Pítsustaður fór fram á leigugreiðslu af óánægðum viðskiptavini Atli Ísleifsson skrifar 24. júlí 2016 13:54 Gamla smiðjan í Lækjargötu. Vísir/Stefán Frank Arthur Blöndahl Cassata birti í gærdag skjáskot af Facebook-samskiptum sínum við forsvarsmenn pítsastaðarins Gömlu smiðjunniar þar sem hann kvartar yfir slælegri þjónustu staðarins og er í kjölfarið rukkaður um leigugreiðslu sem hann kannast lítið við að skulda. „Fékk vitlausa pöntun á Gömlu Smiðjunni um daginn, örugglega í tíunda skipti, kvartaði í gegnum facebook. Fékk svar núna mörgum vikum seinna þar sem ég var sakaður um að skulda þeim leigu,“ segir Frank í færslu sinni. Að neðan má sjá skjáskot af samskiptum Frank og forsvarsmanna staðarins, þar sem Frank er raunar kallaður Sighvatur. „Leiðinlegt að heyra Sighvatur, vona að pizzurnar hafi verið góðar.“ Og áfram heldur starfsmaður Gömlu smiðjunnar: „Fyrst ég er með þið hérna á línunni þá þætti mér vænt um ef þú borgaðir leiguna fyrir Vatnsnesveg 5.“ Frank segist aldrei á ævinni hafa leigt húsnæði og segir þetta vera einhvers konar hámörkun á lélegri þjónustu og dónaskap. Í athugasemdakerfi Frank tjáir sig starfsmaður Gömlu smiðjunnar og segir það óheppilegt að hafa ruglað Frank saman við annan náinn fjölskyldumeðlim. „[O]kkur þykir þetta afar leiðinlegt en mér finnst það bara svo undarlegt ef einhver fær vitlaust afgreiddar pizzur 10 skipti í röð og uppgötvar það í öll skiptin þegar hann er kominn heim og búinn að borða pizzuna. Því miður þá finnst mér þetta mjög einkennilegt en þess ber þó að geta að í 9 af þessu 10 skiptum þá voru hin meintu mistök i tíð fyrri eiganda,“ segir starfsmaður Gömlu smiðjunnar. Frank hafnar þessu og segir starfsmann pítsastaðarins vera að búa til hluti. „[É]g hef yfirleitt látið vita á staðnum þegar ég sæki að eitthvað sé að, aldrei þegar ég er búinn að borða pizzuna, þú ert að láta mig hljóma eins og ég sé að reyna að svindla útúr ykkur pizzur. Leggðu nú frá þér lyklaborðið.“ Áfram er haldið í athugasemdakerfinu og segist Frank nú auglýsa eftir áhugasömum kaupanda að kvikmyndaréttinum að málinu öllu. Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Sjá meira
Frank Arthur Blöndahl Cassata birti í gærdag skjáskot af Facebook-samskiptum sínum við forsvarsmenn pítsastaðarins Gömlu smiðjunniar þar sem hann kvartar yfir slælegri þjónustu staðarins og er í kjölfarið rukkaður um leigugreiðslu sem hann kannast lítið við að skulda. „Fékk vitlausa pöntun á Gömlu Smiðjunni um daginn, örugglega í tíunda skipti, kvartaði í gegnum facebook. Fékk svar núna mörgum vikum seinna þar sem ég var sakaður um að skulda þeim leigu,“ segir Frank í færslu sinni. Að neðan má sjá skjáskot af samskiptum Frank og forsvarsmanna staðarins, þar sem Frank er raunar kallaður Sighvatur. „Leiðinlegt að heyra Sighvatur, vona að pizzurnar hafi verið góðar.“ Og áfram heldur starfsmaður Gömlu smiðjunnar: „Fyrst ég er með þið hérna á línunni þá þætti mér vænt um ef þú borgaðir leiguna fyrir Vatnsnesveg 5.“ Frank segist aldrei á ævinni hafa leigt húsnæði og segir þetta vera einhvers konar hámörkun á lélegri þjónustu og dónaskap. Í athugasemdakerfi Frank tjáir sig starfsmaður Gömlu smiðjunnar og segir það óheppilegt að hafa ruglað Frank saman við annan náinn fjölskyldumeðlim. „[O]kkur þykir þetta afar leiðinlegt en mér finnst það bara svo undarlegt ef einhver fær vitlaust afgreiddar pizzur 10 skipti í röð og uppgötvar það í öll skiptin þegar hann er kominn heim og búinn að borða pizzuna. Því miður þá finnst mér þetta mjög einkennilegt en þess ber þó að geta að í 9 af þessu 10 skiptum þá voru hin meintu mistök i tíð fyrri eiganda,“ segir starfsmaður Gömlu smiðjunnar. Frank hafnar þessu og segir starfsmann pítsastaðarins vera að búa til hluti. „[É]g hef yfirleitt látið vita á staðnum þegar ég sæki að eitthvað sé að, aldrei þegar ég er búinn að borða pizzuna, þú ert að láta mig hljóma eins og ég sé að reyna að svindla útúr ykkur pizzur. Leggðu nú frá þér lyklaborðið.“ Áfram er haldið í athugasemdakerfinu og segist Frank nú auglýsa eftir áhugasömum kaupanda að kvikmyndaréttinum að málinu öllu.
Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Sjá meira