Hrár söngur þurfti fágun Jónas Sen skrifar 27. júlí 2016 11:30 Sönghópurinn Olga í víkingaham er um þessar mundir á söngferð um landið. Tónlist Söngtónleikar Sönghópurinn Olga flutti lög frá löndum Víkinganna Aðventkirkjan í Reykjavík Fimmtudaginn 21. júlí Víkingar sem syngja klassískt án undirleiks eru engir berserkir sem öskra villimannslega. Þeir eru miklu frekar eins og karlmenn í sokkabuxum, ef nota má þá samlíkingu. Ekki hetjutenórar og sterabaularar, heldur fínlegir söngvarar sem eru viðkvæmir og brothættir. Geisladiskur sem ber nafnið Vikings kom út fyrir skemmstu. Á honum er að finna flutning Sönghópsins Olgu á lögum sem tengjast löndum víkinganna. Sönghópurinn samanstendur af fimm karlmönnum, þar af tveimur Íslendingum. Til að fagna útgáfu disksins er hópurinn nú í stuttri tónleikaferð um landið. Fyrstu tónleikarnir voru haldnir í Aðventkirkjunni á fimmtudaginn var. Aðalsmerki Olgu er fjörleg sviðsframkoma. Brandarar fljúga, bæði í kynningum á dagskránni og í flutningnum sjálfum. Sumir brandararnir eru þó orðnir nokkuð þreyttir. Þegar undirritaður heyrði Olgu fyrst fyrir tveimur árum var mikið gert úr því að láta útlendingana kynna dagskráratriðin á íslensku. Það var fyndið fyrst, en þegar það er gert aftur og aftur hættir maður að hlæja. Sumt sem er sagt er beinlínis erfitt að skilja, sem getur verið ergilegt. Olga var með reglulega fína tónleika í fyrra, og í samanburðinum olli frammistaðan nú nokkrum vonbrigðum. Fimm manna sönghópur án undirleiks er ekki auðveld uppröðun. Þetta er í rauninni agnarsmár kór, en hver rödd heyrist greinilega. Það er ekki hægt að fela sig í fjöldanum eða á bak við undirleikinn. Mjög lítið þarf til að heildarhljómurinn bjagist. Einmitt það gerðist alltof oft á tónleikunum. Allskonar smáatriði hljóma og undirradda voru ekki nægilega vel útfærð. Tónahendingar sem hefðu átt að heyrast almennilega voru óskýrar, hljómar voru gjarnan ófókuseraðir. Tenórarnir Bjarni Guðmundsson og Jonathan Ploeg voru ekki alltaf hreinir og einsöngsstrófur baritónsins Gulian van Nierop voru á köflum ónákvæmar. Bassbaritóninn Pétur Oddbergur Heimisson og bassinn Philip Barkhudarov voru yfirleitt betri, en helst mátti finna að dýpstu tónunum sem voru stundum loðnir. Mögulega má skrifa þessar misfellur á taugaóstyrk. Þetta voru fyrstu tónleikar í ferðalaginu, og oft þarf að koma fram með sömu dagskrána nokkrum sinnum áður en hún er orðin þokkalega örugg. Segjast verður eins og er að söngurinn lagaðist smám saman eftir því sem leið á kvöldið. Síðustu lögin, eistneska ljóðið Meeste laul, írska ljóðið Dúlamán og Pseudo-yoik eftir Jaakko Mäntyjärvi voru glæsilega flutt. Hvað sem kvarta má yfir tæknilegum hlutum fyrr á efnisskránni, þá var túlkunin a.m.k. full af fjöri og gleði sem var smitandi. Það skiptir ekki litlu máli. Miðað við frammistöðuna í fyrra og í lok tónleikanna núna þá er óhætt að fullyrða að Olga getur þetta, hún þarf bara aðeins meiri aga. Aðventkirkjan er yfirleitt ekki notuð fyrir tónleika. Undirritaður man ekki eftir að hafa farið þangað í slíkum tilgangi áður. Hljómburðurinn er ekki til að styðja við samsöng án undirleiks, hann er of þurr. Undarlegt má teljast að kirkjan hafi orðið fyrir valinu. Margar kirkjur í Reykjavík eru miklu heppilegri fyrir svona tónlistarflutning.Niðurstaða: Olga er efnilegur sönghópur sem hefði mátt undirbúa tónleika sína betur.