaf vellinum grátandi á börum. Ronaldo var hinsvegar ekki grátandi þegar þeir hittu hann inn í klefa í hálfleik. „Þetta var mjög erfið stund. Það voru allir í smá áfalli. Í hálfleiknum hélt Cristiano frábæra ræðu. Hann gaf okkur mikið sjálfstraust og sagði: Hlustið, ég er viss um að við munum vinna, stöndum saman og berjumst fyrir þessu," rifjaði Cedric Soares upp í viðtali við blaðamann ESPN. „Þetta var alveg ótrúlegt. Allt liðið var með frábært hugarfar. Við sýndum það líka í þessum úrslitaleik að þegar allir berjast saman sem einn maður þá er liðið miklu sterkara," sagði Cedric Soares.Sjá einnig:Ronaldo borinn grátandi af velli í París „Ronaldo var frábær og viðhorfið hans var ótrúlegt. Hann hefur alltaf komið með hvetjandi orð inn í liðið og það hefur góð áhrif á alla í liðinu. Hann var líka alltaf að koma með réttu orðin til manna á ýmsum tímapunktum í leiknum," sagði Cedric Soares. Cristiano Ronaldo leit út eins og drífandi aðstoðarþjálfari í seinni hálfleiknum þar sem hann haltraði um á öðrum fætinum. Miguel Delaney á ESPN sagði einnig frá því að Cristiano Ronaldo hafi farið fyrir kóngódansi í viðtalsherberginu eftir leikinn á milli þess að hann faðmaði liðsfélaga sína sem voru í viðtölum. Þar fór svo sannarlega hamingjusamur maður.Cristiano Ronaldo með þjálfaranum Fernando Santos á hliðarlínunni.Vísir/Getty
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ronaldo og félagar Evrópumeistarar | Myndaveisla Éder tryggði Portúgölum sinn fyrsta sigur á stórmóti er hann skoraði sigurmarkið gegn Frökkum í úrslitaleik EM 2016 á Stade de France í kvöld. 10. júlí 2016 22:07 Pepe: Vildum vinna þetta fyrir Ronaldo Pepe, besti leikmaður úrslitaleik Frakklands og Portúgals, segir að leikmenn portúgalska liðsins hafi verið staðráðnir í að vinna úrslitaleikinn fyrir meiddan Ronaldo. 10. júlí 2016 22:23 Portúgal Evrópumeistari í fyrsta sinn Portúgal er Evrópumeistari í knattspyrnu eftir 1-0 sigur á Frakklandi í framlengdum úrslitaleik í París í kvöld. 10. júlí 2016 21:30 Eder: Ronaldo sagði við mig að ég myndi skora sigurmarkið Hetja Portúgala í úrslitaleik Evrópumótsins í gær kom úr óvæntri átt því eftir að Cristiano Ronaldo fór meiddur af velli í fyrri hálfleik var það Eder sem kom inná í seinni hálfleiknum og skoraði sigurmarkið í framlengingu. 11. júlí 2016 08:30 Hetjan Éder: Þetta var verðskuldað "Þetta var frábær stund. Okkar lið lagði virkilega mikið á sig og vissum að portúgalska fólkið væri á bakvið okkur," sagði hetja Portúgala, Eder, í úrslitaleik EM í kvöld. 10. júlí 2016 22:36 Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér út“ Körfubolti Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Fótbolti Tekur barnið sitt úr leikskóla svo að skíðakonan geti haldið jólin með þeim Sport Fleiri fréttir Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Sjá meira
Ronaldo og félagar Evrópumeistarar | Myndaveisla Éder tryggði Portúgölum sinn fyrsta sigur á stórmóti er hann skoraði sigurmarkið gegn Frökkum í úrslitaleik EM 2016 á Stade de France í kvöld. 10. júlí 2016 22:07
Pepe: Vildum vinna þetta fyrir Ronaldo Pepe, besti leikmaður úrslitaleik Frakklands og Portúgals, segir að leikmenn portúgalska liðsins hafi verið staðráðnir í að vinna úrslitaleikinn fyrir meiddan Ronaldo. 10. júlí 2016 22:23
Portúgal Evrópumeistari í fyrsta sinn Portúgal er Evrópumeistari í knattspyrnu eftir 1-0 sigur á Frakklandi í framlengdum úrslitaleik í París í kvöld. 10. júlí 2016 21:30
Eder: Ronaldo sagði við mig að ég myndi skora sigurmarkið Hetja Portúgala í úrslitaleik Evrópumótsins í gær kom úr óvæntri átt því eftir að Cristiano Ronaldo fór meiddur af velli í fyrri hálfleik var það Eder sem kom inná í seinni hálfleiknum og skoraði sigurmarkið í framlengingu. 11. júlí 2016 08:30
Hetjan Éder: Þetta var verðskuldað "Þetta var frábær stund. Okkar lið lagði virkilega mikið á sig og vissum að portúgalska fólkið væri á bakvið okkur," sagði hetja Portúgala, Eder, í úrslitaleik EM í kvöld. 10. júlí 2016 22:36