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 27. júlí. Menning Tónlistargagnrýni Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Tónlist Söngtónleikar Sönghópurinn Olga flutti lög frá löndum Víkinganna Aðventkirkjan í Reykjavík Fimmtudaginn 21. júlí Víkingar sem syngja klassískt án undirleiks eru engir berserkir sem öskra villimannslega. Þeir eru miklu frekar eins og karlmenn í sokkabuxum, ef nota má þá samlíkingu. Ekki hetjutenórar og sterabaularar, heldur fínlegir söngvarar sem eru viðkvæmir og brothættir. Geisladiskur sem ber nafnið Vikings kom út fyrir skemmstu. Á honum er að finna flutning Sönghópsins Olgu á lögum sem tengjast löndum víkinganna. Sönghópurinn samanstendur af fimm karlmönnum, þar af tveimur Íslendingum. Til að fagna útgáfu disksins er hópurinn nú í stuttri tónleikaferð um landið. Fyrstu tónleikarnir voru haldnir í Aðventkirkjunni á fimmtudaginn var. Aðalsmerki Olgu er fjörleg sviðsframkoma. Brandarar fljúga, bæði í kynningum á dagskránni og í flutningnum sjálfum. Sumir brandararnir eru þó orðnir nokkuð þreyttir. Þegar undirritaður heyrði Olgu fyrst fyrir tveimur árum var mikið gert úr því að láta útlendingana kynna dagskráratriðin á íslensku. Það var fyndið fyrst, en þegar það er gert aftur og aftur hættir maður að hlæja. Sumt sem er sagt er beinlínis erfitt að skilja, sem getur verið ergilegt. Olga var með reglulega fína tónleika í fyrra, og í samanburðinum olli frammistaðan nú nokkrum vonbrigðum. Fimm manna sönghópur án undirleiks er ekki auðveld uppröðun. Þetta er í rauninni agnarsmár kór, en hver rödd heyrist greinilega. Það er ekki hægt að fela sig í fjöldanum eða á bak við undirleikinn. Mjög lítið þarf til að heildarhljómurinn bjagist. Einmitt það gerðist alltof oft á tónleikunum. Allskonar smáatriði hljóma og undirradda voru ekki nægilega vel útfærð. Tónahendingar sem hefðu átt að heyrast almennilega voru óskýrar, hljómar voru gjarnan ófókuseraðir. Tenórarnir Bjarni Guðmundsson og Jonathan Ploeg voru ekki alltaf hreinir og einsöngsstrófur baritónsins Gulian van Nierop voru á köflum ónákvæmar. Bassbaritóninn Pétur Oddbergur Heimisson og bassinn Philip Barkhudarov voru yfirleitt betri, en helst mátti finna að dýpstu tónunum sem voru stundum loðnir. Mögulega má skrifa þessar misfellur á taugaóstyrk. Þetta voru fyrstu tónleikar í ferðalaginu, og oft þarf að koma fram með sömu dagskrána nokkrum sinnum áður en hún er orðin þokkalega örugg. Segjast verður eins og er að söngurinn lagaðist smám saman eftir því sem leið á kvöldið. Síðustu lögin, eistneska ljóðið Meeste laul, írska ljóðið Dúlamán og Pseudo-yoik eftir Jaakko Mäntyjärvi voru glæsilega flutt. Hvað sem kvarta má yfir tæknilegum hlutum fyrr á efnisskránni, þá var túlkunin a.m.k. full af fjöri og gleði sem var smitandi. Það skiptir ekki litlu máli. Miðað við frammistöðuna í fyrra og í lok tónleikanna núna þá er óhætt að fullyrða að Olga getur þetta, hún þarf bara aðeins meiri aga. Aðventkirkjan er yfirleitt ekki notuð fyrir tónleika. Undirritaður man ekki eftir að hafa farið þangað í slíkum tilgangi áður. Hljómburðurinn er ekki til að styðja við samsöng án undirleiks, hann er of þurr. Undarlegt má teljast að kirkjan hafi orðið fyrir valinu. Margar kirkjur í Reykjavík eru miklu heppilegri fyrir svona tónlistarflutning.Niðurstaða: Olga er efnilegur sönghópur sem hefði mátt undirbúa tónleika sína betur.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 27. júlí.
Menning Tónlistargagnrýni Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira